Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 48
Sigurður A. Magnússon Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fertug Varla fer milli mála að eitt markverðasta skref I hægtvaxandi menningarsamstarfi Norðurlanda á liðinni öld hafi verið ákvörðunin um að efna til sameiginlegra bókmenntaverðlauna, sem kom til framkvæmda árið 1962. Vitanlega má um það deila hvort textar frá jafnsundurleitum menningarsvæðum og fyrirfinnast á Norður- löndum hafi einhver þau sameiginleg auðkenni sem réttlæti að talað sé um norrænar bók- menntir í sama skilningi og talað er um þýskar eða enskar bókmenntir, sem eru reyndar ákaf- lega rúm hugtök og ná yfir miklu víðara og fjöl- breytilegra svið en norræna hugtúnið er. Sömu- leiðis má spyrja hvort tilnefndar bækur hafi íöll- um tilvikum verið fulltrúar fyrir það besta sem fram kom í bókmenntum Norðurlanda ár frá ári. Endaþótt bókmenntalegar afurðir hinna ólíku menningarhópa - til dæmis Sama, Færeyinga og Grænlendinga annarsvegar, Dana og Finna hinsvegar - hafi sín sérstöku þjóðlegu og menningarlegu sérkenni, held ég megi greina ákveðna óglögga drætti sem þær eiga sameig- inlega: sterka tengingu við náttúrlegt umhverfi, áberandi söguvitund, undirliggjandi samfélags- lega umhyggju og tiltölulega óbrotið mynstur mannlegra samskipta. Að sjálfsögðu eru þess- ir þættir tjáðir og túlkaðir í margvíslegum bók- menntaformum, epískum, natúralískum, im- pressjónískum, expressjónískum, módernísk- um og póstmódernískum. Nefna má einnig töfraraunsæið, sem sagt er eiga upptök sín hjá suður-amrískum höfundum, en var alþekkt í ís- lenskum bókmenntum bæði fornum og nýjum (Eyrbyggja, Grettla, Sjálfstætt fólk). Flinsvegar er eftirtektarvert að norrænar bók- menntir hafa átt snöggtum minna gengi að fagna í hinum engil-saxneska heimi en mörg- um löndum Evrópu. í Bretlandi og Bandaríkjun- um hafa sárafáir af helstu höfundum Norður- landa eignast umtalsverða lesendahópa. Und- antekningar eru H.C. Andersen, Soren Kierkegaard, Selma Lagerlöf, Astrid Lindgren, Henrik Ibsen og Sigrid Undset (ásamt Martin Andersen-Nexo á kreppuárunum), á sama tíma og til dæmis þýskumælandi lesendur hafa frá fyrsta fari brugðist mjög vel við norrænum bók- menntum. Þetta er þeim mun merkilegra sem norrænar og engil-saxneskar þjóðir eiga æði- margt sameiginlegt, bæði á sviði tungumála, menningar og trúarbragða. Þaráofan eru fjöl- margir af íbúum Bandaríkjanna og Kanada af norrænum stofni. Eitthvað mun þetta vera að breytast á seinni árum, samanber nýlegar vin- sældir Sjálfstæðs fólks vestanhafs. Ekki endanlegur dómur Hvort hinir óglöggu sameiginlegu drættir í bók- menntum norrænu menningarsvæðanna end- urspeglast í bókum sem tilnefndar eru til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs er annar handleggur og ýmislegt sem bendir til að svo sé ekki í öllum tilfellum. Ennfremur er vafamál að bestu verkin hafi ævinlega verið valin til hinnar árlegu keppni. Meðþví mér er ekki full- kunnugt um þau mörgu merkilegu verk sem gefin hafa verið út á öðrum norrænum tungum síðustu fjóra áratugi, hlýt ég að takmarka mig við íslensk verk sem tilnefnd hafa verið. Fyrst af öllu verður að hafa hugfast að dóm- nefndin er skipuð einstaklingum með ólíkan menningarlegan, bókmenntalegan og pólitísk- an bakgrunn. Þeir hafa enga sameiginlega staðla eða leiðbeiningar þegar dæma skal verk- in sem fyrir þá eru lögð. Jafnvel þó þeir séu skipaðir í nefndina af pólitískum valdsmönnum og formlega megi Kta á þá sem fulltrúa stjórn- valda ( löndum sínum, þá eru þeir alls ekki skuldbundnirtil aðfylgja opinberri eða hálfopin- berri stefnu sömu stjórnvalda. Annað mál er hvort þeir geri það kannski á stundum eða að jafnaði. Árlega tilnefna Danir, Finnar, íslendingar, Norðmenn og Svíar tvær bækur til verðlaun- anna, en Færeyingar, Grænlendingar og Samar eina þegar svo ber undir. Til umfjöllunar hverju sinni eru því 10 til 13 bækur. Dómnefndin er skipuð 10 fastafulltrúum og einum til viðbótar frá hverju litlu málsvæðanna þegar bækur það- an eru tilnefndar. Almenna reglan er sú að dómnefndarmenn skuli lesa tilnefndar bækur opnum huga og koma til hins árlega fundar án fastmótaðra fyrirframskoðana, reiðubúnir að rökræða kosti og ágalla einstakra verka. Að sjálfsögðu hafa þeir myndað sér persónulegar skoðanir á bókunum sem þeir hafa verið að lesa, en umræðurnar og atkvæðagreiðslurnar, sem koma í kjölfar þeirra, eru líklegar til að tempra skoðanir þeirra, einkanlega þegar eftir- lætisbækur þeirra reynast hafa lítinn eða engan stuðning annarra nefndarmanna. í fyrstu at- kvæðagreiðslu leyfist nefndarmönnum ekki að greiða bókum frá eigin landi eða málsvæði at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.