Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 31
Litli-Bergþór 31 Laugarvatni eða í Reykholti. Það verður hinsvegar að byrja á því að meta hvort slíkt er mögulegt. Það er vandséð nema eitthvert sveitarfélaganna hreinlega næði verkefninu til sín á meðan hin fengju það ekki. Það er aðeins einn staður í uppsveitum sem ætti að geta verið nauðsynleg málamiðlun, en það er Laugarás og ástæður þess eru þessar helstar: a. Sveitarfélögin í uppsveitunum eiga Laugarásjörðina saman. b. Í Laugarási er Heilsugæslustöð fyrir uppsveitirnar og hjúkrunarheimili myndi tvímælalaust renna styrkari stoðum undir hana. c. Það eru til góðar lóðir undir þessa starfsemi í Laugarási. d. Frá þrem þorpum í uppsveitum er jafn langt í Laugarás, eða um það bil 25 km. Frá öðrum styttra. Land fyrir hjúkrunar- heimili í Laugarási Íbúðakjarnanum, sem ætlaður var eldri borgurum í tillögum frá 10. áratugnum, var ætlaður staður þar sem RKÍ rak sumardvalarheimili fyrir börn á sjötta og sjöunda áratugnum. Þetta land er enn ákjósanlegur staður fyrir hjúkrunarheimili, en það er í skjólgóðri kvos með afar gott útsýni yfir Hvítá í átt að Vörðufelli, Hestfjalli og fleiri fjöllum í fjarska. Fyrir framan þetta land er Dýragarðurinn Slakki, þar sem er líf og fjör. Annar möguleiki, og sem talsvert er horft til nú, er lóðin þar sem aflagt sláturhús stendur nú, engum til gagns. Þetta land er á afar fallegum stað með útsýni að Hvítárbrúnni og Vörðufelli. Þriðja möguleikann er að finna á ágætri lóð fyrir norðan heilsugæslustöðina. Svo eru það lokaorðin Það er afar mikilvægt, til að geta notið elliáranna í öruggu og traustu umhverfi, að það sé auðvelt fyrir það fólk sem að öldungunum stendur, að kíkja í heimsókn. Það má kannski halda því fram, að það sé lítilsvirðing við fólk að það skuli þurfa að flyta í aðrar sýslur þegar þær aðstæður koma upp, sem koma í veg fyrir að það geti búið á heimilum sínum. Ég ætla samt ekki að taka svo djúpt í árinni. Því er ekki að leyna, að það sem ýtir á mig að fjalla um þessi mál er einnig af persónulegum toga. Ef ég fæ að njóta einhverra elliára að ráði, þá blasir við, að í óbreyttu ástandi muni þeim árum fylgja talsvert öryggisleysi. Ef á annað borð verður um að ræða pláss á heimili af þessu tagi, þá get ég átt von á að verða sendur um langan veg, jafnvel austur á Kirkjubæjarklaustur (sannarlega hef ég ekkert á móti þeim fagra stað). Slík staða hugnast mér ekki fremur en öðrum. Faðir minn dvelur í góðu yfirlæti á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Við getum þakkað fyrir að hann er þó ekki lengra í burtu. Það eru 50 kílómetrar frá Laugarási að Hellu, en frá Laugarvatni eru það 25 km til viðbótar. Ég tel mig í ljósi þessa tala af nokkurri reynslu um þessi mál. Það gladdi mig að frétta af því að kvenfélögin í uppsveitunum hafa tekið þetta mál upp á sína arma. Það er sannarlega ekki í fyrsta skipti sem þau beita sér fyrir góðum málum. Þetta er haft eftir talskonu þeirra: „Okkur finnst hart að þurfa að flytja aldrað og sjúkt fólk hreppaflutningum svo að það fái þá umönnun sem það þarfnast. Þetta er fólkinu sjálfu erfitt og gerir fjölskyldum þeirra erfiðara fyrir að heimsækja fólkið sitt og leggja sitt af mörkum til umönnunar þess.“ Ég get gert þessi orð að mínum. Með stórbættum samgöng- um eiga sveitarfélög í uppsveitum að sameininst aftur um að tiltekin grunnþjónusta, sem hvert þeirra fyrir sig á erfitt með að standa undir, verði sett í Laugarás. Þar fyrir utan legg ég til, að sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu sameinist í eitt. Það er löngu tímabært.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.