Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 15
Lilja Hjartardóttir: Deilur Israelsríkis og Palestínumanna tmm bls. 13 L Bandaríska þjóðin lætur rúmlega sex mílljónum Israela í té 3 milljarða dollara á ári hverju. ísraelar eru með tæpa hálfa milljón manna undir vopnum eða um 10% gyðinga í landinu. ísrael er hervæddasta ríkið í Mið-Aust- urlöndum og þó víðar væri leitað. Palestínu, eins og ákveðið hafði verið á San Remo ráðstefnunni árið 1920. Balfour-yfirlýs- ingin frá 1917 var hluti samningsins og skyldu Bretar aðstoða gyðinga við að byggja upp „þjóðarheimili". Þjóðernishyggja araba í Palestínu verður til á stjórnunartíma Breta en þeir töldu að Bretar styddu stefnu síonista um stofnun sjálfstæðs ríkis gyðinga. Palestínumenn urðu þ.a.l. að berj- ast á tvennum vígstöðvum, gegn nýlendustjórn Breta og áætlunum síonista um uppbyggingu sjálfstæðs ríkis. Árið 1914 voru um 700.000 arabar í Palestínu og 85.000 gyðingar. Á þeim tíma var óvinurinn nýlendustjórnin en ekki að- fluttir gyðingar. Eftir 1930 komu um 100.000 gyðingar frá Evrópu enda höfðu Bandaríkin og Evrópa lokað landamærum sínum fyrir gyðing- um. Evrópumennirnir komu með framandi stjórnunarhætti, fjármuni og hálf-opinberar stofnanir, sem urðu ríki í ríkinu. Margar þeirra starfa ennþá. Valdamestu ættirnar í Palestínu, Husseini og Nashashibi, náðu samkomulagi um andstöðuna gegn yfirráðum Breta og nokkrar stofnanir voru settar á laggirnar, svo sem Æðstaráð araba. Ágreiningur fjölskyldn- anna var þó of mikill og slitnaði upp úr sam- starfinu árið 1934. Trúarlegur og seinna meir pólitískur leiðtogi araba í Palestínu var Haj Amin Husseini, múft- inn yfir Jerúsalem. Á fjórða áratugnum fjölgaði innflytjendum til mikilla muna, 1936 bjuggu 400.000 gyðingar í Palestínu. Hvatti múftinn til uppreisnar gegn Bretum sem hófst 7. maí 1936 og stóð yfir í þrjú ár. Uppreisnin mistókst hrapallega. Að henni lokinni höfðu 50.000 manns verið fangelsaðir, 146 hengdir og 1.500 hús eyðilögð. Samfélag araba var lamað, efna- hagurinn í rúst og leiðtogar reknir úr landi eða flúnir. Síonistar tilheyrðu hinu vestræna stjórn- málakerfi og þekktu leikreglur þess vel. Árið 1939 ákváðu Bretar að draga mjög úr fjölda innflytjenda í svokallaðri hvítbók (e. white paper) þar sem stefna þeirra í Palestfnu kom loks opinberlega fram. Þar segir að Bret- ar hafi ekki lofað gyðingum sjálfstæðu ríki, að lögum verði að koma yfir landakaup gyðinga og að lokum að Palestína verði sjálfstæð eftir tíu ár með því skilyrði að arabar og gyðingar sameinist um stjórnina, sem þeir neituðu al- farið. Þar með var hvítbókin úr sögunni. Á ár- unum 1944-46 börðust síonistar hatramm- lega gegn stjórn Breta, m.a. í skæru- liða/hryðjuverkahópunum Stern, þarsem Yits- hak Shamir barðist, og Irgun, þar sem Menachem Begin barðist. Stjórn Breta lauk í febrúar 1947 eftir að síonistar sprengdu upp höfuðstöðvar þeirra og 91 maður lét lífið. Niðurlag Mikilvægt er að hafa í huga að ísrael er fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna og ber ábyrgð á þjóð- réttarlegum skuldbindingum sínum, meðal annars við Genfarsamningana. Rituð stjórnar- skrá er ekki til í ísrael og mismunun er ekki bönnuð með lögum. Ríkisborgararéttur byggist á trú borgaranna og jafnrétti manna fyrir lögum er þar af leiðandi óhugsandi. Andstaða og gagnrýni á stjórnvöld í ísrael jafngildir ekki andúð á gyðingum eins og oft er haldið fram. Hætta er á að afleiðingar síðustu vikna verði ekki síður alvarlegar fyrir gyðinga en araba og nú þegar berast fréttir af aukinni andúð og jafn- vel gyðingahatri. Vonlaust er að skapa skilyrði fyrir búsetu beggja þjóðanna nema að dregið verði úr óheft- um innflutningi fólks til ísraels með breytingu á lögunum um endurkomu frá 1950, hernáminu Ijúki og að nýjar byggðir innflytjenda verði fjar- lægðar frá Vesturbakkanum og Gaza. Þrátt fyr- ir harðræði þróast hið borgaralega samfélag og mörg frjáls félagasamtök hafa verið stofnuð, m.a. mörg samtök til að styrkja stöðu kvenna. Bandaríkjastjórn verður að endurskoða stefnu sína á svæðínu öllu. Hagsmunir innan- lands krefjast stuðnings við málstað gyðinga, en utanríkisstefnan krefst stuðnings við mál- stað araba. Með órofa stuðningi Bandaríkjamanna trúa stjórnvöld í ísrael því enn að hervæðing ríkisins og hernám milljóna Palestínumanna muni færa fólki þeirra öryggi og frið. Bandaríska þjóðin lætur rúmlega sex milljónum ísraela í té 3 millj- arða dollara á ári hverju. Israelar eru með tæpa hálfa milljón manna undir vopnum eða um 10% gyðinga í landinu. Ein milljón araba eru rík- isborgarar í ísrael, en njóta ekki réttinda sem minnihluti, og eru útilokaðir frá þátttöku í vöm- um landsins. ísrael er hervæddasta ríkið í Mið- Austurlöndum og þótt víðar væri leitað. Bandaríkjamenn hafa reynst óhæfir til að leiða þessa deilu til lykta. Leiðtogar Evrópu- sambandsins hafa loks látið málið til sín taka og hafa kanslari og utanríkisráðherra Þýskalands komið fram með skýrar tillögur. Þeir telja brýna þörf fyrir friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðun- um og Evrópusambandinu. Mál er að linni eftir fjögur stríð, sem hafa ógnað friði og öryggi i heimsbyggðinni allri. Lilja Hjartardóttir (f. 1960) er MA (stjórnmálafræði frá Háskól- anum í Cincinnati. Hún er verkefnisstjóri í félagsráðgjöf við Há- skóla íslands. Mynd og kort eru úr bókinni Arafat (Fjölvi, 1997).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.