Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 1
Ásókn á Vog hefur aldrei verio meiri Alveg ljðst að ekkert mim ganga eðlilega í forvamastarfi með öimur vtmuefni með- an áfengisneyslan eykst, segir Þórarinn á Vogi. „Ásóknin hjá mér hefur aldrei verið meiri - við sjáum ekkert fram úr því sem við höfum verið að vinna úr,“ svaraði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, spurður hvort nýtt íslandsmet í áfengissölu hafi komið fram í aukinni aðsókn á Vogi. Afleiðing- arnar segir hann einfaldlega verða þær að Iífslíkur íslendinga munu styttast. „Lifrarsjúkdómar af völdum áfengis verða hér sam- bærilegir við það sem sést í öðr- um löndum. Aukinni áfengis- neyslu og vímuefnaneyslu fylgir fjölgun slysa og ótímabærra dauðsfalla, bæði af völdum eitrana og sjálfsvíga. Og við munum líka sjá að það mun ekk- ert ganga eðlilega í forvarnastarfi með önnur vímuefni meðan áfengisneyslan er að aukast - það er alveg ljóst.“ Sex lítrar á niann Nýja sölumetið er 66,5 lítrar, sem svar- ar til 5,6 lítra hreins (100%) alkóhóls á hvern Islending á aldrinum 15-105 ára - 9% meira en árið áður og 25% meira en fimm árum fyrr. Fríhafnarsala og áfengi sem áhafnir skipa og flugvéla fá að taka inn í landið er hér ekki meðtalin. Bent skal á, að gefnu tilefni, að skammt- urinn minnkaði aðeins um 0,07 lítra þó með væru taldir 2.800 erlendir ferðamenn sem hér eru daglega að meðaltali - en ykist í rúma 6 lítra á mann (rúm 8%) sé reiknað með að 80% þeirra ís- Iensku ferðamanna sem koma til landsins kaupi „tollinn sinn“ í Fríhöfninni. Kúvending í áfengisstefnu En þegar litið er til allra „svelgj- anna“ sem þurrkaðir eru upp á Vogi og vfðar þá er áfengissala ekki að minnka heldur stóraukast? Þórarinn segir að aukningin ætti eng- um að koma á óvart. „Á u.þ.b. tveim áratugum hefur verið gjör- samlega kúvent í áfengisstefnunni - úr aðhaidsstefnu, sem var veruleg - yfir í algjört frjáls- ræði, þannig að við erum nú búnir að ná flestum þjóðum í frjálsræðinu. Framan af varð ekki sú aukning sem við mátti búast, væntanlega vegna góðrar stöðu í meðferðarmálum, þar sem við vorum að kippa út þeim mönnum sem áður drukku megnið af áfengí í landinu í aft- ursæti á drossíum. En nú stefn- um við á Norðurlandamet; höf- um náð Norðmönnum og Svíum og nálgumst Dani. Þetta er stefna okkar í áfengis- málum í byrjun nýrrar aldar; að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að ná grannaþjóðum í áfengisdrykkju - með þeim af- leiðingum sem því fylgja.“ I Bandaríkjunum og flestum Evr- ópulöndum segir Þórarinn hins vegar hafa dregið úr drykkju frá miðjum níunda áratugnum. „En við erum að bæta í - enda fannst okkur við vera svo langt á eftir.“ Minnabruggað - eða...? Sumir meina að aukin sala skýrist ekki síður af minna bruggi en aukinni drykkju. „Mér finnst það allavega sjónarmið sem vert er að velta fyrir sér,“ sagði Karl Steinar Valsson lögreglumaður. A.m.k. segir hann brugg ekki hafa verið áberandi að undan- förnu né heldur að lögreglunni hafi borist ábendingar um aðkrakkar séu með landa. - HEl Þórarinn Tyrfngsson segist ekki sjá fram úr verkefnum. Bankamir misnotaðir „Stjórnmálamenn og dyggir stuðn- ingsmenn þeirra hafa líka oft mis- notað aðstöðu sína innan banka- kerfisins. Þau tíu ár sem ég hef átt aðild að rekstri Is- lenska útvarpsfé- lagsins hf. hafa öfl innan Sjálfstæðisflokksins ít- rekað Iagt stein í götu félagsins innan bankakerfisins. Vegna þess að þessi öfl töldu félagið ekki í réttum höndum. Gleggstu dæmin eru frá árinu 1994 og skulu þau rakin hér.“ Þetta kem- ur m.a. fram í langri og ítarlegri grein sem Sigurður G. Guðjóns- son hrl. ritar í blaðið í dag. Fjöl- margar fleiri ásakanir er að finna í greininni, en vegna umfangs hennar og fréttagildis birtir blað- ið þessa aðsendu grein í einu lagi og í heild sinni í opnu blaðsins. Sjn bls. 8-9. Hlýtt var í veðri á Akureyri i gær og þessir tveir vinir töidu ákjósanlegt að vaða dálítið í læknum og búa til vatnsperlur með því að skvetta svolítið. mynd: billi Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir þá sem sótt hafa um út- hlutun úr 205 tonna byggðakvóta Vesturbyggðar á sunnanverðum Vestfjörðum. 26 vilja kvótann Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ekki komist að niðurstöðu um hvernig skipta eigi tæplega 205 tonna byggðakvótanum, sem stjórn Byggðastofnunar úthlut- aði til bæjarins í sumar. I sl. viku var m.a. boðað til sérstaks fund- ar í bæjarstjórn um málið og hef- ur annar fundur verið boðaður. Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri, segir að menn séu að hugsa málið en 26 umsóknir hafi borist í kvótann, sem ekki sé framseljanlegur. Þegar bæjar- stjórn hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun kvótans verða þær til- lögur sendar til frekari afgreiðslu hjá stjórn Byggðastofnunar. Prófsteinn Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda í Vestur- byggð, en fyrirtækið er meðal þeirra sem Iagt hafa inn umsókn fyrir kvótanum, segir að þótt út- hlutunin geti orðið erfiður kaleikur fyrir bæjarstjórnina, þá verður hún einfaldlega að leysa þetta mál. I því sambandi skiptir tíminn kannski ekki höfuðmáli, þ.e. hvort kvótanum verður út- hlutað fyrir eða eftir að nýtt fisk- veiðiár hefst um mánaðamótin. Aðalatriðið sé að kvótinn sé kominn í bæjarfélagið, þótt ef- laust séu skiptar skoðanir um það hvernig eigi að úthluta hon- um. I þessu máli hljóti bæjar- stjórnin að horfa til þess hvernig sé hægt að fá sem mestar tekjur út úr kvótanum. Hinsvegar sé nokkuð ljóst að það verður ágreiningur um úthlutun kvót- ans hvernig sem honum verður skipt að lokum. Enda miklir fjár- hagslegir hagsmunir í húfi. Aftur á móti sé hætt við því að ef mik- ill og almennur ágreiningur verður um málið, þá sé líklegt að ekki verði um fleiri úthlutanir að ræða f framtíðinni. Af þeim sök- um m.a. sé þetta prófsteinn á það hvort bæjarstjórn Vestur- byggðar hafi þroska til þess að takast á við þessa kvótaúthlutun. Hann segist ekki trúa öðru þang- að til annað kemur í ljós. - GRH wmmmmmmmmmmmm Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar Ok GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 1 \ 5QT2k. W$/Xm FJÓRFALDUR 1. VINNINGUR SHL WORWW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.