Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 23
ÍÞRÓiriR Atli Hilmarsson í baráttu við vestur-þýska varnarmenn. Atli lék síðari hálfleikinn í gær og skoraði fjögur falleg mörk. Mynd:—eik. 2. deild kvenna Handknattleikur Kristján Geir og Páll Bogdan Kowalczyck landsliðs- þjálfari íslands í handknattleik tilkynnti í gærkvöldi hvaða 15 leikmenn færu til Los Angeles síð- ar í þessum mánuði til keppni á Ólymípuleikunum. Þeir eru eftir- taldir: Markverðir: Einar Þorvarðar- son, Jens Einarsson og Brynjar Kvaran. Aðrir leikmenn: Þorbergur Aðalsteinsson, Bjami Guð- mundsson, Alfreð Gíslason, Guðmundur Guðmundsson, Sig- urður Sveinsson, Þorbjörn Jens- son, Steinar Birgisson, Sigurður Gunnarsson, Atli Hilmarsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Jakob Sigurðsson og Kristján Arason. Þrír úr 18 manna hópnum sitja því heima, Kristján Sigmundsson markvörður og þeir Páll Ólafsson og Geir Sveinsson. Landsliðið heldur í dag til Spánar í lokaund- irbúninginn fyrir leikana. - VS Landsleikurinn Dauðafæri forgörðum Frábœr leikkafli um miðjan síðari hálfleik var ekki nóg - ísland tapaði 17:21 fyrir V.Pjóðverjum í Laugardalshöllinni „Ekkert lið sem nýtir ekki 6-7 dauðafæri í leik, maður gegn manni, getur ætlast til þess að vinna sigur“, sagði Bogdan Kow- alczyck landsliðsþjálfari íslands í handknattleik eftir ósigur, 17:21, gegn sterku liði Vestur-Þjóðverja í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Já, alltof mörg dauðafæri fóru forgörðum hjá íslenska liðinu í gærkvöldi, einkum í fyrri hálf- leik, og hefði einhver hluti þeirra verið nýttur er ekki gott að segja hvernig hefði farið. ísland var tvívegis yfir í byrj un, 1:0 og 3:2, en V.Þjóðverjar kom- ust í 3:6, 5:9, og loks 6:11 undir lok fyrri hálfleiks. Munurinn var orðinn sex mörk, 9:15, eftir 10 mínútur í síðari hálfleik en þá kom besti kafli íslenska liðsins. Atli Hilmarsson fór í gang og lið- ið með honum, á 10 mínútum breyttist staðan í 15:16. Þá var 4. deild Örugg staða Reynis Reynir Árskógsströnd er kominn Svartdælir.....5 2 1 2 12-15 7 með yfirburðastöðu í D-riðli 4. Skyttumar..5 2 0 3 14-13 6 deildarinnar í knattspyrnu eftir 3-1 Gelslinn...3 10 2 3- 5 3 sigur á Skyttunum í fyrrakvöld. Örn Hvöt.......5 104 3 Viðar Arnarson 2 og Björn Friðþjófs- son skoruðu fyrir Reyni en Sigur- f C-riðli vann Grótta 2-0 sigur á björn Bogason svaraði fyrir Siglu- Leikni Reykjavík í fyrrakvöld. Bæði fjarðarliðið. Aðeins Geislinn getur mörkin kómu í fyrri hálfleik, Gunnar nú komist uppfyrir Reyni með því að Gunnarsson skoraði fyrst með óverj- vinna alla sína fimm leiki. Staðan í andi skoti eftir aukaspyrnu og Sverrir D-riðli er þessi: Sverrisson sá um síðara markið. ReynlrÁ........6 5 1 0 21- 4 16 ~vs Þorbergi Aðalsteinssyni vísað af velli og íslenska liðið missti takt- inn. Þrjú mörk V.Þjóðverja í röð og sigur þeirra var ekki í hættu eftir það. íslenska liðið á hrós skilið fyrir að halda haus þrátt fyrir brösugt gengi framan af og það barðist af krafti allan tímann. Kristján Ara- son lék ekki með vegna meiðsla, sem þó eru ekki alvarleg, og það veikti varnarieikinn talsvert. Vörnin opnaðist nokkrum sinn- um illa á miðjunni. í kjölfarið var markvarsla Einars Þorvarðar- sonar og Kristjáns Sigmunds- sonar heldur slök og að auki misstu þeir inn skot sem þeir hefðu átt að verja. „íslenska liðið lék eins vel og í fyrri leiknum en vörn okkar var grimmari að þessu sinni og kom vel út á móti íslensku skyttunum“, sagði Simon Schoebel þjálfari V.Þjóð- verja. „Eg var að prófa leikmenn í kvöld og var sérstaklega ánægð- ur með Guðmund Guðmunds- son,“ sagði Bogdan. Guðmundur átti góðan leik, sem og Atli sem lék aðeins síðari hálfleikinn. Þor- bjöm Jensson var sterkur í vörn- inni en aðrir hafa leikið betur. Sigurður Sveinsson skoraði 7 mörk, 6 úr vítaköstum. Atli gerði 4, Bjarni Guðmundsson 2, Guð- mundur 2, Alfreð Gíslason og Þorgils Óttar Mathiesen eitt hvor. Erhard Wunderlich, Schwalb og Neitzel voru atkvæðamestir í jöfnu, sterku og baráttuglöðu liði V.-Þjóðverja. „Við komum hing- að til að leika við sterkt íslenskt landslið og mæta erfiðum íslensk- um áhorfendum og mínir menn léku í 45 mínútur eins og ég vil að þeir geri í Los Angeles“, sagði Schoebel. Wunderlich, sem þó klúðraði iHa nokkmm sóknum, gerði 5 mörk, Schwalb 4, Neitzel 3, Paul, Springel og Fraatz 2 hver, Meffle, M. Roth og Rauin eitt hver. Hollensku dómararnir voru afar slakir. - VS 1. deild kvenna Knattspyrna Þrír leikir í 1. Það er allt með róiegra móti á íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina vegna Landsmótsins - þrír leikir í 1. deild karla en eng- inn í 2. deild. í 1. deild verða tveir leikir á morgun, laugardag. Valur og Víkingur mætast á Valsvellinum kl 14. og kl. 14.30 hefst leikur ÍA og Þórs á Akranesi. Síðasta viðureign 11. umferðar fer síðan fram á Laugardalsvellinum kl. 20. á sunnudagskvöld en þar eigast við Þróttur og Fram. í 3. deild leika Grindavík og Selfoss í kvöld og á morgun mæt- ast Fylkir-Snæfell, Víkingur Ó.- ÍK, Stjarnan-Reynir S. og HSÞ. b-Austri. Leikið er í öllum riðlum 4. deildar og þar gæti mesta fjörið orðið í Þorlákshöfn þar sem Þórs- arar fá Hildibrandana lands- þekktu úr Eyjum í heimsókn en það er mikilvægur leikur f topp- deild baráttu B-riðils. Staðan í 1. deild karla eftir markaleikina í fyrrakvöld er þessi: ÍA..................10 8 1 1 17-7 25 ÍBK.................11 6 3 2 13-9 21 Víkingur............10 3 4 3 15-15 13 KA.................11 3 4 4 16-17 13 Þróttur...........10 2 6 2 9-8 12 Fram...............10 3 2 5 11-12 11 Breiöabllk.........11 2 5 4 10-12 11 Þór A..............10 3 2 5 12-15 11 KR.................11 2 5 4 11-19 11 Valur..............10 2 4 4 8-10 10 Ellefu í gærkvöldi unnu Valsstúlkur Víkingsstúlkur auðveldlega á Valsvellinum og endaði leikurinn 11-0. Það er skemmst frá því að segja að Valsstelpurnar yfirspil- uðu algerlega og hefðu mörkin þessvegna getað orðið fleiri. Ema Lúðvíksdóttir og Ragnhild- ur Sigurðardóttir skoruðu sín 3 mörkin hvor, Bryndís Valsdóttir og Eva Þórðardóttir tvö hvor og Guðrún Sæmundsdóttir skoraði eitt mark í þessum vel spilaða leik á góðum grasvelli Vals. Leik ÍBÍ og í A sem einnig átti að fara fram í gærkvöldi var frestað vegna mörk! þoku og leik UBK og KR var frestað þar til í kvöld og fer hann fram á Kópavogsvellinum, kl. 19. Sjötta tilraun! Leik ÍBV og ÍA í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ var frestað í fimmta sinn í gærkvöldi. Enn hefur ekki verið flugfært til Eyja og nú hefur leikurinn verið settur á í sjötta sinn, á mánu- dagskvöldið ki. 20. Þá var frestað vðureign Einherja og KS í 2. deild annað kvöldið í röð. Sá leikur mun fara fram á Vopnafirði kl. 14 á morgun, laugardag - ef veður leyfir. - VS ÍBKá toppinn Keflavíkurstúlkurnar tóku for- ystuna í B-riðli 2. deildar kvenna í síðustu viku er þær fengu Hvera- gerði í heimsókn og sigruðu 2-1. Elín Wiium kom gestunum yfir en heimaliðið náði að svara tví- vegis. IR vann sinn fyrsta sigur, lagði Stjörnuna að velli 2-1 og skomðu þær Ása Geirdal og Ellen Erl- ingsdóttir mörkin fyrir ÍR. Úrslit í síðustu viku: A-riðill: Fylkir-FH........................5-1 Víðir-Grindavlk..................0-0 Haukar-Fram......................1-0 Fram-FH..........................2-1 fylldr...............5 4 1 0 17-2 13 Haukar..............5 2 2 1 4-2 8 Vfðir................5 2 2 1 3-2 8 Fram...............5 2 0 3 4-11 6 FH...................5 0 3 2 4-9 3 Grindavík............5 0 2 3 2-8 2 Helena Önnudóttir skoraði sigurmark Haukastúlknanna. B-riðill: ÍBK-Hveragerði..................2-1 Afturelding-Selfo8s.............6-1 Stiarnan-ÍR......................1-2 (BK..................5 4 1 0 12-5 13 Hveragerði...........5 4 0 1 15-5 12 Afturelding..........5 3 11 18-9 10 ÍR...................5 1 1 3 7-16 4 Selfoss..............5 0 2 3 5-14 2 Stjarnan.............5 0 1 4 3-11 1 Liðin sem sigra í riðlinum mæt- ast í úrslitaleik um 1 deildarsæti. -VS Föstudagur 13. júlí 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.