Alþýðublaðið - 31.07.1974, Page 3

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Page 3
HLUTLAUS SKÝRSLA UM OPINBERAR AÐGERDIR OG ATVINNULlFIÐ NIÐURSTAÐAN ER: Komin er út skýrsla um áhrif opinberra aðgerða á atvinnuiif- ið á árunum 1950 til 1970. Skýrsla þessi er gefin út af Fé- lagi fsienskra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna, og unnin af Hagvangi hf., undir yfirumsjón Sigurðar R. Heiga- sonar, hagfræðings. Bókin er 470 síður og hefur verið safnað þar sainan miklum upplýsing- um, sem áður voru ekki að- gengilegar á einum stað. Þar sem bókin er unnin sem visindarit, er ekki lagður dómur á hvort opinberar aðgerðir hafi verið réttar eða rangar, heldur leitast við að sýna aðeins hverj- ar þær hafa verið og hver áhrif þeirra hafa verið. Bókinni er skipt i átta kafla. Fjailar sá fyrsti um tilgang þeirrar athugunar, sem birt er i bókinni, auk þess sem gerð er grein fyrir helstu tækjum hins opinbera, til að hafa áhrif á framleiðslu og aðstöðu atvinnu- veganna. Má þar nefna fjárlög, lánastefnu, gengi, tæki til beins eftirlits og breytingar á opin- berri umgjörð efnahagslifsins, svo sem skattakerfi. Þriðji kafli fjallar um þróun efnahags-og atvinnulifs á árun- um 1950 tii 1970. Er fjallað þar um þróun þjóðarframleiðslu og tekna, fjárfestingar og fjár- magn, mannafla og launaþróun, framleiðni og framleiðniþróun. Þá koma fjórir kaflar, þar sem fjallað er ýtarlega um iðn- að, sjávarútveg, landbúnað og verslun. 1 hverjum kafla er fjallað fyrst um sögulega þróun viðkomandi atvinnuvegar, þá skýrt frá opinberum aðgerðum gagnvart atvinnuveginum á timabilinu ogloks teknar saman niðurstöður. Hverjum kafla fylgja ýmsir viðaukar. t áttunda kafla er gerð sam- antekt á aðgerðum hins opin- bera og áhrifum þeirra á at- vinnuvegina. STIRNAÐ LANAKERFI ÞJÓÐARBÚINU FYRIR STENDUR ÞRIFUM Hér fer á eftir sá kafli ritsins, þar sem niðurstöður rannsókn- anna eru dregnar saman: „Rikisvaldið á Islandi hefur allt það tímabil, sem um er fjallað, þ.e. 1950-70, valið ákveðna atvinnuvegi úr sem grundvallaratvinnuvegi og veitt þeim forgangsfyrirgreiðslu. Ein afleiðing af þessu er sú, að mikið hefur borið á notkun sérvirkra hagstjórnartækja, þ.e. aðgerða, sem hafa fyrst og fremst áhrif á ákveðin afmörkuð svið atvinnulifsins. Forgangsatvinnuvegirnir eru fyrst og fremst sjávarútvegur og landbúnaður og þróun siðustu ára bendir til þess, að iðnaður sé að komast í hópinn. Sé litið á skemann, sem fylgir lokakaflanum um áhrif einstakra tækja sést, að plúsar (sem þýðir að tækinu er beitt til framdráttar viðkomandi atvinnuvegi) eru langflestir við sjávarútveg og landbúnað. Mörg tæki er auðvitað ekki sama og mikil áhrif. Með fáum mikilvirkum tækjum, sem beitt er af festu, má ná mikium ár- angri. Hins vegarkemur i ljós, sé skeminn skoöaður, að hið opinbera hefur tæpast beitt nokkru tæki þannig, að sjávarútvegur og landbúnaður hafi ekki notið meira en aðrir atvinnuvegir. Eina undan- tekningin eru tollarnir. Dregið hefur úr beinum afskiptum á tfmabilinu, og hefur það bætt aðstöðu þeirra, sem ekki njóta forgangsfyrirgreiðslu. Þá er aðstaðan enn misjöfn og eru lánamálin ef til vill mikilvægust í þvi sambandi. Vextir eru ekki nægilega háir til þess að skapa jafnvægi framboðs og eftir- spurnar. Umframeftirspurn er eftir lánsfé, og stórum hlut fjár- magnsins er beint til forgangs- atvinnuveganna gegnum stofn- lánasjóði og reglur um afur- afurða- og rekstrarlán. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa hér langsterkasta aðstöðu. Það vantar mikiðá, að lánum sé úthlutað til fyrirtækja eftir arð- semi þeirra. Stirðnað lánakerfi stendur i vegi fyrir þvi, að framleiðsluþáttunum sé beint þangað, sem framlag þeirra til þjóðarbúsins er mest. Sjávarútvegur og land- búnaður hafa notið stórra fjár- magnstilfærslna frá rikis- valdinu. Það er hins vegar vafasamt, að rétt sé að tala um styrki i tilviki sjávarútvegs. Framlögin til sjávarútvegs eru að mestum hluta afleiðing stefnu hins opinbera i gengis- málum. Of hátt skráð gengi gerir samkeppnisaðstöðu sjávarútvegsins slæma á erlendum mörkuðum og nauðsynlegt verður að bæta afkomugrundvöllinn með fjár- magnstilfærslum. Þá hafa timabundnir örðugleikar, afla- brestur og verðfall á afurðum gert timabundinn stuðning nauðsynlegan. Verð- og afla- jöfnunarsjóðir ættu, séu þeir gerðir nægilega sterkir, að gera sjávarútveginum kleift að takast á við slika örðugleika af eigin rammleik. Með slikum jöfnunaraðgerðum og rétt- skráðu gengigæti stuðningur við sjávarútveg orðið óþarfur að mestu leyti. Það virðist óraun- hæft að halda þvi fram, að sjávarútvegur hafi verið örvaður umfram það, sem framleiðsiuafköst réttlættu. Hins vegarmá ekki gleyma þvi að einmitt i sjávarútvegi er nauðsynlegt að hið opinbera geri sér ljóst hve nauðsynlegt það er að tryggja, að samræmi sé milli þess kostnaðarauka, sem aukinni sókn er samfara og þeirrar tekjuaukningar, sem aukin sókn skapar. Það samræmi verður ekki tryggt á frjálsum markaði án einhverra afskipta eins og fram kemur i kaflanum um sjávarútveg. Þetta atriði er itrekað hér til þess að leggja áherslu á þá staðreynd, að mikil fram- leiðsluafköst i sjávarútvegi eru ekki ótvirætt tákn þess að rétt sé að auka magn framleiðsluþátta I greininni. Tilfærslur til landbúnaðar hafa verið mjög miklar allt það timabil, sem hér er skoðað, 1950-70. Astæður þessara tilfærslna eru i fyrsta lagi vilji rikisvaldsins til þess að draga úr streymi framleiðsluþátta frá landbúnaði tii annarra atvinnu- vega. í öðru lagi ósk um aukna framleiðni i landbúnaði og i þriðja lagi er um að ræða tilraunir til þess að halda verðhækkunum i skefjum með lækkun visitölu framfærslu- kostnaðar. Hagnaður bænda af þessum aðgerðum hefur verið mjög mikill, og liklega hefði fólksflutningur úr sveitum verið mun hraðari, ef þeirra hefði ekki notið við. Styrkir til landbúnaðar og niðurgreiðslur hafa á vmsan hátt stuðlað að þjóðhagslega óhagkvæmu fyrirkomulagi i landbúnaðarframleiðslunni og i neyzlu landbúnaðarafurða. Ræktunarstyrkir geta gert tún það ódýr fyrir bændur, að þeir séu ekki knúnir til þess að nýta þau til fulls. Framleiðsla ákveðinna afurða hefur verið örvuð umfram aðrar, og það sama gildir um neyzluna. Niðurgreiðslur geta jafnvel verið misjafnar á sömu fram- leiðsluafurð eftir þvi i hvaða vinnslu hún fer. Þannig er þvi varið með mjólk, sem er miklum mun meira niður- greidd, sé hún unnin sem nýmjólk, en sem rjómi og undanrenna. Framlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslunnar er miklum mun minnna en annarra atvinnuvega, hvort sem reiknað er á einingu vinnu- afls eða fjármagns. Upplýsingar eru engar fyrir hendi um jaðarframleiðnina i islenzkum atvinnuvegum. Þess vegna er ekki kleift að segja ákveðið, hvað mundi vinnast, ef framleiðsluþættir flyttust frá landbúnaði til annarra atvinnu- vega. Slikur tilflutningur gæfi þó liklega töluverða aukningu þjóðartekna. Hér með er ekki sagt, að stefna hins opinbera hafi verið röng. Hið opinbera hámarkar ekki einungis þjóðar- framleiðsluna, heldur koma þar mörg önnur sjónarmið til. Það er ekki hægt að skera úr um það frá hagfræðilegu sjónarmiði, hvort stefnan i landbunaðar- málum hefur verið röng. Það eina, sem hagfræðin getur sagt, er, að þjóðarframleiðsla hefði getað verið meiri, hefði stefnunni verið hagað öðruvisi. Hins vegar má sennilega fullyrða, að rangt hafi verið að beita framlögunum til land- búnaðar á jafn þjóðhagslega óhagkvæman hátt og raun ber vitni. Iðnaður hefur ekki notið sömu aðhlynningar og sjávarútvegur og landbúnaður á timabilinu 1950-70. Skilningur á nauðsyn iðnaðar hefur farið vaxandi og er orsökin sennilega sú, að i dag er flestum ljóst, að i framtiðinni verður hlutdeild iðnaðar að fara vaxandi, eigi að tryggja atvinnu og tekjur fyrir þann siaukna fjölda, sem kemur á islenskan atvinnumarkað. Fjölgun i sjávarútvegi eru takmörk sett af takmörkuðum aflamögu- leikum jafnvel þó landhelgin verbi færð út i samræmi við björtustu vonir og aðstaða land- búnaðar er þannig, að efling hans til útflutnings er óhag- kvæm. Iðnaður er þvi helsti möguleikinn. Aukið lánsfé, Utflutningsmiðstöð iðnaðarins o.fl. aðgerðir benda til þess, að skilningur sé hjá hinu opinbera á þörf þess að byggja upp öflugan iðnað, sem þá hlýtur að Framhald af bls. 4 Þorsteinn Guðjónsson skrifar: Pul iari ch , öri i og ÍSlE msl k i nále fni Andrija Puharich, sem nú er heimsfrægur orðinn vegna sam- bands sins við undramiðilinn Uri Geller, en var áður tiltölu- lega litið kunnur, hefur ef til vill veriðfyrst nefndur hér á landi, i almennum umræðum, á þeim sameiginlega kynningarfundi sem Nýalssinnar og Sálarrann- sóknamenn héldu með sér i Keflavík vorið 1970. A þessum fundi segir Guðmundur Einarsson verkfræðingur, sem talaði af hendi sálarrannsókna- manna: „Þið Nýalssinnar ættuð endilega að setja ykkur i samband við dr. Puharich i New York, þvi að þið og hann munduð eiga ágætlega saman”. Eitthvað þessu likt tók hann til oröa, en ég svaraði að bragði: „Ég hef heyrt að dr. Puharich hafi ekki neitt mjög mikið orð á sér i visindaheiminum”. Þetta kom Guömundi á óvart, enda má vel vera að það hafi ekki verið allskostar sanngiarnt. En ástæðan til þess að ég tók svona til oröa, var meðal annars sú, að Frederick Knowles, yfirlæknir i Sunnyside, Christchurch, Nýja Sjálandi — sem ég hafði mikið álit á — hafði látið i ljós vanþóknun sina á ritsmiðum Puharichs, og taldi þær geta skaðað málstað fyrirburða- fræðinnar, sem á þeim árum var heldur vanmáttugur. Gaf hann I skyn að meðferð Puharichs á málunum væri heldur óvandvirknisleg, og mun þvi ekki heldur verða neitað, að nokkuð hafi verið hæft I þvi. — En ekki hefur F. Knowles orðið sannspár um það, að Puharich mundi veikja málstað fyrirburbafræðinnar, þvi ef satt skal segja, hefur enginn einn maður áorkað meira til að efla málstað þeirra fræða á siðari árum. Enda má nú telja ab þab sé úr sögunni, að visindamenn mótmæli lengur raunveruleika þeirra fyrirbæra sem þarna koma til greina. En þó að Puharich sé mikill gerandi á þessu sviði, er ekki þar með sagt að hann hafi mikinn skilninga fyrirbærunum, og skal nú þegar leiða nokkur rök að þvi. — Ég ætla fyrst að taka það fram, að ég tel það vist, að það sé fyrir stilliáhrif frá Puharich, að Uri Geller er orðinn svona magnaður miðill. Puharich hefur „trúað á hann” allt frá byrjun, og það hefur magnað hann upp, en hitt væri misskiln- ingur að halda að mið- ilsgáfa hans sé óumbreytanleg. Það er lika enn svo, að honum tekst ekki alltaf jafn vel upp, þegar hann ætlar að sýna getu slna, og mun þetta undan- tekningarlaust vera undir stilli- áhrifum komið. Enga ljósa grein gera þeir félagar sér fyrir þessu lögmáli, en hitt er liklegt, að þeir séu dálitið fundvisir á það stundum, ef um andstöðu er aö ræða. Dæmið, sem ég tek upp, er þannig: Puharich segir frá þvi (Uri, 1974, danska þýðingin), að I ársbyrjun 1972 voru þeir Uri á ferð um ýmsa staði i tsrael að sýna sig á samkomum, og er nú undireins eftirtektarvert, að á ökuleiðum sinum milli samkoma eru þeir alltaf að sjá „fljúgandi diska”. Það kemur I ljós (bls. 269), að „fólk i öðrum bilum sá þetta ekki”. Puharich játar, að hann skilji þetta ekki. En út frá stillilögmálunu er þetta auðskýrt. Þarna var þegar farið að fara orð af hæfi- leikum Uris, og þar sem samkomur eiga að fara fram rikir eftirvænting vegna komu hinna óvenjulegu gesta, Uris og Pucharis. Þess vegna eru stilli- áhrifin þeim hagstæð, og áður en þeir koma til aðdáenda sinna fara þeir þá að sjá sýnir frá öðrum hnöttum, sem aðrir sjá þó ekki. Annað þykir mér þó ekki siður fróðlegt I þessu sambandi. A einni af þessum ferðum milli samkoma sjá þeir margar furöulegar sýnir, sem þeri verða heillaðir af. En þá gerist það að hermaður nokkur veifar þeim og biður um far, en þeir veita honúm það. Eftir að hann var kominn sjá þeir ekki neitt. Það er i augum uppi, að stilli- áhrif frá hernum spilla sambandsgáfunni. Enda hefur það oft komið fyrir eftir þvi sem I bókinni stendur, að hinar æðri verur, Húfarnir eða ljósvætt- irnar, hafa ráðið þeim félögum að halda sig sem mest frá öllu sem heitir tsraelsher. Þetta þarf þó ekki að þýða það að tsraelsher sé verri en aðrir herir. En allur hernaður er til ills, hernaðarsamstilling eyðil. hernaðarsamstilling eyðileggur sanna samstillingu. Er þetta dæmi einmitt dálitil bending um, að með réttum stilliáhrifum mætti eyöa allri hernaðarstefnu á jörðinni. Þetta hefur ekki hvað sizt þýðingu hér á Islandi. Eingöngu með beitingu stilli- áhrifa gæti orðið unnt að koma erlendum her burt úr landinu, en það myndi lika þýða það, að fagrar sambandssýnir mundu fara að vakna að nýju með þjóöinni og að hún mundi geta fariö að gegna hlutverki sinu. Menn eiga ekki að tala um að Island skuli ganga úr Atlantshafsbandalagi, og það á ekki að stefna að þvi að koma hernum burt með neins konar hörku eða óvild, heldur með skipulegri beitingu stilliáhrifa. Þeir sem ekki viðurkenna slikt, eru ekki hæfir til að vinna að brottför hersins. Siðar verður hægt að breyta Atlantshafs- bandalaginu með sama hætti. Það á að byrja á þvi að stilla herinn til brottfarar. Slikir eru möguleikar Islands og tslendinga, og er engu likara en erlend njósnastofnun, sem kunn er að andstöðu viö „fljúgandi diska” hafi haft veður af þessum möguleikum og haft áhyggjur af þeim. Þvi að einhverjir hljóta að hafa staðið á bak við það, að flugdiska- myndirnar frá Vestmanna- eyjum hurfu úr safni Raunvisindastofnunar Háskóla Islands. Og svo fór stjarnfræðingurinn af stað með sitt, með alkunnum afleiðingum.... Miðvikudagur 31. júlí 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.