Bókasafnið - 01.01.2002, Page 62

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 62
Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir,* Margrét ísaksen, Rut Jónsdóttir, Sigríður Júlía Sighvatsdóttir, Sigrún Guónadóttir, Sæunn Ólafsdóttir, Dr Anne Clyde Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði á íslandi 1994-2000 Inngangur Árið 1994 birtist í tímaritinu Bókasafninu grein undir heitinu Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafrceði: ísland. Þessi grein var byggð á niðurstöðum rann- sóknar sem unnin var af MA nemum við Háskóla ís- lands í námskeiðinu Rannsóknir í bókasafns- og upplýs- ingafrœði (Research in Library and Information Sci- ence) þeim Guðrúnu Pálsdóttur, Ingibjörgu Árnadótt- ur, Ingibjörgu Sverrisdóttur og Ragnhildi Blöndal árið 1993 undir leiðsögn Dr. Anne Clyde. Rannsókn þeirra beindist meðal annars að einkennum rannsókna þeirra sem unnar hafa verið á íslandi eða í tengslum við ísland á sviði bókasafns- og upplýsingafræði, rannsakendum sjálfum, rannsóknarviðföngum, rann- sóknaraðferðum og einnig því hvar rannsóknir hefðu verið birtar. Einkenni íslensku rannsóknanna voru síðan borin saman við einkenni erlendra rannsókna á þessu fræðasviði. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einungis lítill hluti greina sem birtar voru á sviði bókasafns- og upplýsingafræði hérlendis reyndust rannsóknargreinar. í mörgum greinanna láðist þar að auki að geta aðferða, heimilda eða annarra mikil- vægra atriða þó svo að augljóslega væri um rannsókn að ræða. Þar sem sjö ár eru nú liðin frá því umrædd rann- sókn var unnin vaknaði áhugi á því að athuga hvort einhverjar breytingar hefðu átt sér stað á þessum tíma. Þeir nemendur sem sátu námskeiðið Rannsókn- ir í bókasafns- og upplýsingafrœði á vormisseri 2001 tóku að sér að leita svars við þeirri spurningu. Farið var á stúfana og fundnar greinar, rit og bækur gefnar út á árunum 1994 - 2000 sem uppfylltu þau skilyrði sem sett voru fram af rannsóknarhópnum árið 1993 til að ritverk teldist rannsókn og nánar verður fjallað um hér á eftir. Þessi ritverk voru síðan greind með rannsóknina frá 1993 að leiðarljósi, höfundarein- kenni skoðuð, tegundir útgáfu, rannsóknarefni og rannsóknaraðferðir sem beitt var. Þessi umfjöllun var tengd fyrri rannsókninni og jafnframt sett í alþjóðlegt samhengi. Útgáfur þessara sex ára voru einnig skoð- aðar í ljósi umræðna og ályktana sem settar voru fram í greininni frá 1994. Þær aðferðir sem notaðar voru við rannsóknina voru bókfræðimælingar og efnisgreining. Markmiðið með rannsókninni var að athuga hvaða breytingar hefðu átt sér stað á þeim tíma frá því fyrri rannsóknin var unnin og hverjar þær breytingar væru. Að þessu sinni voru einnig skoðaðir nýir þættir sem vert þótti að athuga og lúta þeir aðallega að tveimur sviðum; vali á rannsóknarefni og vali á rann- sóknaraðferðum. Við athugun á rannsóknarefni var litið sérstaklega á að hve miklu leyti nýleg hugtök á borö við þekkingarstjórnun, sem notið hefur vinsælda í rannsóknum annarra fræðigreina, koma fram í rann- sóknum í bókasafns- og upplýsingafræði. Við athug- un á rannsóknaraðferðum var hins vegar skoðað hvort breyttar áherslur í kennslu bókasafns- og upp- lýsingafræði við Háskóla íslands hafi valdið breyt- ingum á rannsóknaraðferðum sem notaðar eru. Nú hafa nemendur val á milli eigindlegra og megindlegra rannsóknarnámskeiða og þótti því áhugavert að sjá hvort að þessi nýbreytni hefði haft einhver áhrif. Fyrri rannsóknir Rannsóknin sem gerð var af MA nemunum árið 1993 (Guðrún Pálsdóttir et al. 1994 og 1997) er ein af mörg- um rannsóknum þar sem notast er við aðferðafræði sem Kalervo Járvelin og Pertti Vakkari (Járvelin og Vakkari 1990 og 1993) þróuðu til að greina alþjóðlegar rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði. Sem dæmi um aðrar rannsóknir byggðar á sömu aðferða- fræði má nefna greiningu Maxine Rochester (Roc- 60 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.