Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 1
Dr. Kristján Eldjárn sigraði mjög glæsilega í for-4 setakosningimum á sunnudag. Hann hlaut 65,6% gildra atkvæða á landinu, og eru það meiri yfirburð ir en nokkurn hafði órað fyrir, þótt almennt hefði dr. Kristjáni verið spáð sigri fyrir fram. Kristján sigraði í öllum kjördæmum landsins, og hlaut hvergi minna en 60% atkvæðamagnsins, en mest var fylgi hans í Austurlandskjördæmi, 80,9%. Kjörsókn var betri í þess- um kosningum en nokkurn tímann síðan i lýðveldiskosn- ingunum 1944, yfri 90% í öll- um kjördæmum landsins. Mest var kjörsóknin í Vesturlands- kjördæmi og NorðurLandskjör dæmi eystra. 92,9%, en minnst í Reykjavík, 90,4%. . Mesta athygli við úrslitin vakti tvímælalaust yfirburða- sigur tlr. Kristjáns í Reykja- vík. Þar hlaut hann alls 26.460 atkvæði eða 61%, en keppi- nautur hans hlaut þar aðeins 16.900 atkvæði e'ða 39%. Al- mennt mun hafa verið búizt við því fyrir fram að úrslit í Reykjavík yrðu mjög jöfn, og spáðu fleiri því að dr. Gunnar Thoroddsen yrði þar hærri. Hins vegar varð ljóst, strax og fyrstu tölur frá Reykjavík voru birtar nokkru eftir að kosningu lauk, að dr. Kristján myndi hafa verulega yfirburði í höfuðborginni, og má segja að úrslit kosninganna hafi þá strax veríð vituð. í einstökum kjördæmum féllu atkvæði sem hér segir: Reykjavík: Á kjörskrá voru 48.469, at- kvæði greiddu 43.834 eða 91%. Gunnar Thoroddsen hlaut 16.900 atkvæði eða 39%, Krist- ján Eldjárn hlaut 26.460 at- kvæði (61%). Auðir seðlar voru 369, ógiídir 105. IReýkiajie'Jkiördæmi: Á kjörskrá voru 18.461, at- kvæði greiddu 16.919 (91,6%). Gunnar Thoroddsen hlaut 5.908 atkvæði (35.2%), Kristján Eldjám hlaut 10,876 atkvæði (64,8%). Auðir seðlar voru 91, ógildir 44. Vesturlandskjördæmi: Á kjörskrá voru 7.177, at- kvæði greiddu 6.668 (92.9%). Gunnar Thoroddsen hlaut 2.168 atkvæði (32,7%), Kristján Eldjárn hlaut 4.455 atkvæði (67,3%). Auðir seðlar voru 27, ógildir 11. Vestfjarðakjördæmi: Á kjörskrá voru 5.622, at- kvæði greiddu 5.118 (91%). Gunnar Thoroddsen hlaut 1.796 atkvæði (35,4%), Kristján Eldjám hla,ut 3.284 atkvæði (64,6%). Auðir seðlar voru 25, ógildir 13. Norðurlandskjördæmi vestra: Á kjörskrá voru 5.754, at- kvæði greiddu 5.231 (90,9%). Gunnar Thoroddsen hlaut 1.709 atkvæði (32,9%), Kristján Eldjárn hlaut 3.486 atkvæði (67,1%). Auðir seðlar voru 33, ógildir 3, Nortíurlandskjördæmi eystra: Framhald á 14. síðu. Frú Ilalldóra og dr. Kristján taka á móti heillaósk um mannf jöldans. NÝJU FORSETAHJÓNIN HYLLT Þúsundir manna söfnuðust saman við Þjóðminjasafnið i gærkvöldi til þess að hylla nýkjörinn forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn og konu hans frú Halldóru Ingrólfsdóttur. Fólk tók að drífa að iaust fyrir Idukkan níu og á ótrú- lega 6kömmum tíma var gras flötin milli I'j óðminjasafnsins og Gamla Garðs, svo og um- ferðareyj'ar á Hringbrautinni og raunar Iiringbrautin sjállf, sem lokað var fyrir bflaumferð um skeið, orðin þéttskipuð fóliki. Hin nýkjömu forseta- hjón gengu fram á tröppur safn húss-iins og ávarpaði Ragnar Jónsson forstjóni Iþau hjón þar fáeinum orðum, en mamnfjöld inin hyllti þau með húmahróp um. Lúðrasveit lék stúdenta- söngva og ættjarðiarlög, og síð an flutti dr. Kristján Eldjárn situitt ávarp, þar sem hann þakk aði fyrir það miMia brautar- geugi sem kjósendur hefðu vedtt sér í kosningiunuim og það mikla traust sem þeir hiefðu sýnrt þeiirn hjónum. Kvað hann þau mundu reyna að gera sitt til að vera verðug þess Itnausts, en þessi mikli stuðningur væri ómetanlegt veganesti fram á veginn. Á- ■varpi sínu lauik hann með orð unum: ,,Ég óska þess að allar ihollar vættir fylgi íslandi og 'íslenzkri þjóð nú og ætáð“. Síðan lék lúðrasveitin Ég vil elska mitt land, en siðan þakkaði dr. Krijitján mönlnium fyrir komuna, em viðstaddir hylltu þau hjón

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.