Bókasafnið - 01.01.2002, Page 16

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 16
Vinnuferli Hagkvæmt þótti að hefja verkið á því að taka fyrir handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Reykja- víkurdeildar, (ÍBR) þar sem það er minnsta safnið í handritadeildinni en það hefur að geyma u.þ.b. 300 handritsnúmer. Þegar þetta er skrifað er verkið komið lengra og búið að skoða og skrá u.þ.b. 500 handrit. Ennþá hafa þó ekki verið teknar nema 600 stafrænar ljós- myndir. í upphafi var unnið að skráningu á þann hátt að mynd- efnið var skráð á pappír sem síðan var safnað í möppu. Þannig var allt efni úr ÍBR folio og hluti af ÍBR 4to unnið. Úr handriti um náttúruvísindi frá því um 1850. Tölvuskráning Fljótlega var hafist handa við að útbúa skráningarform í tölvu sem hentaði flutningi gagnanna í vænt- anlegan gagnagrunn. Því hefur nú verið komið fyrir í Access forriti sem heldur utan um skráninguna ásamt ACDSee forriti sem beitt er við myndskoðun og myndar jafnframt umgjörð um grunninn. Fyrri hluti skráningarinnar felst í því að til- greina nauðsynlegar upplýsingar um viðkomandi handrit: safnmark, ártal, blaðsíðutal og ýmsar athuga- semdir sem teljast nauðsynlegar. Safnmarkið er þrískipt þannig að fyrst er gefið upp úr hvaða safni handritið er, því næst númer handrits og loks stærð þess sem getur verið folio, 4to eða 8vo. Dæmi: IBR 71 8vo. í síðari hluta skráningarinnar eru upplýsingahlut- inn og myndin tengd saman með safnmarkinu svo auðvelt sé að flytja báða hlutana saman inn í gagna- grunninn. Myndirnar birtast í fjórum mismunandi stærðum: smámynd, kvartsíðu, hálfsíðu og heilsíðu. í skráningunni er tilgreint hvort myndin er í lit eða svart-hvít. Myndirnar eru flokkaðar eftir tegundum, t.d nátt- úrumyndir, myndir trúarlegs efnis, skemmtiefni, bókahnútar og aðrar skreytingar. Unnt er að skipta hverjum aðalflokki í allt að tvo undirflokka og ná með því ítarlegri efnisgreiningu og um leið möguleika á að afmarka leit betur. Einnig er hugsað fyrir rými þar sem hægt er að koma fyrir athugasemdum við hverja mynd ef með þarf. Allar myndirnar sem búið er að ljósmynda hafa verið skráðar á þennan hátt undir safnmarki handritsins sem myndin er tekin úr. Verk framundan Mikil vinna er framundan við hönnun notendavið- móts gagnagrunnsins í því skyni að auðvelda aðgang- inn. í því sambandi er meðal annars nauðsynlegt að fylgjast með bestu fáanlegu framsetningu myndefnis á netiríu, en töluverð þróun hefur átt sér stað í þeim efnum að undanförnu. Þótt fullnægjandi upplausn og gæði séu á skönnun mynda úr handritum dugar það ekki alltaf til að koma myndunum vel út á netið því þjöppun myndanna er einnig mikilvægur þáttur svo að ekki fari óheyrilegur tími í að senda þær yfir Inter- netið og ná þeim fram á tölvuskjá. Augljóst er að gagnagrunnur sem þessi mun í fyllingu tímans auðvelda mjög frekari rannsóknir á þessu myndefni fyrri alda sem hingað til hefur kost- að mikinn tíma og fyrirhöfn að nálgast en verður nú mögulegt að kalla fram á tölvuskjá. Það er því mikil- vægt að skapa þessu verkefni fjárhagslegan grund- völl svo mögulegt sé að ljúka því sem fyrst og hefur verkefnisstjóri unnið ötullega að fjáröflun því til handa svo vonir standa til að bjart sé framunan. 14 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.