Bókasafnið - 01.01.2002, Side 29

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 29
Mynd 1 -Tegund fýrirtækja % beðnir um að forgangsraða fullyrðingum um vænt- ingar til þekkingarstjórnunar fyrir fyrirtækið. Eftir ábendingar við prófanir var ákveðið að setja ekki skil- greiningu á þekkingarstjórnun með spurningalistan- um til þess að forðast þóknunarsvör. Til samanburðar við svör og til þess að athuga hvaða skilning svarend- ur legðu í hugtakið þekkingarstjórnun voru settar fram nokkuð stóryrtar fullyrðingar um hvað þekking- arstjórnun væri og voru menn beðnir um að merkja við hvort þær væru réttar eða rangar. Lokaspurningin var hverjar viðkomandi teldi vera þrjár helstu ástæð- ur fyrir innleiðingu á þekkingarstjórnun. Niðurstöður og samanburður við önnur lönd Niðurstöður rannsóknarinnar eru í flestu eins og bú- ast mátti við miðað við erlendar rannsóknir en koma þó að sumu leyti á óvart. Af þeim 35 fyrirtækjum sem svöruðu voru 10 fyrirtæki án þekkingarstjórnunar en 13 höfðu tekið upp þekkingarstjórnun og 12 voru að stíga fyrstu skrefin í þá átt. 71% fyrirtækja höfðu því tekið upp þekkingarstjórnun að einhverju eða öllu leyti. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við könnun sem gerð var af KPMG Consulting ráðgjafa- fyrirtækinu árið 2000 (KPMG Consulting, 2000) og náði til 423 fyrirtækja í Stóra-Bretlandi, á meginlandi Evr- ópu og í Bandaríkjunum þá voru 81% fyrirtækja þar í sömu sporum. Hjá KPMG var svarhlutfall þeirra sem höfðu tekið upp þekkingarstjórnun 38% en hlutfallið í íslensku rannsókninni er mjög líkt eða 36%. Gerð fyrirtækja Ef litið er á grunnupplýsingarnar þá koma flest svör, eða 31%, frá þjónustu-, tölvu- og ráðgjafafyrirtækjum en næst á eftir með 23% svörun eru fjármálafýrirtæki. (Mynd 1 Tegund fyrirtækja (%)) Ef litið er á niðurstöð- ur KPMG var 22% svarhlutfall frá fjármálafyrirtækj- um og 13% frá þjónustufyrirtækjum. Þarna er nokkur munur á. Aðrar niðurstöður eru ekki samanburðar- hæfar þar sem flokkun fyrirtækjanna er ekki sú sama. Svörin við íslensku rannsókninni hafa sterka fylgni við heildarúrtakið utan þess hve fá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki svara. Þess ber að geta að á þeim tíma sem könnunin er gerð þá var verkfall sjó- manna yfirvofandi sem trúlega hefur haft áhrif á svörun. Könnunin var send beint á forstjóra eða fram- kvæmdastjóra fyrirtækjanna og 71% forstjóranna svöruðu sjálfir könnuninni. En starfsmanna-, fræðslu-, rannsókna- og gæðastjórnunardeildir skiptu með sér afgangnum af svöruninni. Svörunin sýnir mikla þekkingu og áhuga forstjóranna á þekkingarstjórnun en það er fýrir löngu orðin þekkt staðreynd að án stuðnings yfirstjórnar ná verkefni ekki fram að ganga. Mynd 2. Deildir (%) í myndrænni framsetningu eru þeir forstjórar (23%) sem töldu sig vera í forsvari fyrir ákveðinni deild látnir tilheyra deildinni sem skýrir mismun milli hlutfallstalna hér að ofan. Sú niðurstaða sem kom mest á óvart úr þessum hluta rannsóknarinnar er sú staðreynd að enginn svarenda nefndi tölvudeild sem deildarheiti. Af því má álykta að stjórnendur telji þekkingarstjórnun ekki vera hluta af starfsemi tölvudeilda. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að helstu málsvarar þekkingarstjórnunar lengi framan af komu úr upplýsingatæknigeiranum. Stærð fyrirtækja Sé litið til stærðar fyrirtækjanna á mælikvarða starfs- mannafjölda - þá eru öll stóru fyrirtækin farin af stað með þekkingarstjórnun og er það í samræmi við það sem gerist annars staðar. En flest fyrirtækjanna, þ.e. 18 talsins eða 72% sem eru að innleiða eða hafa inn- leitt þekkingarstjórnun eru lítil eða meðalstór með allt að 300 starfsmenn. Er það í mótsögn við það sem hingað til hefur verið álitið staðreynd, að þörf á þekk- ingarstjórnun sé aðallega í stórum fyrirtækjum með dreifða starfsemi á lands- eða heimsvísu. Mynd 3. Fjöldi fyrirtækja með og án þekkingarstjórnunar m. v. starfsmannafjölda svaremda. í stuttu máli þá er staðan góð hér á landi og við BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 27

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.