Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 38
sjóða niður í eitt orð á arabísku, orðið „maleesh" sem merkir „það má einu gilda". Ástralir tóku öllu íþróttamannlegri afstöðu til viðskiptanna en Marokkóbúar. Starfsmenn verðbréfadeildarinnar voru nær allir á aldur við keppnisíþróttafólk, þ.e. á milli tvítugs og þrí- tugs. Eftir þann aldur eru verðbréfasalar farnir að tapa snerpunni og því ofurmannlega atgervi sem til þarf í hringnum, eins og fyrrverandi starfsmaður deildarinnar sem fengið hafði þjálf- arastöðu komst að orði. Verðbréfaviðskipti við stærstu kauphallir heims áttu sér stað á nótt- unni vegna þess tímamismunar sem er á milli Ástralíu og Bandaríkjanna sem gerði starfið enn meira krefjandi. Undantekn- ingar frá þessari reglu urðu einnig á vegi Kennedys. Þannig var kona ein um fer- tugt ein helsta stjarnan innan afleiðuvið- skiptanna, sem er þungavigtardeild inn- an kauphallarinnar þar sem spáð er fram í tímann um þróun verðlags á vörum og verðbréfum. Fyrir þann frama varð hún að fórna hjónabandi sínu. Vinnan átti all- an hennar tíma og eiginmanninum gekk erfiðlega að glíma við þá nýju stöðu sem upp var komin. Eiginkona hans þénaði margföld mánaðarlaun hans. Græðgi og ótti voru það sem helst ein- kenndi Singapore að mati eins viðmælenda Kennedys. Singapore hafði á undraverðan hátt verið breytt úr örbirgðarsamfélagi í fjármá- laundur á 30 ára tímabili. Árangurinn mátti að miklu leyti þakka þeim ströngu reglum sem höfðu verið settar innan samfélagsins. Góður og gegn Singaporebúi á að helga sig vinnunni, vera afkastamikill og arðsamur. Samhliða stolti yfir þeim árangri sem Singaporebúar höfðu náð blundaði ótti. Óttinn við að missa það sem þeim hafði hlotnast og nagandi skylduræknin gagnvart reglusamfélaginu. Eltingaleikurinn við peningana er nátengdur þörfinni fyrir staðfestingu á sjálfsmynd okkar, segir Kennedy. Við notum peninga til þess að sýna hvaða árangri við höfum náð og hvers við erum megnug. Peningaeign gefur okkur aukin tækifæri á að njóta veraldlegra gæða og færir okkur fyrirheit um að jarðvist okkar fái meiri merkingu. Erfitt getur þó verið að öðlast þá lífs- fyllingu þar sem þörfin fyrir meira virðist alltaf blunda í manninum. Ríkidæmi byggist á inn- byrðis samanburði, alltaf verður til einhver sem hefur áskotnast meira fé. Af ferð Douglas Kennedys má sjá að markaðs- og kauphallar- kerfi að fyrirmynd Bandaríkjanna hafa víða skot- ið rótum og borið með sér ný viðhorf. Islend- ingar hafa ekki farið varhluta af þessari alþjóð- legu þróun en Verðbréfaþing íslands var stofn- að hér árið 1985. Almenningur kynntist fyrir- bærinu þó ekki fyrr en á 10. áratug síðustu ald- ar. Athyglisvert er í Ijósi þessa að skyggnast aftur í tímann um 90 ár þegar fulltrúi banda- rískrar heimsmyndar var staddur hér á landi á árunum 1912-1915 og íslendingar voru í frum- bernsku viðskiptaþekkingar sinnar. Heilræði fyrir unga menn í verzl- un og viðskiptum „Ef íslendingar ætla að festa viðskiftasambönd við Ameríku, þá skal þeim bent á það, að Am- eríkumenn eru eldri en tvævetrir sem viðskifta- menn, eru hundkunnugir verðlagi öllu á heims- Chart: Basic- Moving Averaga- Techriical Analvsis- IntraDav - Detailed markaði og láta tæpast gabba sig í kaupum og sölu."2 Með þessum orðum ræður hinn þýskættaði George FI.F. Schrader heimóttarlegum Islend- ingum heilt í alþjóðaviðskiptum árið 1913. Schrader dvaldist hér á landi síðustu æviár sín eftir að hafa átt árangursríkan feril sem upp- finninga- og kaupsýslumaður í New York. Með- an á dvöl hans stóð gaf hann meðal annars út rit sem nýst gæti þátttakendum á atvinnumark- aði til að rata torsóttan slóða verslunar og við- skipta. Bókin nefndist Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiptum og var samansafn heil- ræða sem Schrader hafði tekið saman og byggðist á reynslu hans úr viðskiptalífi New York borgar. í bókinni er að finna nokkur af þeim undirstöðuatriðum sem enn eru í gildi í fyrirtækjamenningu nútímans, eins og t.d. kröf- una um starfsframa, langan vinnudag og hóp- vinnu. Schrader setti kröfuna um starfsframa í við- skiptalífinu fram á eftirfarandi hátt: „Ef þú átt völ á stöðu, sem gefur þér tækifæri til að læra eitthvað og komast áfram, þá er sú staða arð- samari, þó hún byrji með lágu kaupi, heldur en vel launuð staða með engum framtíðarmöguleikum."3 í orðun- um felst ein af æðstu dyggðum nútímans, að lífið sé tröppugangur upp metorðastiga atvinnulífsins. Þannig kallast orð Schraders á við kröfu kauphallarmannanna að líta beri á æviferil manns sem leikk- erfi alsett markmiðum sem stefnt skuli að. Mikið er á sig leggjandi til þess að ná þeim markmiðum. í orðum Schraders er tilvonandi starfsmaður sérstaklega beðinn um að gæta að því hvort stigi fyrir metorðaklifur sé örugglega til staðar í því fyrirtæki þar sem hann hefur störf. Þær ofurhetjur kauphallarinnar sem urðu á vegi Douglas Kennedys unnu 16-17 tíma á degi hverjum. Þar má sjá þá rfku kröfu að starfsmaður helgi sig atvinnu sinni og geri sitt eigið líf að lífi fyrirtækisins. Boðorðið um lang- an vinnudag er að finna hjá Schrader þar sem hann segir: „Unglingurinn sem aðeins í lok starfstímans gætir að, hvað klukkunni líður, kemst aldrei áfram, en sá sem keppist við klukkuna allan daginn og gætir vel að hvað tím- anum líður, nema þegar á að fara að hætta - því þá gefur hann sér ekki tíma til þess - sá maður á vísa framtíð fyrir höndum sér."4 Þessi óskrif- aða regla hefur getið af sér andmynd, eins kon- ar fyrirtækjalegt samviskubit, en fjöldi fyrir- tækja hefur verið skilgreindur sem fjölskyldu- vænn. Oftar en ekki felst sá vænleiki í því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.