Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 53 allt því fólki sem hefur búið í þessu landi, á sambýli fólks og lands fyrr og síðar. Flestir vinna við söfn af einhverju tagi og kynslóðirnar hafa borið gæfu til að ræðast við og vinna saman, hver sem undirstöðu- menntunin er, læra hver af annarri. I þessum hópi eru nokkrir eld- hugar sem verða öðrum minnis- stæðari, vegna þess hversu sér- | stætt lífsverk þeirra hefur orðið, I vegna þess að þeir hafa haft orku til I að hlúa að þeim verðmætum sem ekki verða umsvifalaust látin í ask- ana en skila sér til lengri tíma, vegna þess að þeim hefur tekist, oft nánast af eigin rammleik einum, að byggja upp þá minnisvarða sem geta orðið nokkur kjölfesta ís- lenskri þjóðarvitund á tímum mik- illa breytinga og mikillar alþjóða- - og gróðahyggju. Einn þessara góðu manna er nú Ígenginn, Egill Olafsson á Hnjóti. Ahugamál hans voru víðfeðm. Auk búskaparins vestra vann hann bæði að samgöngumálum og land- græðslu- og náttúruvemdarmálum um langa hríð. En auðvitað verður hans þó fyrst og fremst minnst fyrir safnið á Hnjóti. Safnið vai- formlega opnað 1983, en safn verður aldrei til í einni sjónhendingu. Egill hafði vitaskuld lengi dregið að gripi, einkum þá sem tengdust sjósókn og | búskap - og svo kom hann þama upp fyrsta flugminjasafni á Islandi. * En hann safnaði ekki aðeins mun- um og minjum úr sveitinni heldur og sögulegum fróðleik og ft-ásögn- um, og það sýnir best framsýni Eg- ils, að hann lét setja nokkrar merk- ar frásagnarheimildir héraðsins á vefsíðu safnsins þar sem þær hafa verið aðgengilegar öllum netvædd- um áhugamönnum. Þó að söfn sem það á Hnjóti segi kannski óskipu- lega þjóðarsögu, era þau þó kjami þess sem öll fróðleiksmiðlun og öll 1 fræðimennska á þessu sviði mun síðar styðjast við. Og - gleymum ekki einu: héðan af vita allir hvar Hnjót við Örlygshöfn er að fínna. Félag safnmanna varð til fyrir 18 áram og gerðist Egill á Hnjóti fljótt félagi. Þar reyndist hann lifandi og áhugasamur þátttakandi og mörg- um mun minnisstæð sú kurteisi sem honum var í blóð borin en ýmsum | gengur illa að tileinka sér á langri ævi. Fyrir rámum áratug hóf félag- ■ ið að standa fyrir farskóla, sem era nokkurra daga námsstefnur, haldn- ar árlega að hausti, sóttar hvaðan- æva af landinu og haldnar víða um land. í haust áttum við góða daga í Borgarfirði, þar sem Egill átta drjúgan þátt í því að sú dagskrá sem þar var skipulögð, blönduð fróðleik og skemmtan, tókst svo vel. A næsta ári verður skólinn haldinn í menningarborginni Reykjavík, en | síðan hafði Egill boðið að farskóli I Safnmannafélagsins yrði þar næst haldinn á hans heimaslóðum. Mennirnir gera sínar áætlanir en Guð ræður. Og hvar sem sá skóli verður haldinn, mun andi Egils svífa þar yfir vötnunum og hans verða minnst fyrir sitt mikilsverða framherjaverk. Blessuð sé minning Egils safn- | vai-ðar á Hnjóti. Þóra Kristjánsdóttir. Með Agli á Hnjóti er genginn merkur brautryðjandi og hugum- stór hugsjónamaður sem skilur eft- ir sig ómetanlegt ævistarf fyrir sveit sína og íslenskt samfélag. Það sýnist ekki langur tími frá því Egill hóf að safna munum og minjum, sem verið höfðu uppistaðan í dag- legum störfum forfeðranna, en voru óðum að hverfa, og hver að verða síðastur að taka þá og geyma. Þeg- ar ég kom fyrst að Hnjóti voru safn- gripirnir á efri hæð íbúðarhússins. Það var einstök og ógleymanleg upplifun áð skoða safnið í samfylgd Egils, njóta leiðsagnar hans og skynja einlæga gleði hans yfir að hafa bjargað þessum þjóðlegu verð- mætum frá glötun. Arin liðu og safnið óx og er nú orðið slíkt að um- fangi og orðspori að erfitt er að hugsa sér Vestfirðinga án þess. Með óþrjótandi áhuga og eljusemi náði Egill ótrálegum árangi-i og lyfti byggðarlagi sínu og Vestfjörð- um öllum í vitund þjóðarinnar. Straumur ferðafólks sem leggur leið sína vestur á firði vex með hverju árinu og mér segir svo hug- ur um að safnið á Hnjóti eigi stóran hlut þar í. Það má vel vera að allir, sem hlut eiga að máli, séu ekki bún- ir að gera sér grein fyrir þessum mikilvæga þætti málsins. Nú reynir á vestfirska og aðra íslenska ráða- menn að þeir sjái til þess að hið mikla brauti'yðjendastarf verði ekki látið koðna niður að Agli gengnum, þess í stað verði haldið áfram hinu merka söfnunar- og varðveislustarfi, óbornum kynslóð- um til ómetanlegs fróðleiks um ís- lenskt þjóðlíf fram að dögum tækni- byltingarinnar sem hélt innreið sína á fyrri hluta þessarar aldar. Vinátta okkar Egils óx með ár- unum og tilfinning mín frá okkar fyrstu kynnum um hjartahlýju hans, einlægni og vinfestu styrktist. Þar fór maður sem var vinur vina sinna og lét sig ekki muna um að rétta hjálparhönd þar sem því varð við komið. Hann var óhræddur við að mæta mótspyrnu. Þegar hann barðist fyrir framgangi þess sem hann bar fyrir brjósti, var hann jafnframt búinn lagni, sveigjanleika og lipurð til þess að takast á við hvers konar andspyrnu og erfið- leika og ná sínu fram að lokum án þss að skugga bæri á mannleg sam- skipti. Egill stóð ekki einn í sínu mikla þjóðnytjastai'fi. Við hlið hans stóð eiginkonan, Ragnheiður Magnús- dóttir, hverrar hlutur er ekki smár. Ég færi henni og fjölskyldunni sam- úðarkveðjur okkar hjóna. Örlygur Hálfdanarson. Við Egiil Ólafsson á Hnjóti höfð- um þekkzt í rám 35 ár, ailt frá þvi ég kom fyrst að Hnjóti vorið 1964 og naut þar alþekktrar gestrisni þeirra hjónanna Ragnheiðar Magn- úsdóttur og Egils og vináttu og greiðvikni heimilisfólksins alls. Þá varð mér ljóst hið mikilsverða menningarstarf Egils við að bjarga minjum og heimildum um mannlíf og sögu byggðarlags síns, þar með þjóðarinnai’ allrar. Margt var í heimili á Hnjóti, þar voru þá einnig gömlu hjónin foreldrar Egils, Ólaf- ur Magnússon og Ólafía Egilsdótt- ir, hann fæddur þar en hún var frá Sjöundá á Rauðasandi. Þau kunnu margt að segja frá lífi og lifnaðar- háttum fyrri tíðar fólks vestur þar, höfðu búið á Hnjóti langa hríð en nú látið bú í hendur syni og tengda- dóttur og áttu enn mörg ár ólifuð. Egill tók fræðaáhuga í arf. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri og bjó hér góðu búi, enda Hnjótur mesta búskaparjörð í sveitinni eins og nú vai' komið. En hann átti sér áhugamál jafnhliða búskapnum, söfnun og varðveizlu hvers kyns muna frá lífi fólks og fyrri búskap- arháttum þar um slóðir. Agli var þó ekki aðeins umhugað að safna grip- um og varðveita, heldur aflaði hann heimilda um sögu þeirra og notkun. Öllu þessu hélt hann til haga og var þá orðinn manna fróðastur um líf og sögu fólks þar vestra þótt enn væri ungur að áram. Safngripina varð- veitti hann á efri hæð í íbúðarhús- inu á Hnjóti, í skápum undir súð og hvar sem fyrir varð komið. Gaman var og fróðlegt að heyra Egil skýra frá og sýna muni sína. Margt var þarna nýstárlegt og margt lærði ég þá, mér áður ókunnugt. Ég dvaldist nokkra daga þar á Hnjóti og Egill sýndi mér sveitina. Það var mikils um vert að kynnast þeirri kynslóð sem síðust lifði þar við forna búskaparháttu, heyra til dæmis frásagnir Látrabænda af bjargsigum, eftir fugli og eggjum eða með fé í fitubeit í Bjarginu. Eg- ill þekkti þetta einnig vel, hafði sjálfur ungur að árum átt hlut að hinu mikla björgunarafreki er toga- rinn Dhoon fórst undir Bjarginu, og síðar er togarinn Sargon strandaði undir Hafnarmúla, og verða þau at- vik lengi í minnum höfð. Egill gerði ekki mikið úr sjálfs sín afreki við þessai' aðstæðui’, en síðar beitti hann sér fyi-ir því að reistur var minnisvarði þar við safnið á Hnjóti um þessi sjóslys og þá er fórast. Agli var einkar lagið að ræða áhugamál sín, og mér var ávallt til mikillar uppörvunar að ræða við hann. Hann naut þó líklegast ekki almenns skilnings framan af við söfnun sína, enda vora eldri kyn- slóðir frekar aldar upp við að fórna kröftum sínum til brýnustu lífsbjargar. Hann gat hins vegar leyft sér að eiga þessa tómstunda- iðju, söfnunin jókst jafnt og þétt og brátt gat loftsrýmið í húsinu á Hnjóti ekki tekið við meira. Þá var ráðizt í byggingu sérstaks safnhúss, enda naut Egill nú styrks heima- héraðs. Safnið hlaut og viðurkenn- ingu sem raunveralegt byggðasafn og Egill fékk sjálfur ýmsa viður- kenningu á opinberum vettvangi. Margur vildi styrkja hann í verki sínu, enda varð hann brátt víðkunn- ur fyrir safnið. Hann kynntist mörgum, ekki sízt er hann var orð- inn flugvallarstjóri á Patreksfjarð- arflugvelli. Margur hvatti hann og sífellt færðist hann meira í fang, og hann lagði í stórvirki sem flestir aðrir hefðu veigrað sér við. I safnið á Hnjóti koma þúsundir gesta árlega. A sumram er mikil umferð fólks vestur á Látrabjarg. Þá er farið um hlaðið á Hnjóti, þar stanza menn og skoða safnið og þá ræddu menn við Egil. Margur nefndi þá ánægju er hann hefði af að koma í safnið að Hnjóti. Fyrir nokkrum árum afhentu þau Egill og Ragnheiður Vestur- Barðastrandarsýslu safn sitt, er síðan ber hið formlega nafn Minja- safn Egils Ólafssonar. Egill bar safnið samt sem fyrr mest á sínum herðum og sá um vöxt þess og við- gang. Hann gerði þó enn meira, stofnaði flugminjasafn á vegum Flugmálastjómar og þótti þó ýms- um sem ofverk væri í reynd einum manni að standa undir því stórræði. En Egill hafði óbeygðan áhuga og viija, hafði gott lag á að fá menn til liðs, því kom hann mörgu í verk sem fáir aðrir hefðu náð. Egill stefndi að því að nýir menn tækju við umsjón safnsins. Hann vissi manna bezt að enginn yrði ei- lífur og hann vildi sjálfur geta feng- ið öðram verk sitt í hendur. Aðrir munu taka upp merkið en ekki verður nú kölluð fram sú þekk- ing sem Egill bjó einn yfir. Þótt margt væri um safnið skráð og komið í bækur er hitt þó margfalt meira sem hann vissi einn og hvergi komst á blað eða bók. En örlögin gripu þá svo skyndilega inn í. Við Egill ræddum oft saman í síma og hittumst stundum. Hann ræddi þá helzt um safnið og viðgang þess, skýrði frá því sem honum hafði orðið ágengt eða leitaði ráða og aðstoðar. Oft var hann þó sjálfur búinn að finna leiðir og ákveða og hvikaði þá lítt frá því sem hann taldi réttast. Síðast kom ég að Hnjóti fyrir í’úmu ári. Þá hafði Egill orðið var við leifar af skipsflaki undir Hafnar- múla, sem hann hafði áður óljósar hugmyndir um. Hann var ekki í rónni nema tækist að ná upp þessu vogreki, sem hann taldi að gæti ver- ið frá 18. öld. Við vözluðum þarna, Egill og Ki-istinn sonur hans, í hnédjúpu vatni í Vaðlinum og kom- um böndum á flakið sem síðan var híft á land. Mikil var gleði safn- mannsins Egils er þessir skipsviðir náðu að komast heim á hlað á Hnjóti og hann gat búið þeim stað. Þótt menn stæðu votir og fengju yf- ir sig gusur gerði hann að gamni sínu er heim var komið, ánægður yfir enn einum feng, einu smábroti úr menningarsögu þjóðarinnar, er sér hefði tekizt að bjarga úr klóm eyðileggingarinnar. Nú er hann brottu kallaður, að okkur finnst langt um aldur fram, því að hann var í miðjum klíðum starfsins og virtist óbilaður að heilsu og kjarki. En enginn veit sitt skapadægur. Egill Olafsson færði stoðir undir menningararf þjóðar sinnar. Starf hans má verða okkur mörgum til eftirbreytni. Þjóðminjavarzlan á honum mikið að þakka. Þór Magnússon. „Skjótt hefur sól brugðið sumri.“ Svo orti Jónas við hið snögga og óvænta fráfall Bjarna vinar síns Thorarensen. Þessa minntist ég, er + Við þökkum beínt frá hjartanu þá samúð og hiýju, sem til okkar streymdi við fráfall ástkærs sonar, bróður, mágs og frænda, PÁLS GUNNARSSONAR líffræðings, Lynghaga 13. Styrkur frændgarðs og vina hefur verið ómetanlegur. Við minnumst Páls í virðingu og þökk, góðvildar hans og hugrekkis í mótlæti. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Ingileif Bryndís, Sigrún, Áslaug, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson, Ingileif Bryndís, Gyða Björg, Gunnar Þorlákur, Guðrún Snorra, Hjálmar Gunnarsson, Sjöfn Jóhannsdóttir og fjölskylda. Algóður Guð veri með ykkur öllum. C t Ástkær sonur okkar, FANNAR BJARKI ÓLAFSSON, Ifcá *" Ww Lindasmára 45, Kópavogi, 4 iT' andaðist á Barnaspítala Hringsins aðfaranótt miðvikudagsins 3. nóvember. í r Arnþrúður Karlsdóttir, Ólafur Kolbeinsson. t Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar GUÐMUNDU BERTU ALEXANDERSDÓTTUR, Gullsmára 9, Kópavogi. Þórir Daníelsson, Margrét Þórisdóttir, Magnús Jónsson, Danfel Þórisson, Guðrún Jónasdóttir, Helgi Þórisson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Alexander Þórisson, Oddný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, JARLJÓNSSON, Holtagerði 22, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 11. nóvember kl. 15.00. Kristín Magnúsdóttir, Ársæll Vignisson, Halldóra Gunnarsdóttir, Ásdís Vignisdóttir, Ómar Haffjörð, Bergur P. Jónsson, Svanhvít Sigurlinnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar systur minnar, vinkonu og ömmu okkar, VILBORGAR SÆMUNDSDÓTTUR, Háaleitisbraut 48, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, Sæmundur Eiðsson, Elva Björk Sigurðardóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Arnar Steinn Sæmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.