Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 63
Óli Jón Jónsson: Mannabein tmm bls. 61 grafir. Ég sé manneskjur standa í hnapp yfir einni þeirra og signa sig. Konurgera krossmark á brjóst barnanna. Aðrir standa áiengdar og lúta höfði. Klukkan glymur. Hinum megin í dalnum standa nokkrar manneskjur og horfa í átt að uppsprettu hljóðsins með hendur á brjósti. Ég skynja að á þessari stundu er ómur klukkunnar ósýnilegur þráður sem tengir saman íbúa þessa litla dalverpis. Leiðin niður að ánni tók okkur ekki nema kannski korter - Ragnar sló ekki af. Þegar áin fór að sjást byrjaði Ragnar að tauta eitthvað við sjálfan sig - hvar værí best að fara yfir, þarna við steininn, já ætli það ekki, nei ætli það sé ekki þarna neðar. Svo benti hann út og suður. Mér leist ekki á blikuna. Það virtist vera mikið í ánni. Ég róaðist þó aðeins þegar ég áttaði mig á því að þetta var ekki Þjórsáin sjálf. Engu að síður fór um mig ónotahrollur. Það geríst reynd- ar ennþá í hvert skipti sem ég nálgast óbrúaða á. Einu sinni kom ég að jeppa úti í miðri jökulá uppi á hálendinu. Ég var þá þar á ferð í rútu með vinnufélögum. Okkur var sagt að daginn áður hefði ökumanninum tekist að keyra bílinn á kaf í ána en náð að bjarga sér, konu sinni og 5 ára dóttur upp á þak. Þar hefði fólkið þurft að híma í 8 klukkustundir áður en einhver kom að. Konan dó víst í fanginu á honum. Myndin af jeppanum í ánni hefur alltaf setið í mér. Þegar við nálguðumst ána varð slóðinn sífellt ógreinilegri, rann bókstaflega út í sandinn. Það var alls ekki greinilegt hvar vaðið lá. Þegar við komum nær ánni hægði Ragnar ferðina og skrúfaði niður rúðuna sín megin. Hann stakk hausnum út og var greinilega að hlusta. Við hin- ir bærðum ekki á okkur. Skyndilega kippti hann höfðinu aftur inn og skrúfaði með látum upp rúðuna: - Þetta er ekki neitt neitt, sagði hann um ieið og hann gaf hressilega í - haldiði ykkur bara fast. Trukkurinn tók viðbragð og svo hentumst við þetta náði ég líka að slaka aðeins á. Einhverra hluta vegna hafði ég tilhneigingu til að treysta Úlfi. Hann var bara þannig - traustur. Þegar við vorum komnir upp á bakkann hin- um megin snarstoppaði Ragnar og sneri sér við í sætinu. Hann var eldrauður í framan: - Alles in Ordnung? gjammaði hann og brostí þannig að maður sá allar framtennurnar uppi í honum. Þá skellihló Úlfur. Ég hló líka en tókst örugglega ekki að sannfæra neinn. Á sama tíma gat ég heyrt minn eigin hjartslátt. Stúdentinn hló ekki. Honum var ekki skemmt. Ragnari varð litið á hann og um leið dó brosið á vörum hans: - Þetta var nú bara smáspræna, sagði hann í afsökunartón. - Við skulum halda áfram, sagði stúdentinn þá þurrlega. Hann var alltaf jafnþurr. Við námum staðar og stigum út. Það var að hlýna og sólin var komin hátt á loft. Líklega var hádegið liðið hjá. Ragnar bað mig að hjálpa sér að snara dótinu af pallinum. Ég tók tvær skófl- ur og reiddi þær um öxl. Ragnar tók hakann og þriðju skófluna. Hínir tíndu út ýmislegt smádót úr bílnum. Úlfur spennti á sig litinn bakpoka. Hann var búinn að kveikja sér í pípunni. Ég sá að stúdentinn teygði sig undir bekkinn og náði þar í stóran vöndul sem mér sýndist vera strigapokar. Hann hélt á vöndlinum undir annarri hendinni en í hinni hélt hann á lltilli brúnni leðurtösku. Svo gengum við af stað. Ragnar fór fyrir hópnum eins og venjulega. Úlfur og Stúdentinn gengu hlið við hlið og ég fylgdi í humátt á eftir þeim. Þeir ræddu eitthvað sín á milli en ég greindi ekki orðaskil. Af forvitni greikkaði ég sporið. - Hér hafa stjórnvöld ekki sýnt neina viðleitni svo heitið geti, heyrði ég stúdentinn segja þeg- ar ég nálgaðist þá - það vantar þó ekki viljann hjá þingmönnum. Ég held að allir sem hugleiða málið sjái hve brýnt er að ganga í þetta og það sem fyrst. Það var greinileg gremja í röddinni. Hún var nú aftur orðin mjó. Við gengum smástund í þögn. Landið var al- gert berangur, ekkert nema vikur og sandur og varla að finna stingandi strá. Einkennilegt mist- ur var í lofti. Svo byrjaði hann aftur að tala og nú ákveðnar: - Þetta er allt sama meðalmennskudýrkunin. Við þurfum menn sem þora að taka ákvarðanír. Allir málsmetandi menn í hinum siðmenntaða heími eru sammála um að þetta er nauðsyn- legt. Og ekki vantar að menn hafi vísindalegu rökin fyrir framan sig. Ég hef reynt að benda mönnum hér á Bandaríkin og þann góða árang- ur sem þessar aðferðir hafa boríð þar. Menn hljóta að fara að átta sig. Hann lækkaði róminn aftur: - Ég hef líka reynt að vekja athygli manna hér á því að með nýjustu tækni er þetta (raun allt orðið sáraeinfalt. Aðgerðirnar eru jafnvel al- gerlega án óþæginda. Það er jafnvel farið að gera þetta með geislum, án þess að súbjektið verði þess vart. Það þarf ekki einu sinni að vita af því. Það þurfti auðvitað ekki að sannfæra Úlf. áfram og út í ána. Vatnsgusurnar gengu yfir bíl- inn og buldu á rúðunum. í fyrstu var eins og húddið væri á kafi. Stúdentinn bar aðra höndina fyrir sig og spyrnti með hægri fæti í mælaborð- ið, hélt um hattinn með hinni höndinni. Ég sá á vangasvipnum að hann var skíthræddur. Mér fannst eitthvað spaugilegt við það, þótt ég væri sjálfur máttlaus af skelfingu. Þegar við vorum í miðri ánni varð mér litið á Úlf. Hann sat beinn í baki og hélt með báðum höndum í bekkinn. Um varir hans lék bros og þegar augu okkar mættust rak hann upp skellihlátur, Honum var skemmt, hann var greinilega alveg óttalaus. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.