Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. Fréttir íslandsmótið í bridge: Sveit Modern lceland bar sigur úr býtum Sveit Modern lceland, nýkrýndir íslandsmeistarar I sveitakeppni 1990. Frá vinstri, Sigurður Vilhjálmsson, Valur Sigurðsson, Páll Valdimarsson, Magn- ús Ólafsson og Einar Jónsson. DV-mynd Hanna Sveit Modern Iceland náði að tryggja sér nauman sigur á íslands- mótinu í bridge sem fram fór á Hótel Loftleiðum fyrir páskana. Sveit Mod- ern hafði, þegar upp var staðið, tveggja stiga forskot á sveit Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka, ís- landsmeistaranna frá því árið áður. Bræðurnir Ragnar og Rúnar Magn- ússynir úr sveit Flugleiða fengu sér- stök verðlaun sem besta par mótsins. Fjölmargir áhorfendur, sem lögðu leið sína á mótið, urðu vitni að ótrú- legri spennu í lokaumferðinni, þar sem síðustu spilin gátu ráðið úrslit- um. Spilarar í sveit Modern Iceland eru vel að sigrinum komnir, en þeir skiptust á að leiöa mótið með sveit Verðbréfamarkaðarins. Slæmt tap sveitar Modern, 8-22, gegn sveit Samvinnuferða/Landsýnar í næst- síðustu umferð virtist draga mjög úr möguleikum á sigri því sveit Verð- bréfamarkaðarins hafði 6 stiga for- skot fyrir lokaumferðina. En á móti kom að VÍB átti erfiðan leik gegn sveit Flugleiða í lokaumferðinni. Sig- ur Modern Iceland er athyglisverður fyrir þær sakir að aðeins einn spilara sveitarinnar hefur áður hampað ís- landsmeistaratith í sveitakeppni, en það er Valur Sigurðsson, margfaldur landsliðsmaður. Aðrir í sveitinni eru Magnús Ólafsson, Páll Valdimars- son, Siguröur Vilhjálmsson og Einar Jónsson. Sveit Verðbréfamarkaðar íslands- banka átti leik gegn sveit Flugleiða í síöustu umferð, og hefðu nægt 20 stig úr þeirri viðureign til að tryggja sér sigurinn. Sá leikur fór 16-14 og því þurfti sveit Modem 21 stig úr sinni viðureign gegn sveit Ásgríms Sigurbjarnarsonar. Sveit Modern fékk gott betur því leikurinn fór 24-6 og sigurinn því hennar. Spilarar í sveit Verðbréfamarkaðarins eru Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arn- þórsson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Sævar Þorbjöms- son og Karl Sigurhjartarson. Fyrirfram var talið að allt að 6 sveitir af 8 í úrshtum ættu möguleika á titlinum, enda munaði ekki nema 25 stigum á sveitinni í fyrsta sæti og því sjötta. Það gefur ágæta mynd af því hve mikil breidd er orðin í ís- lenskum bridge. Nokkuð á óvart kom frekar slakt gengi sveita Trygginga- miðstöðvarinnar, núverandi bikar- og Reykjavíkurmeistara, og Ólafs Lárussonar, en þær enduðu í 5. og 6. sæti. Lokastaðan á mótinu varð þannig: 1. Modern Iceland 127 2. Verðbréfamarkaöur íslbanka- 125 3. Flugleiðir 115 4. Samvinnuferðir/Landsýn 113 5. Ólafur Lámsson 105 6. Tryggingamiðstöðin 102 7. Símon Símonarson 82 8. Ásgrímur Sigurbjörnsson 67 Tekið var upp á þeirri nýbreytni á mótinu að veita verðlaun fyrir besta par mótsins. Kristján Hauksson, að- stoðarkeppnisstjóri mótsins, hafði útbúið forrit fyrir tölvu þar sem beitt var Butlerútreikningi th að finna út bestan árangur, og höfðu þeir Ragn- ar og Rúnar Magnússynir að meðal- tali 12,8 impa í plús í hverjum hálf- leik fyrir alls 10 hálfleiki af 14. Næst- ir í röðinni með marktækan leikja- fjölda vom Sigurður Vilhjálmsson og Valur Sigurðsson úr sveit Modern með rúmlega 10 impa í plús að meðal- tali fyrir 13 hálfleiki. Fyrir ofan þá, með of fáa hálfleiki til að teljast marktækir til verðlauna, voru Eirík- ur Hjaltason með 12,75 impa fyrir 4 hálfleiki, og Helgi Jóhannsson, for- seti Bridgesambands íslands með 11,71 fyrir 7 hálfleiki. Keppnisstjóri á mótinu var hinn góðkunni Agnar Jörgensson, en fjölmennt starfslið sá um velheppnaðar lýsingar á leikjum á sýningartöflu. ÍS Kanadískir gullleitarmenn til Grænlands frá ísafirði - líkur á að hægt sé að hefla þar arðbært gullnám Helga Guðrún, DV, ísafiröi: Ungur kanadískur jarðfræðingur, Bill Mosher, var staddur á ísafirði á dögunum á leið sinni til Grænlands. Þar hyggst hann ásamt fleirum ljúka rannsóknum á þvi hvort það svarar kostnaði að hefja þar gullnám. 1986 lét kanadíska félagið Platinova Reso- urces hefja leit að platínu eða hvíta- gulli í Skærgard mhli Angmaksalik og Skoresbysunds. Ekki fannst þar nægilega mikiö af hvítagulli th að halda áfram rannsóknum en hins vegar gull í það miklu magni aö tahð var að það myndi svara kostnaöi að hefja þar rannsóknir og leit. Á síð- asta ári kom annað kanadískt fyrir- tæki, Corona, inn sem fjármagnsað- ili. Fullviss um árangur Bhl Mosher sagði að eftir rann- sóknir í sumar yrði hægt að kveða upp úr hvort það væri þess virði að hefja gullnám. Telur sjálfur yfir- gnæfandi líkur á því - reyndar full- viss um þaö. Á mánudag, 16. apríl, kemur forstjóri Platinova th ísafjarð- ar ásamt 10 manns: tækniliði, jarð- fræðingum, jarðeðlisfræðingum og borurum. Þeir munu fjúga áfram héðan til Grænlands með Flugfélagi Norðurlands, sem annast allt far- þega- og birgðaflug milli ísafjarðar og Södalen, þar sem félagið hefur bækistöð og lítinn flugvöll gerðan af eyfirskum ævintýramanni sl. sumar og hann verður með í förinni nú. Flugvöllurinn er undir snjó nú en Twin Otter flugvél félagsins getur lent á skíðum. Sigurður Aöalsteins- son mun fljúga með Kanadamennina frá ísafirði. Mosher sagði að þeir væru ánægðir meö þjónustu flugfé- lagsins - menn þar hefðu mikla reynslu í Grænlandsflugi. Bhl Mosher er nýkvæntur. Gekk í það heilaga 2. mars og mánuði síðar leggur hann í hálfs árs gullleitarleið- andur th óbyggða Grænlands. Hvað flnnst konunni hans um þessa ferð? „Hún var henni mjög mótfallin," sagði Bill og brosti elskulega. Eyjafjörður: Féll af hestbaki og slasaðist ísaQöröur: Rafmagnslaust í 2 fjöl- býlishúsum um páskana - vegna skulda eigandans og vanefnda Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Eitt alvarlegt slys varö í umdæmi Akureyrarlögreglunnar um hátíð- ina, en það átti sér stað er maður féll af hestbaki á föstudaginn langa. Þetta gerðist við bæinn Espigrund í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Mað- urinn var þar á ferð ásamt fleira fólki er hestur hans, sem var á nokkurri ferð utan vegar, sökk í snjó. Við það datt maðurinn af baki og slasaðist talsvert. Hann var fluttur á sjúkra- húsið á Akureyri og síðan suður til Reykjavíkur meö sjúkraflugvél. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri var stórtíðindalaust hjá þeim um páskana. Nokkur ölvun var þó í bænum eins og gengur og ger- ist, þrír voru teknir grunaöir um ölv- unarakstur og átta menn gistu fanga- geymslur vegna ölvunar. Höröur Kristjánsson, DV, ísafirði: Síðan fimmtudaginn 5. apríl hafa íbúar á Hemum, en svo nefnist húsiö að Mánagötu 4 á ísafirði, mátt búa við algjört rafmagnsleysi. Þann dag lokuöu starfsmenn Orkubús Vest- flarða fyrir rafmagnið í húsið vegna skulda eigandans. Á Hernum, eins og húsið er nefnt í daglegu tali hér, búa margar fjöl- skyldur og einstaklingar og hefur svo verið um árabh eða allar götur síðan Hjálpræðisherinn seldi einstaklingi á ísafirði húsið. í nærri hálfan mán- uð hafa íbúar hússins mátt þola raf- magnsleysi með tilheyrandi óþæg- indum og sömu sögu er reyndar að segja um íbúa við Mánagötu 3 sem einnig er í eigu sama aðila en hann er búsettur fyrir sunnan. Hiti hefur þó verið í húsunum sem tengd eru fjarvarmaveitu. Áform voru uppi um þaö í byrjun dymbilviku af hálfu íbúa að slá sam- an fyrir fáeinum vöttum af rafmagni en af því varð ekki þar sem eigandinn mætti á staðinn. Að sögn ætlaði hann að sjá th þess að rafmagn kæmist á 11. apríl en ekkert gerðist og íbúar urðu að sætta sig við að vera án raf- magns yfir páskahátíðina. ísskápar eru óvirkir og víöa mátti sjá plast- poka með mjólk hanga út um glugga hússins. Einu rafmagnstækin, sem verið hafa i gangi þessa daga hjá íbú- um húsanna, eru hins vegar þau sem knúin er með niðursoðnu rafmagni úr dósum eöa svokölluöum rafhlöð- um. Sandkom dv Afar og ömtnur Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri Víkur- blaðsinsá Húsavík.hefur oftsinniskomið viösöguíþess- umdálki,enda oftgamanað vitnaí skemmtileg skrif hans. Á dögunumvar Jóhannesað „skjóta utan í“ Steíngrim Hermanns- son forsætisráðherra og sagði að Steingrímur pijónaði gjarnan orðinu , ,afar‘ ‘ framan við þegar hann vildi leggja áherslu á orð sín. „Þetta er afarerfltt.ogafar merkilegt", segir Denni gjaman. Við höfum heyrt að þessi tiltekna orðanotkun forsætis- ráðherra hafi farið fyrir brjóstið á kvenréttindakonum. Þær gera þá kröfu til ráðherra að hann noti jöfh- un höndum orðin „afar“ og „ömm- ur“ segír í Víkurblaðinu ogþá myndi Denni hljóma svona: Þetta er ömmur erfitt, og ömmur merkilegt... Á bakinu? Þaðeralltaf iuegtaðfnma ; „guftkorn“í dagskrárkynn- ingum útvarps- stöövanna, sérstaklega þeirra „frjálsu". Mánudagísíð- usui'.ihugai t.d.aðiítaidag- skrárkynningu Stjörnunnar þáttinn „Á bakinu með Bjama“. Síð- an sagði að milli kl. 17 og 18 yrði leik- in ný tónlist í bland við viðtöl við fegurðardísir. Hvemignafn þáttarins kemur heim og saman við innihaldið er ekki gott að segja. Ef fegurðardis- irnar, sem mættu til leiks, hafa verið á bakinu með Bjama, umsjónar- manni þáttarins, er í sjálfu sér ekki nema gott eitt umþað að segja, en hefði þátturinn þá ekki allt eins getað heitið „Föndrað við fegurðardísir"? Úheilindi? BjarniP. Magnusson, borgarfullti*úi Alþýðufíokks- insíReykjavik, \<u oánægður meðaöhafnaí j s,niipmí- : kjóri Nýs veit- vangsíborg- iimi.ogvar / óhrcss. Hann sagðiaðekki hefðuallifunn- ið af heftindum í prófkjörinu, og er varia hægt að skifja það öðntvisi en að þær Ólína Þorvarðardóttir og Kristín Ólafsdóttir, semskutuBjarna ref fyrir rass, hafi haft í frammi brögö sem skiluöu þeim i efstu sætin. Ó- sættið hefur því þegar hafið innreið sína. Það vakti þó meiri athygli að Bjarni sagði að illa hefði verið unnið að prófkjörinu og það verið illa aug- lýst Hann sagðíst td. vita um fólk sem ekki hefði fundið kjörstaðinn i Kringlunni! Þarna hlýtur skýringin á 3. sæti Bjarna að vera fundin. Kratar í höfuðborginni hafa ekki fundið kj örstaðínn i prófkj örinu og þ ví fór sem fór. Það er vonandi fyrir þeirra hönd að kjörstaðir þann 26. raaí verði betur auglýstir svo þeir rati þá á kjörstaö, hvað svo sem þeir ætlasíðanaðkjósa. Ekki svefnfriður Þessierúr tímaritinuÓr- vali: ..Ungiiiún vorunýflutti blokkinaog : héiduuppáat- húrðinnmeð fjölmennu samkvæmi. Þegar komið var velfram \firmiðnætti hringdisiminn ogfrúinsvar- aði. Þegar hún lagði á aftur sneri hún sér að manninum sínum og sagði: „Mikiö vorum við heppin að kaupa ekkiíbúöinahérfyrirneðan. Maður- inn þar var að hringja og segist ekki geta sofiö tyrir hávaða!" Umsjón: Gýlfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.