Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9 Hólaskógi, margir sem fara að Háafossi og góðar reiðleiðir þarna í kring. Útlendingar sækja mikið í að vera skálaverðir, en við viljum helst hafa Íslendinga í því og helst staðkunnuga. Hálendisvakt Landsbjargar hefur haldið til í Gíslaskála nú í fjögur til fimm ár, er með herbergið niðri. Það eru níu gistirými allt sumarið sem er ansi mikið. Það er þó mikið öryggi í því að hafa þessa vakt á hálendinu, en viss ókostur að teppa svo stórt herbergi á jarðhæð. Við fáum oft eldra fólk sem vill helst ekki þurfa að príla stigana. Við erum að setja upp annað eldhús í Gíslaskála nú fyrir sumarið, það er nauðsynlegt þegar fleiri en einn hópur er á ferðinni. Upphaflega voru nær eingöngu hestamenn sem leigðu gistiaðstöðu í skálunum, en nú er þetta allskonar fólk sem kemur, Íslendingar og útlendingar. Hópar hestamanna, t.d. hópar sem eru að fara á landsmót fyrir sunnan eða norðan gista samt mikið hjá okkur enn. Þegar hestapestin kom upp hér lögðust hestaferðir einkahópa af og voru þá bara túristaferðir í gangi. En í fyrra var aftur mjög mikil umferð hestamanna um Kjöl og lítur út fyrir mikla umferð í sumar. Áður fyrr var mikið um fyllirísferðir í skálana, en það þekkist lítið nú. Og fullt fólk á hestum sér maður ekki lengur. Raflagnir - Viðgerðir Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að við sækjum um öll leyfi fyrir heim- taug að sumarhúsum og lagningu raflagna Heimasími: 486 8845 Verkstæði: 486 8984 GSM: 893 7101 Hólaskógur. Nýjar svalir og brunastigi við Gíslaskála.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.