Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 37

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 37
Litli-Bergþór 37 Efstu sjö menn á T-lista eru: Helgi Kjartansson íþróttakennari Reykholti, Valgerður Sævarsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur Laugarvatni, Kolbeinn Sveinbjörnsson verktaki Heiðarási, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir bóndi Bræðratungu, Bryndís Ásta Böðvarsdóttir ráðgjafi hjá Mentor Laugarvatni, Kristinn Bjarnason verslunarmaður Brautarhóli og Trausti Hjálmarsson bóndi Austurhlíð. Efstu sjö menn á Þ-lista eru: Óttar Bragi Þráinsson bóndi í Miklholti, Eyrún Margrét Stefánsdóttir arkitekt og framkvæmdarstjóri á Laugarvatni, Axel Sæland blómabóndi á Espiflöt, Ragnhildur Sævarsdóttir náttúrufræðingur og bóndi á Hjálmsstöðum 1, Þórarinn Þorfinnsson bóndi á Spóastöðum, Sigurlaug Angantýsdóttir garðyrkjubóndi Heiðmörk í Laugarási og Sigurjón Pétur Guðmundsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar í Reykholti, búsettur í Reykholti. Niðurstaða kosninganna var sú að T-listinn hlaut tæp 70% atkvæða og fimm menn í sveitarstjórn og Þ-listinn rúmlega 30% atkvæða og tvo menn kjörna. Kosningaþátttaka var um 78% Hreinsidagar voru haldnir í sveitafélaginu 16. til 17. maí og gerðu þá margir hreint fyrir sínum dyrum og var margmenni á sorpstöðvunum. Menntaskólinn að Laugarvatni fékk nú í vor þá viðurkenningu að vera fyrirmyndarstofnun eftir að hafa orðið í fjórða sæti við val á stofnun ársins í hópi meðalstórra stofnana í Hörpu 23. maí. Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti dúxaði ML við skólaslit 24. maí, með einkunnina 9.89, sem er hæsta einkunn sem hefur verið gefin á stúdentsprófi frá skólanum. Jón Hjalti Eiríksson frá Gýgjarhólskoti, og bróðir Þjóðbjargar, fékk viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslandds á Hvanneyri fyrir BS-lokaverkefni sitt en hann fékk 10 í einkunn fyrir það og 9.33 í aðaleinkunn sem er besti árangur í BS-námi við skólann. Jón Örvar Baldvins- son hefur opnað tjaldstæði og veiti- ngastaðinn Skjól á Kjóastöðum. Í framtíðinni verður þar einnig boðið upp á ódýra gistingu. Stöllurnar Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir í Gullkistunni hafa breytt gömlu Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni í menningarmiðstöðina Miðstöð sköpunar og 14. júní var opnuð þar myndlistarsýning á landslagsmyndum Þórarins B. Þorlákssonar. Helgi Jakobsson, hefur fengið samþykktar skipu- lagsbreytingar um sameiningu lóða við Miðholt til að byggja 300 fm raðhús með fjórum til sex íbúðum. Á Hvítasunnudag, 8. júní, fermdust 11 börn í Skálholtskirkju í blíðskaparveðri. Fermd voru: Aðalbjörg Elsa Sæland, Álfheiður Björk Bridde, Elísabet Eir Óttarsdóttir, Gretar Bildsfells Guð- mundsson, Guðjón Örn Jóhannesson, Gústaf Sæland, Rakel Sara Hjaltadóttir, Sigríður K. Halldórsdóttir, Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Þorfinnur Þórarinsson og Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir Áður höfðu Alexander Óli Nóason, Margrét Svanhild- ur Kristinsdóttir og Sara Margrét Jakobsdóttir fermst og Laufey Ósk Jónsdóttir gengist undir borgaralega fermingu. Efstu menn Þ-lista. F.v. Sigurjón Pétur Guðmundsson Reykholti, Eyrún Margrét Stefáns- dóttir Héraðsskólanum á Laugarvatni, Þórarinn Þorfinnsson Spóastöðum, Ragnhildur Sævarsdóttir Hjálmsstöðum, Óttar Bragi Þráinsson Miklholti, Sigurlaug Angantýsdóttir Heiðmörk og Axel Sæland Espiflöt. Umsjón: Geirþrúður Sighvatsdóttir og Skúli Sæland

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.