Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 7

Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 7
Okt. ’41, Ný kjuslód Guðm. K. Eirílcsson: Ándvökunótt DÖMKIRKJUKLUKKAN sló tvö þung, drungaleg högg. Hljómur þeirra barst út í ömurlega haust- nóttina.----— Rigningardroparnir féllu með eyðilegu hljciði nið- ur á steinlagða götuna. Vindurinn þaut — sleit og feykti gulnuðum og fölnuðum laufblöðunum af trján- um í görðunum fyrir framan húsin við götuna. Það minnti á hverfulleikann og dauðann. ö, þið andvökunætur! .... Jóhannes kaupmaður stóð þreytulegur á svip úti við opinn gluggann í skrifstofu sinni og horfði út í myrka og regnþrungna haustnóttina. Hann var mað- ur um fimmtugt, lágvaxinn og þrekinn, í góðum hold- um, frekar stórskorinn og rauðþrútinn í andliti. Vinir hans, sem skiptust á um að heimsækja hverjir aðra, og komu til hans á hverju fimmtudagskvóldi, til þess að spila, voru farnir fyrir meir en klukkustund. Konan hans andaði milt og sællega í föstum svefni í hjónarúminu. En hann gekk um gólf í innislopp og 3

x

Ný kynslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.