Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 22
settust þar að við ströndina. Landnám Breta og Frakka í Norður-Ameríku hefst hins vegar ekki fyrr en á 17. öld. Verulegur skriður á flutninga múgafólks kemst þó fyrst og fremst í upphafi 19. aldar. Einkum er það þó eftir afnám þrælahalds um 1860 sem vesturferðir frá Evrópu fara að kom- ast í hámæli. Á milli 1800 og 1930 munu um 50 milljónir Evrópubúa hafa flust til Suður- og Norður-Am- eríku, bróðurparturinn reyndar til Bandaríkj- anna. Þótt aðbúnaðurinn í neðstu far- rýmum vesturferðaskipanna væri hátíð hjá því sem verið hafði í þrælaskipunum þá var hann engu að síður skelfilegur. Þórður Diðriks- jafnt sem þrælaverslunina frá Afríku verður að skilja í sam- hengi við nýlendu- og heims- valdastefnu þróuðustu Evr- ópuríkjanna og hið efnahags- lega samspil milli nýlendn- anna og „móðurlandanna". Hagnaðurinn af hrávörun- um frá nýlendunum leiddi vissulega til efna- hagslegra og tæknilegra framfara en líka til meiri fólksfjölgunar í Evrópu en áður voru dæmi um. Þetta var í rauninni meiri fólksfjölgun en hin kapítalíska efnahagsþróun Evrópu réði við og þá reyndust nýlendurnar, einkum í „nýja heim- inum" tilvalinn öryggisventill til að koma í veg fyrir öngþveiti og byltingar í þeim „gamla". Landnám Evrópumanna í vesturálfu hófst í nokkrum mæli fljótlega eftir „fund" Kólumbus- ar. í fyrstu voru það Spánverjar og svo Portú- galar sem tóku að setjast að í Suður- og Mið- Ameríku. Frá upphafi 16. aldar og fram á miðja 17. öld flutti hálf milljón Spánverja og um 350 þúsund svartra þræla til nýlendna Spánverja í Ameríku. Alls voru hátt á fjórðu milljón svartra þræla fluttar til Brasilíu og all miklu færri Portúgalar fyrsti íslendingurinn sem fór vestur, lýsir þannig ástandinu þegar það var sem verst um borð í skipinu sem hann sigldi með vestur um haf veturinn 1856: Það dóu þrír og fjórir á hverjum sólarhring, og sá eg oft á morgnana að verið var að sauma léreft utan um þá sem andast höfðu um nótt- ina áður; einnig fann eg nályktina af þeim, og hryllti mig mjög við því, þar eð eg hugsaði þá til sjálfs mín, að eg mundi innan skams verða í sömu kringumstæðum, og verða etinn af sömu skepnum á botni hafsins og hinir samferða- menn mínir, sem varpað var fyrir borð á hverj- um degi.3 Fjórir deildu rúmi með Þórði. Siglingin frá Liverpool til New York tók 70 daga. „Ein kona týndist af skipinu, viljandi eða óviljandi." Alls misstu 50 manns lífið í þessari siglingu. Það er því óhætt að fullyrða að hundruð þús- Þessar skelfilegustu helfarir mannkynssög- unnar, á hendur Afríkumönnum og frumbyggj- um vesturálfu, gera þá herferð sem Adolf Hitler stýrði á hendur Gyðingum nánast að barnaleik. Svo fáránlegt sem það nú er að stunda saman- burðarfræði í þessum efnum. Það er kaldhæðnislegt að í allri þeirri áherslu sem hinn vestræni heimur leggur á að for- dæma helför Gyðinga (Sígaunar eru sjaldnast taldir með) þá er stutt í þann rasisma að það hafi verið allt í lagi að fækka „villimönnum" fyrr á öldum. Gyðingarnir hafi aftur á móti verið sið- menntað Evrópufólk rétt eins og „við". Sjálfstsett fólk heldur í vesturveg Flutningur evrópsks alþýðufólks til vesturálfu er allt annað en fögur saga. Þ e s s a miklu þjóð- f lutninga unda evrópskra vesturfara lifðu það aldrei að sjá fyrirheitna landið og fleiri til viðbótar voru svo veiklaðir eftir sjóferðina að þeir létust skömmu eftir að þeir komu í land. Paradísarheimt Landfræðileg mörk milli Suður- og Norður-Am- eríku eru sögð liggja milli landamæra Kólumbíu og Panama (stundum er miðað við Panama- skurð). En að mörgu leyti væri eðlilegra að miða skiptinguna með hliðsjón af menningu eins og hún birtist í hugtökunum Rómanska Ameríka og Engilsaxneska Ameríka. Þannig yrðu Mexíkó og ríki Mið-Ameríku hluti af Suður- Ameríku eins og ég hygg að þessi lönd séu í hugum flestra. Miklar andstæður einkenna Suður-Ameríku. Stór hluti landsins liggur í hitabeltinu en syðsti hlutinn, Eldlandið, er nánast heimskautasvæði. Eftir vestanverðri álfunni liggur Andesfjallgarð- urinn en þarna er líka láglendi á borð við Amazon, mesta regnskógasvæði heimsins. Jurta- og dýralíf er óvíða eða hvergi auðugra en í Suður-Ameríku. í regnskógum Brasilíu finnast einar 40 þúsund gróðurtegundir og 15 þúsund í Ekvador. í Suður-Ameríku lifa fleiri fiskar, fuglar og fiðrildi en annars staðar á jarðríki. Þar munu vera hvorki fleiri né færri en 3000 fuglategund- ir og hartnær jafnmargar tegundir fiska. Það er því varla furða þótt spænsku kon- kvistadorarnir teldu sig vera komna í Paradís. Suður-Ameríka er ekki síður auðug að náttúru- auðlindum. í álfunni finnst mikið magn af næst- um öllum helstu málmum. Brasilía er til að mynda járnauðugasta land veraldar. Gífurlegt magn finnst einnig af olíu og gasi í Venezúelu, Amazonsvæðinu, Kólumbíu og Ekvador. Miklir möguleikar eru líka fyrir hendi í virkjun vatnsafls til orkuframleiðslu. Það hefði því mátt ætla að það ríkti velmeg- un meðal hinna 330 milljón íbúa sem búa í þessum heimshluta. Svo er þó ekki, Suður-Am- eríka er hluti þriðja heimsins, þótt staða hennar sé samt öllu betri en Afríku og fátækustu Asíu- ríkja. Vergar þjóðartekjur Suður-Ameríku eru ekki nema 3,3% af tekjum heimsins meðan Banda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.