Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 12
12 Litli-Bergþór Saga Laugaráss er ekki löng frá því foreldrar mínir settust þar að, meðal fyrstu íbúa, um miðjan fimmta áratuginn. Mér fannst sagan ekki lengri en svo að að það ætti að vera hægt að safna saman á einn stað upplýsingum um allt það fólk sem hefur dvalið í „þorpinu í skóginum“ þennan tíma. Þessi hugmynd hefur lengi verið að gerjast í kollinum á mér og hefur aftur og aftur komið í hugann þegar ég hef þurft að leita einhverra upplýsinga úr riti Búnaðarsambands Suðurlands: Sunnlenskar byggðir, sem var gefið út 1980 og síðan uppfært 1985 (að mig minnir). Þetta rit er afskaplega gagnlegt og mér finnst að af einhverju tilefni ætti Búnaðarsambandið að ráðast í uppfærslu á því og þá kannski setja það upp sem vefsíðu. Ég hóf verkið síðan með áþreifanlegum hætti fyrir nokkrum mánuðum með því að safna saman upplýsingum úr Sunnlenskum byggðum. Þessum upplýsingum dældi ég síðan inn á síðu núverandi og fyrrverandi Laugarásbúa á Facebook og fékk með þeim hætti heilmikið af kjöti á beinin frá þeim ríflega hundrað einstaklingum sem þar eru skráðir. Ég vænti enn frekari samvinnu við þetta fólk og hef kallað eftir sögum og myndefni. Af öðrum leiðum sem ég hef farið við upplýsingaöflun vil ég nefna vefinn timarit.is, en þar hafa minningargreinar um gengna Laugarásbúa komið að sérlega góðu gagni svo og Litli-Bergþór, sjálfur. Á vef þjóðskrár, skra.is hef ég getað fundið bygg- ingarár húsakostsins. Loks vil ég geta afskaplega fróðlegra greina sem Bjarni Harðarson skrifaði og sem voru birtar í ritröð Sögufélags Árnesinga, ritum II og III. Enn liggur ekki fyrir hvað ég geri svo við þessar upplýsingar, en það helgast væntanlega af því hvernig gengur. Það sem hér fylgir eru tvö dæmi um þá nálgun sem ég hef haft að skrifunum, en á henni kunna að verða breytingar. [Páll vísar til heita annarra húsa á nokkrum stöðum í textanum en vonir standa til að texti um þau hús birtist síðar í Litla-Bergþóri, innsk. ritstjórn.] LAUGARÁS II 1936 Gamla læknishúsið - kallast nú Hverabrekka 1 í fast- eignaskrá. Þegar aðsetur læknis var flutt frá Skálholti 1923 var byggt hús á svipuðum eða sama stað og núverandi hús stendur. Það var timburhús á steinsteyptum kjallara. Það hús hafði verið byggt við Geysi í tilefni konugskomunnar 1907. Konungshúsið stóð lengi og kom ferðamönnum í góðar þarfir og fólkið að Laug stóð fyrir veitingum í Konungshúsinu. Erfitt var þó að taka á móti ferðamönnum áður en sími og vegur komu að Geysi. Árið 1922 var jörðin Laugarás keypt og gerð að læknasetri í þáverandi Grímsnes-læknishéraði. Ríkið heimilaði þá læknishéraðinu að kaupa Konungshúsið og var það rifið veturinn 1923 og flutt frá Geysi að Laugarási. (hotelgeysir.is) Núverandi hús var síðan byggt 1936. Þar bjuggu læknarnir í 30 ár. Frá því Helgi og Guðný (sjá Laugarás I) fluttu úr kjallaranum í nýbyggt hús, voru læknarnir með læknastofu þar. Íbúð læknis og læknastofa var flutt í nýja heilsugæslustöð í Launrétt 2, 1966. 1923 - 1925 Óskar Einarsson, (f. 13.05. 1893, d. 20.03. 1967) og Guðrún Snæbjörnsdóttir. Óskar staldraði stutt við þar sem hann þoldi ekki ferðalög á hestbaki í „því stóra héraði“, eins og segir í minningargrein um hann. 1925 -1932 Sigurmundur Sigurðs- son, (f. 1890, d. 14.11. 1962) og Anna K. Eggertsdóttir (f. 24.11. 1894, d. 20.08. 1932). Anna var bróðurdóttir Óskar Einarsson. Páll M. Skúlason: Fólkið og húsin í Laugarási Læknishús.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.