Bókasafnið - 01.01.2002, Side 28

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 28
Hrafnhildur Hreinsdóttir Staða og innleiðing þekkingarstjórnunar á íslandi Helstu niðurstöður úr lokaritgerð til meistaragráðu MLISc uið Danmarks Biblioteksskole, júní 2001. Hér á eftir fara helstu niðurstöðu úr loka- verkefni við danska bókavarðaskólann sem byggt er á rannsókn frá apríl 2001. Lít- ið hefur verið skrifað og enn minna rann- sakað hér á landi um þekkingarstjórnun. Því var það áhugavert verkefni til meistaraprófs að kanna stöðu þekkingarstjórnunar á íslandi og þær aðferðir sem fyrirtæki notuðu við innleiðingu. Fyrst verður fjallað um forsendur, síðan um stöðu þekkingarstjórnunar og að lokum um innleiðingu, hvata og væntingar. Skilgreining Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skilgreina þekkingarstjórnun. í stuttu máli má segja að þekkingarstjórnun sé það að stýra þekkingu. Þetta er samt afar mikil einföldun því þekkingin liggur bæði hjá starfsmönnum, í verkferlum og sem margs konar óáþreifanleg verðmæti innan fyrirtækja. Einnig verður að koma fram í skilgreiningunni til hvers verið er að stýra þekkingunni - hvert er markmiðið. Sú skilgrein- ing sem gengið er út frá í rannsókninni og þróaðist að hluta til með verkefninu inniheldur því fyrrgreinda þætti: „Þekkingarstjórnun er stýrt ferli sem felur í sér að starfsmenn afli, deili með sér og nýti sér þekkingu innan fyrirtækisins til þess að bæta frammistöðuna og auka þannig virði og samkeppnishæfni fýrirtækisins." Rannsóknin Rannsóknarverkefnið var afar hnitmiðað og aðal- markmið þess var að skoða stöðuna á íslandi. Að auki voru sett fram fjögur undirmarkmið. Hér á eftir verð- ur stiklað á stóru um niðurstöður fimm rannsóknar- spurninga sem settar voru fram sem leið að mark- miðunum. Mikilvægasta spurningin var hver væri staða þekkingarstjórnunar á íslandi. Hinar spurning- arnar voru hverjar væntingar fyrirtækja væru, hvaða hvatar voru að baki innleiðingunni, hvaða aðferð var notuð við innleiðinguna og hvort hægt væri að nota niðurstöður rannsóknarinnar til þess að setja fram innleiðingarlíkan fyrir innlend fyrirtæki. Rannsóknaraðferð Rannsóknin var framkvæmd með þeim hætti að gerð var könnun hjá íslenskum fyrirtækjum. Ákveðið var að senda út spurningalista með tölvupósti og leggja til grundvallar 150 stærstu fyrirtækin í árlegri saman- tekt Frjálsrar verslunar (300 stærstu, 2001, s. 35-144). Könnunin var send í tölvupósti á netfang stjórnenda fyrirtækjanna í apríl (viku 14-15 2001) og var loka- svartími miðvikudagur fyrir páska. Voru stjórnend- urnir beðnir um að áframsenda bréfið til þess aðila innan fyrirtækisins sem þeir teldu best geta svarað. Af 150 fyrirtækjum sem könnunin var send til barst hún til 130 þeirra. Afföllin má meðal annars rekja til samruna fyrirtækja, rangra netfanga eða þess að við- komandi var ekki við vinnu á þeim tíma. Svör bárust frá 35 fyrirtækjum sem er 28% svörun. Svarhlutfallið er nægjanlegt til að draga af því ályktanir og yfirfæra á fyrirtæki almennt og þá sérstaklega í ljósi þess hve fyrirtækin sem svöruðu líkjast heildarúrtakinu hvað varðar gerð og fjölda starfsmanna. En það ber samt að taka niðurstöður rannsóknarinnar með nokkurri varúð sérstaklega þar sem fá svör liggja að baki. Spurningar Eftir mikla umhugsun og prófanir voru settar fram tíu spurningar. Fyrstu spurningarnar vörðuðu grunn- upplýsingar þar sem spurt var um gerð fyrirtækja, stærð þeirra m/v starfsmannafjölda, stöðuheiti og deildarheiti svarenda í því skyni að athuga hverjir bæru ábyrgð á þekkingarstjórnun innan fyrirtækj- anna. Síðan var spurt hvort fyrirtæki hefðu innleitt þekkingarstjórnun, hvort þörf fyrir þekkingarstjórn- un væri í athugun eða hvort fyrirtæki hefðu ákveðið að taka hana ekki upp. í viðamestu spurningunni voru settar fram fullyrðingar um þekkingarstjórnun og svarendur beðnir um að tilgreina aö hvaða marki þær ættu við innan fyrirtækjanna. Ætlunin var að athuga hvata að baki þekkingarstjórnunar og hvort fyrirtækin væru að fara svokallaða skjalaleið eða samskiptaleið við innleiðingu. Þá voru svarendur 26 BÓKASAFNIÐ 26. ARG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.