Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 92
Þjóðmál haust 2014 91
Bókadómar
_____________
Ingi Freyr Vilhjálmsson: Hamskipti, Veröld,
Reykjavík 2014, 288 bls . — Ólafur Arnarson:
Skuggi sólkonungs, Kver bókaútgáfa, Reykjavík
2014, 183 bls .
Eftir Björn Bjarnason
Eftir hrun hefur orðið til nýr smáiðn-aður . Hann snýst um að ritfærir menn
taka sér fyrir hendur að segja skoðun sína
á aðdraganda þess sem gerðist fyrir sex
árum þegar bankakerfið sökk undan eigin
þunga og vegna skorts á ódýru lánsfé frá
útlöndum . Ekki var lengur unnt að fleyta
bönkunum áfram með innbyrðis lánum
eða öflun erlends lánsfjár . Stjórnendur
Glitnis leituðu fyrst skjóls í vandræðum
sínum hjá seðlabanka og ríkisstjórn . Í kjöl-
farið sigldu stjórnendur annarra banka og
sukku hin hámöstruðu fley í ofviðrinu .
Við brögð stjórnmálamanna voru snögg .
Sett voru neyðarlög til verndar innlendum
sparifjáreigendum og komið var í veg fyrir
að skattgreiðendur gengju í ábyrgð gagn vart
kröfuhöfum föllnu bankanna . Komið var á
gjaldeyrishöftum með fyrirheiti um að þau
giltu aðeins í skamman tíma .
Fyrrgreindur smáiðnaður snýst ekki um
að segja frá því sem gerðist þegar ótíðindin
urðu heldur er hann stundaður í leit að
sökudólgum . Reynt er að finna þann sem
bar ábyrgð á að íslenskir bankar fóru sömu
leið og fjölmargir bankar í útlöndum sem
tóku alltof mikla áhættu . Öll kurl eru ekki
komin til grafar í því efni eins og nýlegar
fregnir frá Portúgal herma .
Hinn 24 . júlí 2014 var Ricardo Espírito
Santo Silva Salgado, bankastjóri í Portúgal,
handtekinn af lögreglu á heimili sínu rétt
utan við Lissabon og leiddur fyrir dómara,
sakaður um skattsvik og peningaþvætti,
Nokkrum klukkustundum síðar var honum
sleppt gegn 3 milljóna evru tryggingu en
skipað að halda sig í Portúgal .
Að kvöldi sunnudags 3 . ágúst ákváðu
stjórnvöld í Portúgal að veita bankanum,
sem Salgado og fjölskylda hans átti að
meirihluta og stjórnaði, Banco Espírito
Santo, neyðarlán til að bjarga honum frá
falli . Í The New York Times (NYT) segir
þriðju daginn 5 . ágúst að hið sama sannist
nú í Portúgal og gerðist í Grikklandi og á
Írlandi, að gamlar bankaklíkur geti leikið
efnahag þjóðanna grátt .
NYT segir að í Portúgal hafi líklega eng-
inn verið betur tengdur en Salgado, hann
hafi verið þekktur sem „Dono disto todo“
eða „eigandi alls“ . Nú glími hann og nokkur
ættmenni hans ekki aðeins við mik inn fjár-
hags vanda heldur einnig ásak anir um lög-
brot . Saksóknarar og fjár mála eftirlits menn í
Portúgal og víða í Evrópu rannsaki nú hvort
stunduð hafi verið bókhaldssvik, misnotkun
á trúnaðarupplýsingum og hvort bankinn
hafi veitt vafasöm lán til viðskiptaveldis
Espírito Santo sem eigi meðal annars hótel,
sjúkrahús og bújarðir .
Útþynntar bækur um hrunið