Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 10

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 10
Ný kynslóð, okt. '41 þunglega. Það var auðheyrt, að honum var erfitt og þungt um erindið. Enn þagði gesturinn litla stund. — Yngsta dóttir mín er mjög veik, tók hann til máls á ný. — Læknirinn segir að hún þurfi að leggj- ast ásjúkrahús, því að hún þarfnist betri umhyggjuog hjúkrunar, en hún getur notið heima fyrir, ef hún eigi að hafa það af. Hún er mjög þungt haldin. Sjúkrahúsin heimta ábyrgð, þótt lítið, saklaust barn berjist við dauðann. Og nú er ég til yðar kominn tii að spyrja yður, hvort þér viljið eða þorið að lána mér hundrað og fimmtíu krónur í nokkrar vikur. Nú varð löng þögn. — Gesturinn sneri snjáða, upplitaða hattinum milli handa sér og horfði þung- búinn niður fyrir fætur sér. Loks ræskti Jóhannes sig og horfði á gestinn, þarna sem hann sat á stólnum mæðulegur á svip. Þetta virtist vera heiðarlegur og ráðvandur alþýðumaður. *— Og hver er svo ábyrgðin fyrir láninu? — Ábyrgðin? hváði gesturinn. — Ég hef enga ábyrgð nema nafn mitt og heiðarleik. Ég er að vísu fátækur, en ég hef staðið við allar mínar skuldbind- ingar um dagana. — Hum! — Það er nú svo. En að lána peninga algerlega ábyrgðarlaust nú á dögum gerir enginn. — Þér, þér treystið mér þá ekki, herra kaupmað- ur, að — að ég greiði yður aftur þetta lán. — Jú, mikil ósköp. — Eg veit, að þér ætlið að borga. En allt getur komið fyrir, og það eru margir nú á dögum sem biðja um lán. Þetta eru engu að 6

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.