Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING „Enginn rekur mig út í hom“ Fjármálaráðherra svarar árásum formanns Sjálfstœðisflokksins og Morgunblaðsins í ítarlegu viðtali við Þjóðviljann. „Efá að reyna einu sinni ennþá verða báðir aðilar að taka afleiðingunum. Aðalhagsmunagœslumenn Keflavíkurliðsins í Sjálfstæðisflokknum. Bandaríkjamennflytja hingað vörur ogfólk eins og á millifylkja heima hjá sér. “ áður. Ef á að reyna einu sinni enn, þá verða báðir aðilar að taka afleiðingunum af því“, segir Al- Það rekur mig enginn út í horn. Það hefur verið reynt Kvennarannsóknir Troðfullt hús Yfir tvö hundruð manns fylltu salinn þegar Anna G. Jónasdóttir hélt fyrirlestur sinn í fyrrakvöld, við upphaf ráðstefnunnar um kvennarannsóknir. En Anna, sem er lektor í Svíþjóð, hefur staðið framarlega á Norður- löndum í umræðum um hug- myndafræði kvennahreyfinga. í gær var svo ráðstefnunni fram haldið í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, og ljóst að hún hefur hlotið miklar undirtektir. Mjög athyglisverðir fyrirlestrar verða svo um helgina, meðal annars um kvennarannsóknir í lögfræði og raungreinum. Þannig verður merkilegur gestafyrirlestur Ul- rike Schildman sem ber heitið „The Women’s Health Move- ment and the New Reproductive Technologies“. Ráðstefnunni lýkur á sunnudag. -ÖS Furður Fíllinn sem er buffaló! Fflar gieyma aldrei, segir sag- an, en í Kruger þjóðgarðinum í Suður-Afríku er þó einn sem þjá- ist af svo alvarlegri minnisbilun, að hann er fyrir löngu búinn að gleyma að hann er fill. Fílakálfurinn Tembeka - sem þýðir tryggur - var upphaflega notaður í tilraun með bóluefni gegn gin- og klaufaveki, og var þá hafður í húsi með buffalóum. Þegar honum var svo sleppt, leit hann ekki við fílahjörðinni sem beið hans heldur tók á rás til buff- alóhjarðar sem var skammt frá. Buffalóarnir tóku honum opnum örmum, vörðu gegn árásum ljóna, og nú hefur Tembeka litli rölt um frumskóga Kruger þjóð- garðsins í 14 ár og talið sig vera buffaló! Dýrafræðingar, sem hafa fylgst með Tembeka bíða nú spenntir eftir framvindunni, því nú er hann orðinn kynþroska, og þá vænta þeir þess að hann gerist blíðlyndari við skyldmenni sín af veikara kyninu, því haldi náttúr- an rétt á spöðum hlýtur Tembeka að finnast fflakvendin gæfulegri til ásta en afrískar buffalódömur. -ÖS bert Guðmundsson fjármálaráð- herra m.a. I ítarlegu viðtali við Þjóðviljann sem birt er í sunnu- dagsblaðinu. Albert svarar þar árásum formanns Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins á hann vegna framgöngu ráðherr- ans um að íslenskum lögum og reglum sé fylgt varðandi dvöl bandaríska hersins hérlendis. „Ég hef aldrei heyrt það fyrr að það þurfi að halda fundi í Sjálf- stæðisflokknum til að taka ákvörðun um það hvað flokks- menn, hvort sem þeir eru í trún- aðarstörfum eða ekki, hafi frum- kvæði útávið. Þetta er alveg nýtt fyrir mér og ég verð að ræða þetta við formann flokksins“, segir Al- bert. Varðandi árásir Morgunblaðs- ins á sig í leiðurum undanfarna daga segir fjármálaráðherra: „Blindir menn vilja sjá, en þeir geta það ekki“. Þá telur fjármálaráðherra að menn hafi misstigið sig í sam- skiptum við herinn ef ein lög eigi að gilda fyrir herliðið en önnur fyrir íslendinga. „Hafi einhver komist upp með að brjóta af sér í 34 ár, nægir ekki að segja við dómarann að komin sé hefð á af- brotin og þau eigi því að viður- kennast sem atvinnugrein.“ í viðtalinu lýsir Albert því einnig yfir að ekki verði hjá því komist að skoða nánar vöruinn- flutning íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvöll og bendir á að margar þær athugasemdir sem Kristján Pétursson tollgæslu- stjóri hefur haft fram að færa í þeim efnum séu hárréttar. „Kjöt- málið hefur ekkert að gera með persónur í Sjálfstæðisflokknum, en hitt er annað mál að aðal- hagsmunagæslumenn Keflavík- uraðilanna eru jú í Sjálfstæðis- flokknum“, segir fjármálaráð- herra. ~«g- Sjá viðtal við Albert á bls. 7 í sunnudagsblaði. Sjá Innsýn um Sjálfstæðis- flokkinn bls. 5 í laugar- dagsblaði. ísal Svindlað á súráli Coopers og Lybrant „leiðréttiru súrálskaup Álversins um litlar 19 miljónir. Tap íársskýrslu verður gróði við endurskoðun. Enn einu sinni hefur endur- skoðunarfyrirtækið Coopers og Lybrant gert athugasemdir við ársreikninga Alversins í Straumsvík. Samkvæmt árs- reikningi ísal fyrir sl. ár var tap á rekstrinum fyrir skatta rúmar 18 miljónir. Endurskoðun leiðir hins vegar í Ijós að hagnaður varð af rekstrinum uppá 600 þúsund krónur. Endurskoðunarfyrirtækið komst að þeirri niðurstöðu að verðlag á súráli sem ísal notaði til framleiðslunnar væri skráð of hátt í reikningum fyrirtækisins að því er varðaði innkaup á árinu 1983. Leiðrétting var uppá 19 miljónir króna. Þessi niðurstaða hefur ekki áhrif til hækkunar á framleiðslu- gjaldi ísal fyrir árið 1984 þar sem hagnaður félagsins er lægri en fastagjaldið sem það hefur þegar greitt. -«g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.