Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNjFimmtudagur 19. april 1973. Minningarorð Sigurður G uðmund sson ritstjóri Fœddur 16. nóv. 1912 — Dáinn 11 Lifi, sem lifaö var fyrir hugsjón sósialismans, er lokið. Allt frá blautu barnsbeini kynntist Sigurður Guðmundsson þeirri sáru fátækt, landlægri hjá islenzkri alþýðu, sem hann siðar átti svo drjúgan þátt i að útrýma. Ungur að árum aðhylltist hinn fróðleiksfúsi drengur sósialism- ann og helgaði honum siðan allt sitt lif. Sigurður Guðmundsson var fæddur i Kjólsvik, 16nóv. 1912, og ólst þar upp i Borgarfirði eystra. Atvinna var stopui, og faðir hans Guðmundur Stefánsson hafði um 1920 farið suður ti) Reykjavikur I atvinnuleit til að framfleyta stórri fjölskyldu og liklega kynnzt þar hinni sósialistisku verkalýðs- hreyfingu, er var að byrja að ryðja sér braut. Föður sinn missti Sigurður ungur, hann dó 1923 — og Sigurður stundaði sjóinn og fiskvinnuna frá þvi hönd gat lyft ár og börum. En þorstinn i fróðleik og brennandi ást á bókum beindi hug hans að frekara námi. Kommúnista taldi hann sig áður en hann náði fimmtán ára aldri, og allt.sem honum auðnaðist að afla sér til lesturs, styrkti hann i þeirri skoðun sinni. Þrátt fyrir fátæktina tókst Sigurði með að- stoð góðra manna að komast i Menntaskólann, og lauk hann stúdentsprófi 1934. Allt frá þvi Kommúnistaflokkur Islands hóf starfsemi sina 1930, vann Sigurður honum, hvað hann mátti. Við kynntumst ritlist hans og samvizkusemi, brennandi áhuga og takmarkalausri fórnfýsi fyrir málstaðinn. Þegar Kommúnistaflokkur Islands byrjaði að gefa Þjóðviljann út sem dagblaö i októberlok 1936 hvarflaði þvi hugur manna fyrst og fremst til Sigurðar þegar svip- azt var um eftir starfskröftum. Sigurður hafði að ioknu stúdentsprófi hafið háskólanám i jarðfræði við háskólann i Kaup- mannahöfn. En þegar flokkur hans bað hann að hætta háskóla- námi, koma heim og gerast illa launaður blaðamaður við Þjóð- viljann, kom hann með fyrstu ferð, eins og ekkert væri sjálf- sagðara en að gefa upp öll hugðarefni háskólanáms, — þegar möguleiki til þess loks hafði opnazt, — fórna öllum framavonum á visindabraut og öruggu starfi i opinberri þjónustu fyrir ótrygga þyrnibraut sósialistisks blaðamanns. Siðan lágu leiðir okkar saman i bliðu og striðu, i sigursóknum áranna 1937 og 1938, i sorg yfir missi fágæts félaga, i ofsóknum og herleiðingu, er harðnaði á dalnurn. Sigurður bjó á þessum árum með móður sinni, Friðbjörgu Jónsdóttur, og Jóhanni bróður sinum, i litlu fátæklegu þak- ibúðinni undir súð á Bergstaða- stræti 2 (hún er nú horfin l.Stund- um bárum við þar saman bækurnar um hver berjast skyldi, hvað skrifa skyidi, — ritstjórnar- skrifstofa var þegar verst lét ekki til. Þá skrifaði hver heima hjá sér eða i prófarkakompu prent- smiðjunnar. Saman sátum við heima hjá mér á Njálsgötu 85 sunnudagskvöldið 27. april 1941, er brezki herinn kvaddi þar dyra í handtökuskyni og tóku þá að rannsaka hver Sigurður væri, og kom i ljós að hann skyldi tekinn lika. Var hann þá fluttur i hermannabil niður á Bergstaðastiginn, þar sem móðir hans lasin og öldruð tók saman pjönkur þær, er hann hafði með — og Andvökur Stephans G. tók hann með sér i andlegt nesti — eins og ég. Saman sátum við undir loft- árásunum mestu i þvi „konung- lega skólahúsi fyrir föðurlausar sjómannadætur” — og i Brixton- fangelsinu þann skamma tima hvers sólarhrings, sem við og Sigfús Sigurhjartarson, sá ó- gleymanlegi vinur og félagi, fengum að sleppa úr klefunum. — Tryggðabönd eru treyst á slikum stundum. En Sigurður var ekki á þvi að við skyldum sitja aðgerðarlausir, þótt i tugthúsi væri. Heila bók um imperialismann og Island var búið að skipuleggja hve skrifa skyldi. — En heimkoman varð fyrr en ætlað var, og blaða- mennskan hófst á ný. Sigurður Guðmundsson starfaöi meirihluta ævi sinnar við Þjóðviljann — i 36 ár. Þegar önnur verkefni hlóðust á okkur Sigfús eftir sigurinn 1942, tók Sigurður við ritstjórninni 1943 og hafði hana á höndum i 30 ár, fyrst einn, siðan með ágætum félögum, fyrst Kristni svo Magnúsunum. Allt lif og starf Sigurðar var siöan samofið sögu Þjóðviljans og baráttu sósialiskrar hreyfingar á tslandi — og verður ekki rakið hér. Hann lét Þjóðviljanum i té allt það bezta sem hann átti til: sitt fagra mál og hreina stil, alla árvekni sina og samvizkusemi, alla hrifningu sina og eldmóð fyrir framgangi stefnunnar. Aðeins eitt var það hugðarefni sem hefði orðið Sigurði eins hjart- fólgið og Þjóðviljinn, ef hann hefði fengið færi á að gefa sig að þvi til fulls. Það var saga verka- lýðshreyfingarinnar — og fáir menn hefðu skráð hana af slikri samvizkusemi og frásagnarlist sem Sigurður Guðmundsson. Hann átti ágæt viðtöl við braut- ryðjandann Ottó Þorláksson, sem hann ætlaði sem stofn i bók, — og sögu Bárufélaganna var hann all- langt kominn með. Fátt hefði honum verið kærara en fá að ljúka þessu verki siðasta ára- tuginn. Það er mikill ljóður á ráði okkar verkalýðsfélaga, eftir að þau urðu voldug og rik, hve litt þau hirtu um sögu sina. Þau þurfa vissulega að varast það að gerast andlega fátæk, þegar þau eru orin rik að veraldarauði. En stórir þættir úr sögu verka- lýðshreyfingarinnar eru ekki það eina, sem biður óútgefið úr. hendi Sigurðar. Vandleg þýðing á Marx-ævisögu Mehrings, þvi mikla listaverki, er einnig til frá hendi hans. Sigurður Guðmundsson var gæfumaður i sinu persónulega iifi. Kona hans, Asdis Þór- hallsdóttir, stóð sem hetja við hlið hans, ekki sizt, er mest þrengdi að. Það var þröngt búið i litla húsinu á Fálkagötu 1 með barna- hópinn allan og siðan bættist van- heilsa Sigurðar ofan á. En hvenær sem eitthvað bráði af lét bjart- sýnin og stórhugurinn um starfið aftur til sin taka. Hreyfing sósialismans á Islandi á Sigurði Guðmundssyni mikla þakkarskuld að gjalda. Hlé- drægni hans og eindreginn vilji til að vinna verk sitt i kyrr- þey veldur þvi að þá fyrst veit al- þýða hvað hann hefur áorkað þá hann er allur. Við, sem unnið höfum með hon- um mestalla ævina, þökkum hon- um samstarfið, vináttuna og tryggðina við hugsjón vora, sem aldrei brást og allt lif hans var helgað. Asdisi og börnunum og ástvin- um hans öllum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Einar Olgeirsson apríl 1973 Ég átti þvi láni að fagna að starfa með Sigurði Guðmunds- syni á Þjóðviljanum i aldar- fjórðung. Ég minnist þess ekki, að okkur hafi nokkru sinni á þvi timabili orðið svo sundurorða, að það hafi truflað daglega sam- vinnu okkar. Svo langvinnt og náið samstarf er þess eðlis, að ég kann ekki að fara um það neinum orðum; þegar ég kveð Sigurð Guðmundsson er ég að kveðja hluta af sjálfum mér. Samt langar mig að minnast á eitt einkenni, sem mér fannst móta Sigurð Guðmundsson öðrum fremur. Brauzt hann fátækur til mennta á kreppu- árunum fyrir strið og sýndi mikla námshæfileika, lauk stúdents- prófi 1934 og hóf siðan nám I jarð- fræði við Hafnarháskóla. Það verkefni átti hug hans allan; samt hikaði hann ekki andartak þegar Kommúnistaflokkurinn bað hann um að hverfa frá námi 1936 og gerast blaðamaður við dagblað, Þjóðviljann. Sigurður vissi frá hverju hann hvarf, honum hefur vafalaust ekki dulizt hverjir kostir honum voru boðnir. Það var engin fremdarstaða, samkvæmt skilningi neyzluþjóð- ffflagsins, að gerast blaðamaður við málgagn félausrar alþýðu- hreyfingar, heldur linnulaust strit, argaþras útáviðog innávið, og lág laun, sem sjaldnast fengust borguð og aldrei á réttum tima, En viðhorf neyzluþjóðfélagsins voru framandi ungum hugsjóna- mönnum á árunum fyrir strið, þegar heimskreppan lamaði auð- valdsrikin, þegar ófreskja nazismans ógnaði öllu mannkyni, en verklýðsrikið i austri virtist kunna ráð sem dugðu. Sigurði Guðmundssyni var boðið að gerast starfsmaður sósialiskrar alþýðuhreyfingar; hann vissi að hún þurfti á liðsinni hans að halda, og þarfir hennar voru miklu mikilvægari en persónu- legar óskir hans um annað hlut- skipti. Þetta viðhorf fylgdi Sigurði Guðmundssyni æ siðan. Hann tók ævinlega mið af hagsmunum samtakánna, jafnt stjórnmála- hreyfingar sósialista sem verk- lýðssamtakanna. Mat hans var kreddulaust, og ég varð þess aldrei var að afstaða hans yrði fyrir áhrifum af persónulegum hagsmunum eða frama- draumum. Þetta heilsteypta féiagslega viðhorf fylgdi honum alla ævi og auðveldaði honum að siðustu að takast á við þungbæra sjúkdóma af óvenjulegu æðru- leysi. En þar kom vissulega einnig tii frábær stuðningur Asdisar Þórhallsdóttur, konu hans, og barna þeirra hjóna. Það eru menn sem spunnir eru af sama toga og Sigurður Guð- mundsson sem áratugum saman hafa gert samtök sóslalísta að ómótstæðilegu þjóðfélagslegu afli á Islandi. Framtið hreyfingar- innar er undir þvi komin að hún kunni að kalla rétta menn til starfa og að þeir bregðist við kallinu i sama anda og Sigurður Guðmundsson 1936. Magnús Kjartansson. • Þegar góður vinur hnigur i valinn fyrir aldur fram, þá fer bezt á þvi að vera hljóður um stund. Ég mun þvi ekki freista þess að minnast Sigurðar Guð- mundssonar á þann hátt sem ég kysi helzt, né rekja i svip náin kynni okkar, en þau voru vissu- lega orðin alllöng, hófust að haustlagi 1934. Með okkur ungum tókst sú vinátta sem aldrei bar neinn skugga á, hversu sem ýmis ótíðindi þessarar aldar fengu okkur mikils og hversu vægðar- laust sem þau tvistruðu mönnum. Móðir hans, Friðbjörg Jónsdóttir, sem lézt fyrir þremur áratugum, hefur orðið mér ógleymanleg sakir mannkosta sinna, áskapaðrar hjartahlýju, kyrr- látrar fórnarlundar. Henni liktist Sigurður i sjón og reynd, yfir- bragð hennar hafði hann fengið, hennar dökku og bliðu augu, hennar milda og dula geð. I æsku dreymandi okkur svipaða drauma; um fegra og réttlátara mannlif, um menningarhlutverk alþýðu, um bókmenntir og listir. Sigurður brauzt til mennta, þrátt fyrir sárustu fátækt og margháttaða erfiðleika. Hann lauk stúdents- prófi i Reykjavik vorið 1934 og hóf nokkru siðar jarðfræðinám við Kaupmannahafnarháskóla. Mér er enn i fersku minni hversu margt við þurftum að ræöa þegar hann heimsótti mig austur i Grafning á sólmánuði 1936, ný- kominn frá Höfn. Af þeim viðræð- um okkar varð mér meðal annars ljóst, hversvegná hann hugðist gera jarðfræði að ævistarfi sinu: I fyrsta lagi hafði hann mikinn áhuga á þeirri greín náttúru- visinda, en hitt réð ekki síður miklu um ákvörðun hans, að hann taldi fært að stunda jafnhliða henni bókmenntastörf, svo sem mörg dæmi höfðu sannað. Allt fór þetta samt á annan veg en um var rætt á björtu sumarkvöldi austur við Alftavatn, fáeinum dögum áður en borgarastyrjöldin á Spáni hófst, forleikur nýrrar heims- styrjaldar. 1 desembermánuði sama ár, 1936, bar mig á fund Sigurðar i Kaupmannahöfn um þær mundir sem hann afréð að verða við eggjan og þrábeiðni samherja, hætta námi og gerast blaðamaður við Þjóðviljann, sem þá var nýstofnaður og skorti til- finnanlega liðveizlu, en gat ekki boðið nein kjör. Mér er óhætt að fullyrða að ráðsályktun þessi var Sigurði öngvan veginn sársauka- laus, en hann hlýddi i senn innri rödd og kalli og kvöð timans, veitti lið sitt þeim málstað sem honum var hugfólginn, og gerði það með þeim hætti sem alþjóð er kunnugt. Þvi fór viðs fjarri að menntun Sigurðar lyki um leið og hann hvarf frá námi. Það er ekki of- mælt, að þrátt fyrir ærnar annir hafi hann jafnt og þétt verið að mennta sig allt til hinztu stundar, auka við tungumálakunnáttu sina, nema ný þekkingarsvið. Hann var að sjálfsögðu mjög vel heima i öllu þvi sem laut að starfi hans sérstaklega, svo sem i ritum um þjóðfélagsmál og sögu is- lenzkrar og alþjóðlegrar verka- lýðshreyfingar. Hann las að staðaldri rit um heimspeki og kynnti sér eftir föngum nýmæli i ýmsum greinum raunvisinda, enda mun fáum hafa verið ljósari en honum nauðsyn þess að fylgjast með i þeim efnum á ger- breytingaöld. En umfram allt las hann skáldskap, fornan og nýjan, bundinn og óbundinn, islenzkan og erlendan, ásamt þeim fræðum sem honum heyra. Hann mat mikils klassiska arfleifð, og hitt var beinlinis með ólikindum hversu fundvis hann var á nýja erlenda höfunda, sem veigur var i, litt þekkta menn, sem áttu kannski eftir að njóta heims- frægðar nokkrum árum siðar. Óþarft er að taka það fram, að Sigurður var ekki seinn á sér að benda vinum sinum á höfunda þessa og einatt ljá þeim bækur þeirra. Mér er nær að halda, að ég hafi öngvum manni kynnzt við- lesnari, og satt að segja var mér oft fullkomin ráðgáta hvilik kynstur hann komst yfir að lesa i tómstundum sinum - og lesa vel. Þegar mér var orðið ljóst fyrir allmörgum árum, að hann gekk ekki heill til skógar, ýjaði ég að þvi við hann, hvort ekki væri ráð- legast að skifta um starf, losna viö slikt þrotlaust álag sem felst i ritstjórn dagblaðs. Mér er engin launung á þvl, að undir niöri vonaði ég að honum kynni þá frekar að veitast tóm til þeirra hluta, sem mér virtist hann hafa verið að renna huganum til langa hrið og jafnvel búa sig undir öör- um þræði, þaö er að segja bók- menntalegra iðkana. En Siguröur kunni hvorki að hlifa sér né fara fram á neitt sjálfum sér til handa. Og nú hefur hinn dimmi hljómur kveðið við, kall þess lögmáls sem enginn fær breytt. Ég hóf stutta kveðju mina á þeim orðum, að bezt færi á þvi að vera hljóður um stund. Hitt er vist, að Sigurðar Guðmundssonar verður lengi minnzt. I persónu- leika þessa hámenntaða og gáfaða manns fólst djúp húm- anisk mildi, sú göfgi hjartalags og lundar, sem i minni vitund gerir hugsjónina um bræðralag á jörðu annað og meira en likinda- reikning og varajátningu ellegar draumsýn og hillingu. Hann var óvenjulega dulur um sjálfan sig og sína hagi, en þeim mun hlut- tekningarsamari og nærgætnari við aðra. Að leiðarlokum þakka ég honum hrærðum huga tryggð hans við mig og bróðurlegt þel. Konu hans, Asdisi Þórhallsdóttur, sem reyndist honum frábærlega góður og traustur förunautur, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við hjónin dýpstu samúð. Ólafur Jóhann Sigurðsson • Hógvær og ihugull, en jafn- framt öruggur og ákveðinn i mati á málefnum og atburðum. Þannig er sú mynd, sem Sigurður skilur eftir i hugum okkar, sem starfað hafa i röðum sósialista á íslandi. Hann var einn þeirra manna, sem vann alla starfsævina i þágu hugsjónar, án þess að persónuleg framagirni eða eiginhagsmuna- streita ætti þar hinn minnsta hlut að máli. Hans viðhorf var það eitt, að vinna gagn hugsjóninni um þann heim réttlætis og mannúðar, sem sósialistar vilja skapa. Vettvangur baráttu hans var fyrst og fremst Þjóðviljinn, og hann hefur deilt örlögum með blaðinu frá upphafi. Hann sætti fangavist hjá Bretum ásamt rit- stjórum blaðsins sumarið 1941, og fjárhagsvandræði þess sögðu vist oft til sin i pyngju hans. En bar- áttan færði honum einnig gleði og fullnægingu. Þeir sigrar sem blaðið og flokkar sósialista hafa unnið á liðnum árum hafa einnig verið sigrar hans. Blaðið og stjórnmálahreyfingin urðu ekki aðskilin i huga Sigurðar, og hann þreyttist aldrei á að innprenta okkur félögum sin- um þá staðreynd, ,að útgáfa blaðsins er ekki aðeins verk- efni ritstjórnar, heldur hreyfingarinnar allrar. Hann áleit að samskipti blaðs og stjórn- málahreyfingar ættu að vera sem allra nánust, og sjálfur var hann i samræmi við það alltaf virkur þátttakandi i félagsskap sósialista. Þegar Alþýðubanda- lagið var stofnað sem kosninga- bandalag 1956 sá hann það fljót- lega, að þróunin ætti og hlyti að verða sú, að úr þessum kosninga- flokki myndaðist skipulegur stjórnmálaflokkur sósialista. Hið tviskipta form kosningabanda- lags og flokks hlið við hliö væri ekki hið rétta form fyrir þá sem samstilltir ættu að glima við gamalgróið valdakerL i þjóð- félaginu. Sigurður var einkar næmur fyrir öllu ranglæti rikjandi skipu- lags i hvaða mynd setn það birtist. Við, sem lengi höfum klifað á nauðsyn þess að ryðja úr vegi þvi misrétti, sem konur búa viö i atvinnulifinu, áttum t.d. ein- lægan og góðan stuðningsmann, þar sem Sigurður var. Ég man hvað það var uppörvandi að sjá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.