Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 verði viðsnúningur í því. Í Fremstaveri hefur komið fyrir að fólk skilur ruslið eftir úti þegar það fer, sem er sérlega bagalegt, þar sem enginn fastur vörður er þar. Það fýkur þá, eða dýr fara í það. Yfir hásumarið þjónustum við því skálann þar hér heiman að, oft á hverjum degi. Því miður hefur eitthvað verið um að fólk notfæri sér það að fara í opið húsið og nota gas og pappír án þess að greiða fyrir. Og í fyrra var brotist þar inn og öllu stolið. Það hefur líka tvisvar verið brotist inn í Gíslaskála. En þetta er svona bakhliðin á þessum rekstri. Á veturna er Loftur oft á ferðinni í eftirliti og ef húsin eru leigð þarf hann að fara vegna rafstöðvar o.fl. Það hefur t.d. verið vinsælt að halda þorrablót í Gíslaskála. Eitthvað er um að hópar komi óvænt, sem þarf að sinna. En það er nær undantekningarlaust gengið vel um. Hrefnubúð er matsölustaður og þess vegna má ekki leigja hana undir einkasamkvæmi og Árbúðarhúsið er orðið gamalt og þar er ekki rafstöð, svo þau hús eru lítið notuð á veturna. Í heildina verðum við að segja að samskiptin við ferðafólkið eru ánægjuleg og gefandi segja þessi starfssömu hjón, sem greinilega fellur aldrei verk úr hendi. Þess má geta að Vilborg opnaði um mánaðamótin maí – júní Ullarmarkað heima í Myrkholti þar sem lopapeysur og fleira er til sölu. Það var fróðlegt og skemmti- legt að heyra um þessa góðu þjónustu við ferðafólk á hálendinu og heima í Myrkholti. Óskar Litli-Bergþór þeim hjónum Vilborgu og Lofti áframhaldandi góðs gengis í rekstri sínum og þakkar fyrir sig. Geirþrúður Sighvatsdóttir. Lopapeysumarkaður í Myrkholti. Sonardætur þeirra Vilborgar og Lofts í lopapeysum frá ömmu sinni, Vilborg Eva, Ester Lilja og Stefanía Malen Guðmundsdætur.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.