Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUlí Í5. ÁGÚST 1992 Vísnaþáttur Illt er i landi i En þrátt fyrir slík mistök er Páll svo mikill veðurfræðingur, að hann kemur veðurfræðinni að, þegar hann lætur í ljós óánægju sína með álögð gjöld: Vont er skattsins veðurfar, vill það mörgum granda, að helzt eru lægðir hafðar þar sem hæðir ættu að standa. í gamlárskvöldsskaupi fyrir all- mörgum árum sungu fjórir veður- fræðingar þessa stöku: Nú er úti veður vott, vonlaust að það batni. Allavega er þó gott að eiga nóg af vatni. Jóhann Halldórsson á Hafnamesi í Fáskrúðsfirði (lést rúmlega tvítug- ur): Regnið bindur hnd í lind, ljós og yndi flýja. Vindar hrinda af tind á tind töframyndum skýja. Víst er gott að eiga nóg af vatni, því án vatns er ekkert líf, en sumum finnst samt að það mætti jafna því betur niður á landshlutana. En víst er um það, að oft yrði lítið úr sam- Páll sendi þá útvarpsmönnum þennan kviðling: Að nokkur opni útvarp mætti undrum gegna ef það væri ekki vegna auglýsinga og veðurfregna. Fyrir nokkrum árum varð mein- ingarmunur um útsendingartíma veðurfrétta og fleira með tveimur veðurfræðingum Veðurstofunnar. Rituðu þeir í blöð og sögðu skoðanir sinar. Af þessu tilefni orti Jóhannes Benjamínsson: Skolast í flutningi mergurinn máls mörgum finnst tvíeggjað gaman, ef Markúsar-guðspjall og pistillinn Páls passa’ ekki allskostar saman. Ekki veit ég hvort vísa Páls Berg- þórssonar, sem fer hér á eftir, var orkt af því tilefni, en það má vel hugsa sér að svo hafi verið: Illt er í landi aldarfar og öfugt skipt í hópa. Fáir veðurfræðingar en fjöldi skýjaglópa. Á fimmtugsafmæli Þórs Jakobs- sonar, hafísfræðings Veðurstofunn- ar, flutti Páll honum þessa kveðju: Á skemmtun skógræktarmanna fór eitt sinn fram vísnaleikur, og mun Páll Bergþórsson hafa tekið þátt í honum. Frá Einari Sæmundsen fékk hann þá þessa vísu: Stundum bregzt þér stormaspá þótt staðið sé í vari. „Veðrið hefur jafnan verið hið nær- tækasta umræðuefni manna. Gott og hagstætt veður hefur jafnan verið lofað og þá oftast meir en efni standa til, en umburðarlyndi manna gagn- vart erfiðu tíðarfari hefur á hinn bóginn oftast reynst minna en við mætti búast, því sjaldan kemur svo illviðrakafli, að við höfum ekki orð á því, að þetta sé nú eitthvert það al- versta tíðarfar, sem við munum.“ Það var Skúli Guðjónsson, bóndi og rithöfundur á Ljótunnarstöðum, sem komst þannig að orði í útvarps- erindi um daginn og veginn á árinu 1953. Það hefur gengið á ýmsu í veð- urfari síðan og viðbrögðin hafa verið nákvæmlega þau sömu og Skúli lýsir þeim. illviðrakaflar hafa hver um sig verið verri en elstu menn muna, sem sannar það eitt, að ekki er alltaf á minni elstu manna að treysta. Veðurstofan varð fertug 17. janúar 1960. Um kvöldið flutti Páll Bergþórs- son útvarpserindi um kafla úr sögu veðurfræðinnar. Daginn eftir barst þetta stef á fjarrita til útvarpsins: Menn góndu til loftsí glópsku sinni og gizkuðu á veðurfarið, og þannig liðu ótaldar aldir upp yfir veraldarskarið. Loks var hún svo stofnuð Veður- stofan. - Samt vitraðist engum svarið. ræðum fólks bæri veðurfarið ekki á góma, og hætta á ágreiningi, sé það umræðuefnið, er því sem næst engin. En það eru bændur og sjómenn sem eiga mest undir veðurfarinu, enda hefur það orðið mörgum í þeim stétt- um yrkisefni. Baldvin Jónatansson, bóndi í Víðaseli í Reykjadal í S- Þing., kvað svo: Veðurlæti heyrast hér, himinn grætur stúrinn. Mál á fætur okkur er eftir næturdúrinn. Torfi Jónsson Vísnaþáttur Torfi Jónsson Oft hendir það hrörlega karla á hálum ísum að falla, en hrasi hann Þór þá er hættan stór að svo fari um flesta eða alla. - En þú ert Páll minn uppbót á okkar veðurfari. Frá Þorsteini Valdimarssyni kom þessi ákvæðavísa: Megi andans innstreymi og útstreymið í vindinn endast þér í uppstreymi yfir hæsta tindinn. Um eina veðurspá sína orkti Páll: Stórkostleg var stormaspá stuttu fyrir jóhn. Lægðin fór í fússi hjá. Fagurt brosti sólin. Verðlaiinaðasti bíli ■ Sannkallaður eðalvagn á ótrúlega góðu verði. Nissan Primera 2.0 SLX 16 ventla með öllum aukabúnaði á aðeins kr. 1.374.000 stgr.* Bíiasýning í Reykjavík laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00. Ingvar Helgason hf * Verð með ryðvarnar- og skráningargjaldi. Sævarhöfóa 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.