Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 20
Vigfús Geirdal Tangó Argentínó Heitar ástríður, frelsisbarátta og hin svarta saga nýlendustefnunnar Argentínskur tangó er tregasöngur heillar heimsálfu. Hann er ferð Ódiseifs gegnum ótelj- andi raunir, helför tugmilljóna manna. Hann segir frá rótlausu fólki, draumum sem urðu að martröð. Hann birtir í senn þrá eftir óheftu frelsi og viðleitni til að hemja þessa frelsislöngun. I tangó er ekkert sem sýnist. Sá sem á yfirborð- inu hefur völdin hefur þau ekki. Sú sem er und- irgefin stýrir í raun ... Eitthvað á þessa leið komst chilensk vinkona mín í Lundi í Svíþjóð eitt sinn að orði þegar hún reyndi árangurslaust að vekja áhuga minn á að dansa tangó. i sjálfu sér hefði ég svo gjarnan viljað geta dansað tangó. Það var bara eitt í veginum. Mér var ómögulegt að sjá mig, heldur luralegan ís- lending, sýna það machismó sem sæmdi góð- um tangódansara. Orð hennar um inntak þessa dulmagnaða dans hafa engu að síður leitað á mig allar götur síðan. Þegar hnattveeðingin byrjaði Þetta byrjaði allt saman árið 1492. Fólkið flykkt- ist hálfnakið niður að ströndinni til að fagna bleiknefjunum sem komu á þessum undarlegu og stóru fleytum. Eftirá skrifaði foringi komu- manna, Kristófer Kólumbus, meðal annars svo um þennan atburð í dagbók sína: Þeir... færðu okkur páfagauka og baðmullar- hnykla og spjót og fjölmarga aðra hluti, sem þeir létu í skiptum fyrir glerperlur og skjald- bökuskeljar. Þeir vildu glaðir skipta öllu sem þeir áttu.... Þeir voru vel vaxnir, fagurlimaðir og fríðir sýnum. ... Þeir bera ekki vopn og þekkja þau ekki, því að ég sýndi þeim sverð, þeir tóku í fávísi sinni utan um egg þess og skáru sig. Þeir þekkja ekki járn. Spjót þeirra eru gerð úr reirstöngum ... Þeir yrðu góðir þrælar. ... Þótt við værum aðeins fimmtíu talsins þá gátum við hæglega yfirbugað þá alla og látið þá gera hvað sem við vildum.1 Þrælar og svo gull voru Kólumbusi efst í huga þegar hann steig á land og var boðinn vel- kominn af vinsamlegu fólki sem var þeim Kól- umbusi jafn framandi og þeir voru því. Svona hófst heimssagan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.