Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 26
um sem komíð var á fyrir tilstilli Evu Perón, fyrri konu Juans Peróns. Þeir eru líka til sem segja að það hafi einfald- lega verið tilkoma grammófónsins sem ruddi vinsældum tangósins veg. Árið 1917 söng Car- los Gardel inn á sína fyrstu tangóplötu og er óhætt að fullyrða að enginn einn hafi átt jafn- mikinn þátt í vinsældum tangósins og hann. Hann mun hafa sungið hátt í þúsund lög á hljómplötu og leikið í sjö kvikmyndum áður en hann fórst í flugslysi árið 1935, 45 ára gamall. Dauði hans olli þjóðarsorg í Argentínu. Allnokkr- ir aðdáendur frömdu sjálfsmorð og enn í dag heimsækir mikill fjöldi manns gröf hans árlega. Fleiri tónlistarmenn og söngvarar hafa lagt sitt af mörkum til velgengni og áframhaldandi þró- unar tangósins, svo sem fiðluleikarinn Julio De Caro (1899-1980), bandóneónleikarinn Os- valdo Fresedo (1897-1984), píanistinn Osvaldo Pugliese (1905-95) og söngvararnir Mercedes Simone (1904-90), Susana Rinaldi, Julio Sosa (1926-64) og Roberto Goyeneche (1926-94). Með tímanum hefur þróast bæði sérstakur hljómsveitar- og söngstíll sem sækir sér áhrif í ítalska „bel canto" stílinn. Ekki verður heldur komist hjá því að nefna aftur nafn tónskáldsins og bandóneónleikarans Astors Piazolla (1921-1992) sem upp úr 1950 olli byltingu í þróun tangótónlistar með því sem hann kallaði „Nuevo Tango" eða nýja tangóinn og var undir miklum áhrifum frá bandarískum djassi. Enda Piazolla að hluta til alinn upp í New York. Tangóinn er enn að þróast og áhrif hans ná með margvíslegum hætti inn í nær allar list- greinar. Þegarfarið var í vaxandi mæli að syngja texta við tangólög varð það mörgum skáldum að in- spírasjón, bæði til að yrkja tangótexta en einnig í víðtækari skilningi. Jafnvel tónskáld utan Argentínu hafa sótt efnivið í smiðju tangósins. Bandaríski hljóm- sveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bern- stein (1918-90) lék sér meðal annars með tangó í söngleiknum Candide (1956) sem byggður var á hinu klassíska verki Voltaires. Og eitt af merkari tónskáldum póstmódern- ismans, Rússinn Alfred Schnittke (1934-98), hefur einnig fléttað tangó inn í eitt verka sinna, 3. strengjakvartettinn. Rétt eins og djassinn hefur tangóinn ratað inn í nútíma listdans. Meðal athyglisverðari at- burða á Listahátíð er t.d. heimsókn argentínska danshópsins El Escote undir stjórn danshöf- undarins Roxönu Grinsteins, sem er í hópi helstu danshöfunda Argentinu um þessar mundir. Hópurinn mun sýna tvo dansa, „Cenizas de tango" (aska tangósins) og siðan verðlauna- dansinn „El Escote" sem hópurinn dregur nafn sitt af og líkt hefur verið við súrrealiskt skúlptúrverk eftir Max Ernst. Væntanlega fá áhorfendur að kynnast þarna öllum tilbrigðum tangósins, frá frumtangónum til listdansformsins. Þeir munu eflaust einnig fá að kynnast þeim spéskap sem svo mjög einkennir argentínskar bókmenntir og listir, en jafnvel líka pólitískri gagnrýni. Ertu horfin út í bláinn ... Það eru eflaust til milljón skilgreiningar á tangó. Hann er að sjálfsögðu dans, músík og Ijóðlist. Einn af þekktari tangósöngvurum og textahöfundum 4. áratugarins, Enrique Santos Discepolo, sagði einfaldlega að tangóinn væri „tregablandin hugsun sem hægt væri að dansa". Hér að framan hefur verið vikið að því að tangóinn túlki tilfinningar hins rótlausa manns sem hvergi á heima. Þessi tilfinning birtist Ijós- lega í eftirfarandi línum úr söngnum „Manana zarpa un barco": Á morgun siglir skipið mitt og kemur aldrei aftur. Ég skal hvísla nafnið þitt úti við sjónarrönd, og segja svölum öldunum frá minningunni um þig. Við skulum stíga þennan tangó, því ekki vil ég gráta þig. Á morgun siglir skipið mitt. En það má allt eins skilgreina tangóinn sem verslunarvöru, eða þá sem pólitíska heimspeki og sögu eins og hér hefur verið gert að fram- an. I þessum anda hefur fræðikonan Marta E. Savigliano skrifað heila bók sem heitir Tango and the Political Economy of Passion: From Exotism to Decolonization. Þar fjallar hún meðal annars um tengslin milli karlrembu og nýlendustefnu. Niðurstaða hennar er sú að ætli maður að losna undan oki vestrænnar heimsvaldastefnu verður maður að „afskóla" sig á vitrænan hátt, með öðrum orðum gleyma öllum þeim for- dómum sem vestrænum þjóðum hafa verið innrættir síðustu aldirnar. Þeir eða þau sem sköpuðu tangóinn á 19. öld og dönsuðu í vændishúsum Buenos Aires- borgar voru auðvitað hvorki að velta fyrir sér heimspeki eða djúpstæðri greiningu á því sem lá að baki atferli þeirra í dansinum. Þau stjórnuðust fyrst og fremst af holdleg- um fýsnum. ( því samhengi er tangó eins og fleiri dansar ekkert annað en ritúal - karl eða jafnvel karlar að gera sig til fyrir konu. Elstu útgáfur tangós sýndu jafnvel tvo „hana" berjast á táknrænan hátt um „hænuna" en einnig samband dólgsins við melluna, það er að segja sambandið milli kúgarans og hinnar undirokuðu, dans kattarins við músina. í víðara samhengi má segja að þetta sé einmitt sá tangó sem nýlenduherrarnir döns- uðu fyrr á öldum við indjánana, þrælana og fá- tæka innflytjendur frá Evrópu. Og dansa enn! Það er eins og þetta forna ákall höfðingja Powhatan indjána geti eins verið ákall þriðja heimsins í dag: Ég hef séð tvær kynslóðir þjóðar minnar deyja ... Ég þekki muninn á stríði og friði betur en nokkur annar í landi mínu. Af hverju verðið þið að taka með valdi það sem þið getið svo hæglega fengið með vinsemd. Af hverju viljið þið tortíma okkur sem sjáum ykkur fyrir fæði? Hvað vinnið þið með stríði? Hvers vegna hatið þið okkur? Við erum óvopnaðir og tilbúnir að gefa ykkur það sem þið óskið, bara ef þið kom- ið sem vinir ...4 Varla er frekar hlustað nú en þá. Því skal minnt á orð Stephans G. Stephanssonar: „...valdið fellur æ á sínum eigin sigrum samt að lokum". Tilvísanir 1 Vitnað í Howard Zinn, A People's History of the United States, (The New Press, New York 1997) s. 3. 2 Tilvitnun sótt í James Wilson, The Earth Shall Weep: A History of Native America, (Grove Press, New York 1998) s. 36. 3 „Brot úr ferðasögu Þórðar Diðrikssonar frá ís- landitil Utah 1855-56" í Almanak fyrirárið 1920, (Ólafur S. Thorgeirsson, Winnipeg 1919) s. 66 4 Tilvitnun sótt í Howard Zinn, The Peopie's Hi- story of the United States, s. 13. Að auki er stuðst við: David Rock, Argentina, 1516 -1987: From Span- ish Coionization to Alfonsin, (University of Cali- fornia Press, Berkley 1989). Marta E. Savigliano, Tango and the Political Economy of Passion: From Exotism to Decolon- ization, (Westview Press 1994). Vigfús Geirdal (f. 1948) er sagnfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður f ReykjavíkurAkademfunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.