Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 22
settust þar að við ströndina. Landnám Breta og Frakka í Norður-Ameríku hefst hins vegar ekki fyrr en á 17. öld. Verulegur skriður á flutninga múgafólks kemst þó fyrst og fremst í upphafi 19. aldar. Einkum er það þó eftir afnám þrælahalds um 1860 sem vesturferðir frá Evrópu fara að kom- ast í hámæli. Á milli 1800 og 1930 munu um 50 milljónir Evrópubúa hafa flust til Suður- og Norður-Am- eríku, bróðurparturinn reyndar til Bandaríkj- anna. Þótt aðbúnaðurinn í neðstu far- rýmum vesturferðaskipanna væri hátíð hjá því sem verið hafði í þrælaskipunum þá var hann engu að síður skelfilegur. Þórður Diðriks- jafnt sem þrælaverslunina frá Afríku verður að skilja í sam- hengi við nýlendu- og heims- valdastefnu þróuðustu Evr- ópuríkjanna og hið efnahags- lega samspil milli nýlendn- anna og „móðurlandanna". Hagnaðurinn af hrávörun- um frá nýlendunum leiddi vissulega til efna- hagslegra og tæknilegra framfara en líka til meiri fólksfjölgunar í Evrópu en áður voru dæmi um. Þetta var í rauninni meiri fólksfjölgun en hin kapítalíska efnahagsþróun Evrópu réði við og þá reyndust nýlendurnar, einkum í „nýja heim- inum" tilvalinn öryggisventill til að koma í veg fyrir öngþveiti og byltingar í þeim „gamla". Landnám Evrópumanna í vesturálfu hófst í nokkrum mæli fljótlega eftir „fund" Kólumbus- ar. í fyrstu voru það Spánverjar og svo Portú- galar sem tóku að setjast að í Suður- og Mið- Ameríku. Frá upphafi 16. aldar og fram á miðja 17. öld flutti hálf milljón Spánverja og um 350 þúsund svartra þræla til nýlendna Spánverja í Ameríku. Alls voru hátt á fjórðu milljón svartra þræla fluttar til Brasilíu og all miklu færri Portúgalar fyrsti íslendingurinn sem fór vestur, lýsir þannig ástandinu þegar það var sem verst um borð í skipinu sem hann sigldi með vestur um haf veturinn 1856: Það dóu þrír og fjórir á hverjum sólarhring, og sá eg oft á morgnana að verið var að sauma léreft utan um þá sem andast höfðu um nótt- ina áður; einnig fann eg nályktina af þeim, og hryllti mig mjög við því, þar eð eg hugsaði þá til sjálfs mín, að eg mundi innan skams verða í sömu kringumstæðum, og verða etinn af sömu skepnum á botni hafsins og hinir samferða- menn mínir, sem varpað var fyrir borð á hverj- um degi.3 Fjórir deildu rúmi með Þórði. Siglingin frá Liverpool til New York tók 70 daga. „Ein kona týndist af skipinu, viljandi eða óviljandi." Alls misstu 50 manns lífið í þessari siglingu. Það er því óhætt að fullyrða að hundruð þús- Þessar skelfilegustu helfarir mannkynssög- unnar, á hendur Afríkumönnum og frumbyggj- um vesturálfu, gera þá herferð sem Adolf Hitler stýrði á hendur Gyðingum nánast að barnaleik. Svo fáránlegt sem það nú er að stunda saman- burðarfræði í þessum efnum. Það er kaldhæðnislegt að í allri þeirri áherslu sem hinn vestræni heimur leggur á að for- dæma helför Gyðinga (Sígaunar eru sjaldnast taldir með) þá er stutt í þann rasisma að það hafi verið allt í lagi að fækka „villimönnum" fyrr á öldum. Gyðingarnir hafi aftur á móti verið sið- menntað Evrópufólk rétt eins og „við". Sjálfstsett fólk heldur í vesturveg Flutningur evrópsks alþýðufólks til vesturálfu er allt annað en fögur saga. Þ e s s a miklu þjóð- f lutninga unda evrópskra vesturfara lifðu það aldrei að sjá fyrirheitna landið og fleiri til viðbótar voru svo veiklaðir eftir sjóferðina að þeir létust skömmu eftir að þeir komu í land. Paradísarheimt Landfræðileg mörk milli Suður- og Norður-Am- eríku eru sögð liggja milli landamæra Kólumbíu og Panama (stundum er miðað við Panama- skurð). En að mörgu leyti væri eðlilegra að miða skiptinguna með hliðsjón af menningu eins og hún birtist í hugtökunum Rómanska Ameríka og Engilsaxneska Ameríka. Þannig yrðu Mexíkó og ríki Mið-Ameríku hluti af Suður- Ameríku eins og ég hygg að þessi lönd séu í hugum flestra. Miklar andstæður einkenna Suður-Ameríku. Stór hluti landsins liggur í hitabeltinu en syðsti hlutinn, Eldlandið, er nánast heimskautasvæði. Eftir vestanverðri álfunni liggur Andesfjallgarð- urinn en þarna er líka láglendi á borð við Amazon, mesta regnskógasvæði heimsins. Jurta- og dýralíf er óvíða eða hvergi auðugra en í Suður-Ameríku. í regnskógum Brasilíu finnast einar 40 þúsund gróðurtegundir og 15 þúsund í Ekvador. í Suður-Ameríku lifa fleiri fiskar, fuglar og fiðrildi en annars staðar á jarðríki. Þar munu vera hvorki fleiri né færri en 3000 fuglategund- ir og hartnær jafnmargar tegundir fiska. Það er því varla furða þótt spænsku kon- kvistadorarnir teldu sig vera komna í Paradís. Suður-Ameríka er ekki síður auðug að náttúru- auðlindum. í álfunni finnst mikið magn af næst- um öllum helstu málmum. Brasilía er til að mynda járnauðugasta land veraldar. Gífurlegt magn finnst einnig af olíu og gasi í Venezúelu, Amazonsvæðinu, Kólumbíu og Ekvador. Miklir möguleikar eru líka fyrir hendi í virkjun vatnsafls til orkuframleiðslu. Það hefði því mátt ætla að það ríkti velmeg- un meðal hinna 330 milljón íbúa sem búa í þessum heimshluta. Svo er þó ekki, Suður-Am- eríka er hluti þriðja heimsins, þótt staða hennar sé samt öllu betri en Afríku og fátækustu Asíu- ríkja. Vergar þjóðartekjur Suður-Ameríku eru ekki nema 3,3% af tekjum heimsins meðan Banda-

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.