Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 33
skrautlegri mynd eftir næstu kosningar. Höfuð- borginni er haldið í gíslingu gamalla gilda og enginn hefur þor til að viðurkenna að stuðning- ur við byggð í öllum Krummavíkum og Skuðs- fjörðum landsins sé kannski frekar sögulegur misskilningur heldur en söguleg nauðsyn. Sveitunum, hinum einu sönnu „gettóum" ís- lands, þar sem tíminn er ennþá stilltur á 1952 og rollugreyin þurfa enn að hírast í illa ryðguð- um og hriplekum þriðja-heims-bröggum (í öll- um öðrum greinum væri búið að taka af mönn- um leyfið til að stunda „matvælaframleiðslu" í slíkum fúahjöllum) og annar hver bóndi býr undir fátæktarmörkum; öllu þessu er haldið í gíslingu hins eilífa Framsóknarflokks sem ör- lögin hafa ákveðið að munu eiga hér ráðherra næstu þrjú hundruð árin, þegar atkvæðavægið verður loksins leiðrétt að fullu. ( sjávarútvegs- málum hefur deilan um kvótakerfið koðnað nið- ur f „sögulega sátt" þar sem karpað er um upp- hæðir og tölur fremur en pólitíska grundvall- arafstöðu. Og á meðan heilum vetrarönnum af spjall- þáttum vindur fram hefur þróast hér neðanjarð- arsamfélag skipað ódýru erlendu vinnuafli, án þess að nokkur tæki eftir því, án þess að nokk- ur skipti sér af því og án þess að svo mikið sem Hallgrímur Helgason: Vinstra megin við Washington tmm bls. 31 ein rödd úr hópi þess stritandi fólks næði upp á yfirborðið. Án þess að nokkur væri látinn vita hefur verið skipt um undirstöður þjóðfélags okkar: Erfiðustu, lægstlaunuðu og leiðinleg- ustu störf þjóðfélagsins eru unnin af tals- mannslausum öreigum annarra landa. Án þeirra myndi okkar fína þjóðfélag hrynja strax á morgun. Kannski er það þess vegna sem við viljum helst ekki vita af þeim. Ég lít hér útum gluggann hjá mér: í kexverksmiðjunni handan við portið standa 14 tælenskar konur við færi- band og raða ofan í okkur kremkexinu. Og ég spyr: Hvað ætli þær muni kjósa næsta vor? Svarið er önnur spurning: Ætli þær viti hvað orðið „kosningar" þýði? Eina raunverulega verkefni „vinstri-manna" dagsins í dag liggur utan tungumáls þeirra. Stjórnmálaflokkar hafa ekki áhuga á fólki sem ekki hefur kosningarétt. Vinstri-maður dagsins í dag er gamall mennt- skælingur sem skælir sínum menntuðu tárum á torgum, yfir örlögum fjarlægra þjóða, óréttlæti þriðja heimsins, en er ekki tilbúinn að fórna þó væri nema þremur lítrum af bensíni úr Skodan- um sínum, Toyotunni sinni, Land-Cruisernum sínum, „í þágu þeirra sem verst eru staddir í þjóðfélaginu". Hann biður um kvöldmatinn sinn úr kjötborðinu í Nýkaup og Hagkaup og fer svo útí horn til að blóta Bónus-feðgum á laun áður en hann heldur að kassanum þar sem hann hneykslast á því í hljóði að kassadaman skuli ekki tala íslensku. Kemur svo heim og sér allt í drasli, óþvegið og óskúrað, og hringir í sína fil- ippeysku heimilishjálp (og borgar henni lág- markslaun í svörtu) svo hann geti eytt kvöldinu á notalegan hátt; fyrir framan tölvuna við að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum. Hann er laumufarþegi nýja hagkerfisins, því daginn eftir heldur hann áfram að andskotast út í guðföður þess með vinnufélögum sínum: Davíð þetta og Davíð hitt. Vinstri-mennska dagsins er útvötnuð sýndar- mennska. Líkaminn er fyrir löngu búinn að gef- ast upp fyrir „markaðsþjóðfélaginu" þó djúpt í sál hans sitji samviskan enn á sellufundi. Vinstri-mennska dagsins er gamall kækur. I reynd erum við öll orðin mishraðfara og hæg- fara hægri-menn. Menn kalla sig ennþá vinstri- menn vegna þess að þeir voru þar í mennta- skóla. Það hefur sömu merkingu og frasinn: „Ég var og verð MH-ingur" eða „Ég hef alltaf haldið með Fram". Skipun okkar í þessa tvo pólitísku flokka er háð þörfinni fyrir að tilheyra ekki „hinum". Sjalkonurnar sem versla í Kirsu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.