Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK 106. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Geimfarar sendir til Mars innan 30 ára Kingsville. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að stefiia bæri að því að senda geimfara til reikistjörnunnar Mars innan 30 ára. Umhverfisráðsteftia í Björgvin: Oánægja með drögin Björgvin. Reuter. Umhverfisverndarsinnar sök- uðu í gær Bandaríkjamenn og Breta um að standa í vegi fyrir samkomulagi uin aðgerðir til að stemma stigu við mengun á ráð- stefiiu 34 ríkja um umhverfísmál. Embættismenn, vísindamenn, at- vinnurekendur, verkalýðsforingjar og æskulýðsleiðtogar ríkjanna sam- þykktu i gær drög að áætlun varð- andi mengunarhreinsun eftir þriggja daga viðræður í Björgvin í Noregi en fáar kröfur voru þar lagðar fram um skuldbindingar. Umhverfis- verndarsinnar kenna um þrýstingi frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Drögin verða lögð fyrir umhverf- isráðherra ríkjanna 34 sem hittast í næstu viku. Bandaríkjamenn hafa sagt að ekki komi til greina að undir- rita samkomulag á ráðstefnunni um hertar reglur varðandi loftmengun af völdum koltvísýrings, sem vísindamenn telja að geti valdið hita- breytingum á jörðinni. Bandaríkja- stjórn sendi bréf til sendiráða sinna í Evrópu, þar sem hún kveðst von- ast til þess að önnur ríki beiti sér einnig gegn slíku samkomulagi þar til óyggjandi sannanir finnist fyrir því að koltvísýringur hefði hitabreyt- ingar í för með sér. Bush hefur lagt til að mannað geimfar verði sent til tungslins og þaðan til Mars. „Fyrir þrjátíu árum var Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna (NASA) sett á laggirnar og geimkapphlaupið hófst. Og eftir önnur þtjátíu ár tel ég að maður standi á annarri plá- netu,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann hélt við brautskráningu há- skólanema í Kingsville í Texas. „Mér er sönn ánægja að tilkynna hér í Texas að að nýtt tímabil í sögu geimferða er hafið. Við höfum ekki aðeins takmark heldur einnig tímaáætlun: Eg tel að innan við hálfri öld eftir að Apollo-geimflaugin lenti á tungl- inu verði bandaríski fáninn dreg- inn að húni á Mars,“ bætti hann við. Bandarískir geimfarar voru fyrst sendir til tunglsins með Apollo 11 í júlí 1969. Bush vísaði á bug þeirri gagn- rýni að geimferðaáætlun hans ein- kenndist af miklu málskrúði en litlu fjármagni. Hann sagði að í fjárlögum fyrir árið 1991 væri gert ráð fyrir því að fjárveitingar til NASA yrðu auknar um 24 af hundraði, eða um því sem næst þrjá milljarða dala. Spjöll á grafreit gyðinga Reuter Villimannsleg spjöll á grafreit gyðinga í bænum Carpentras í suð- austurhluta Frakklands hafa vakið óhug víða í Evrópu. Hér sést ungur gyðingur virða fyrir sér einn af 34 legsteinum sem urðu fyr- ir skemmdum. Sjá „Óþekkt samtök lýsa..“ á bls. 24. Hættulegar sinfóníu- hljómsveitir Daily Telegraph. HEFÐBUNDIN uppbygging sin- fóníuhljómsveita — fyrstu fiðlur til vinstri, sellóin til hægri, aftar tréblásturshljóðfæri — verður e.t.v. tekin til endurskoðunar. Ærandi hávaðinn úr málmblást- urshljóðfærum skaðar heyrn ann- arra hljómsveitarmanna. Nákvæm gögn um tíðni skertrar heyrnar hjá tónlistarmönnum eru ekki til en dr. Michael Baird, læknir og félagi í stjórn Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Birmingham, segir vanda- málið mjög alvarlegt. „Margir tón- listarmenn virðast hafa orðið fyrir heyrnarskaða, einkum virðast tré- blástursmenn, sem eru beint fyrir framan málmblásturshljóðfærin, verða illa úti. Það getur verið að breyta þurfi uppsetningu hljómsveit- arinnar. Þetta er erfitt vandamál en kannski málmblásturshljóðfærin ættu að vera í ysta hringnum, til hliðar — eða einangruð á einhvern annan hátt.“ Nýstofnuð samtök um baráttu gegn sjúkdómum tónlistarmanna segja að tíundi hver tónlistarmaður sé frá vinnu í samanlagt mánuð ár hvert vegna atvinnusjúkdóma. Um er að ræða ýmsar tegundir kvilla, allt frá sjúklegum kvíða til streitu- sjúkdóma eins og fiðlaraolnboga og skjálfta sem hrjáir þá er leika á franskt horn. Forsetar Eystrasaitsríkjanna ræða aukna samvinnu: Hyggjtist verjast þrýstingi Sovétmanna sameiginlega VI ntd/iru Pnidnr Moskvu. Reuter. EYSTRASALTSRÍKIN Eistland, Lettland og hafa ákveðið að snúa Þijú, Litháen, bökum Reuter De Cuellar í Albaníu Perez de Cuellar (t.v.) varð í gær fyrsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til að koma í opinbera heimsókn til Albaníu. Þar tók á móti honum Reis Malile, utanríkisráðherra landsins. Búist er við að viðræð- ur de Cuellars við leiðtoga Albaníu snúist um aukin tengsl landsins á alþjóðavettvangi en það hefur um áratugaskeíð verið eitt lokaðasta land heims. Fyrr í vikunni samþykkti þing Albaníu umbætur sem fela meðal annars í sér aukið ferðafrelsi. saman og verjast þeim þrýstingi sem þau sæta nú af hálfu Sovét- stjórnarinnar vegna sjálfstæðis- baráttu sinnar. I dag, laugardag, koma forsetar rikjanna saman til fúndar til að leggja drög að aukinni samvinnu á stjórnmála- og efiiahagssviðinu. Vestrænir stjórnarerindrekar kváðust í gær telja að nánara samráð kæmi til með að auka líkur á því að sjálfstæðisbarátta ríkjanna skiiaði tilætluðum árangri. Fundur forsetanna þriggja, þeirra Arnolds Ruutels' frá Eist- landi, Vytautas Landsbergis frá Litháen og Anatolijs Gorbunovs frá Lettlandi, fer fram í Tallinn, höfuð- borg Eistlands. Verður þetta í fyrsta skiptið sem þeir ræðast við frá því hreyfingar þjóðernissinna unnu sigur í þingkosningum í lönd- unum þremur fyrr á árinu og kom- ust til valda. Litháar hafa gengið lengst ríkjanna þriggja og lýst yfir sjálfstæði en hermt er að í hinum löndunum tveimur telji ráðamenn að treysta þurfi samstöðu ríkjanna áður en skrefið verður stigið til fulls. Óttast þeir afleiðingar þess að sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Sovétstjórnarinnar líkt og Litháar gera nú. Sú ákvörðun Moskvu-stjórnarinnar að stöðva olíuflutninga til Litháens hefur þegar haft veruleg áhrif en olíu- málaráðherra landsins sagði í gær að hafnar væru viðræður við olíu- fyrirtæki í Bandaríkjunum, Dan- mörku og Saudi-Arabíu og að unnt yrði í næstu viku að skipa olíu á land í hafnarborginni Klapeida. Dagskrá fundar forsetanna hef- ur ekki verið birt en eistneskur ráðherra, Endel Lippman, sagði í gær að þess yrði freistað að auka samvinnu ríkjanna svo sem frekast væri unnt og kvað það mikinn harmleik yrði niðurstaða fundarins ekki í þá veru. Blaðamaður í Eist- landi, Vello Pettai að nafni, sagðist á hinn bóginn hafa heimildir fyrir að Eystrasaltsráðið yrði formlega endurstofnað á fundinum. Ráð þetta var stofnað á fjórða áratugn- um er ríkin þrjú nutu sjálfstæðis og sátu þá í því þrír stjórnmálaleið- togar frá hverju landi. Vestrænir stjórnarerindrekar í Moskvu kváðust telja að samræmd stefna í sjálfstæðisbaráttunni gæti reynst áhrifarík aðferð til að veij- ast þrýstingi ráðamanna í Kreml. Einn benti á að þann árangur sem ríkin hefðu þegar náð í sjálfstæðis- baráttunni á undanförnum 18 mán- uðum mætti m.a. þakka samstöðu þeirra. Annar kvaðst telja að ríkin ættu frekar að stefna að aukinni efnahagssamvinnu en samstarfi á stjórnmálasviðinu. Þannig gætu þau í sameiningu varist þvingunum af hálfu Sovétmanna. Rúmenía: Áhyggjur vegna kosn- inganna London. Reuter. BRESKA utanríkisráðuneytið kvaddi sendifulltrúa Rúmeníu á sinn fúnd í gær til að lýsa yfir áhyggjum vegna ástandsins i landinu. Talsmaður ráðuneytisins sagði að einkum yllu firéttir af of- sóknum á hendur stjórnarand- stæðingum áhyggjum. í fyrradag kallaði Bandaríkja- stjórn heim sendiherra sinn í Rúm- eníu til að mótmæla ofbeldi í kosn- ingabaráttunni en fyrstu fijálsu kosningarnar í landinu í fimmtíu ár verða 20. maí næstkomandi. Sergiu Selac, utanríkisráðherra Rúmeníu, ávarpaði þingmannasam- tök Atlantshafsbandalagsins í París í gær og hvatti til þess að menn sýndu veikburða lýðræðisþróun í Rúmeníu umburðarlyndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.