Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. september 1994 3 Forsœtisráöherra Slóveníu varar íbúa Austur-Evrópu viö skyndilausnum hœgrisinnaöra þjóöernissinna: Lýbræðinu er ógnaö úr tveimur áttum Atburöarás síbustu ára í fyrr- verandi Júgóslavíu er fyrir- bo&i um þa& sem mun gerast ví&ar í álfunni, nái lýöræ&i& ekki a& sigra í Austur-Evrópu, sag&i dr. Janez Drnovsek, for- sætisrá&herra Slóveníu, í ræöu sinni á þingi frjálslyndra flokka, sem haldiö er í Reykja- vík þessa dagana. í ræöu sinni fjallaöi Drnovsek um þau vandamál, sem ríki Austur-lsEvrópu standa frammi fyrir eftir fall sósíalismans, og um baráttu lýöræöissinna í þessum ríkjum. Hann sagði að lýðræðinu væri ógnað úr tveim- ur áttum, annars vegar vegna aukins fylgis við hægrisinnaða þjóðernisstefnu og hins vegar frá því sem eftir lifir af komm- únismanum. Hann sagði það vekja sérstakan ugg hvemig þessi tvö, áður ósamrýmanlegu öfl hefðu sameinast í andstöðu gegn lýðræöinu. Drnovsek segir fylgjendur þjóðernisstefnunnar gefa sér þá forsendu að ríki Evrópu skiptist í tvo hópa. Annars vegar ríki sem geti tileinkað sér vestrænt lýðræði og hins vegar ríki sem henti betur að vera fyrir utan þann hóp. Þeir bendi á vanda- málin sem íbúar Austur-Evrópu standa frammi fyrir, þ.e. versn- andi lífskjör, aukið atvinnuleysi og fjölgun glæpa, sem sönnun þess aö lýöræðið gangi ekki upp. Drnovsek segir þessa nýju heimsmynd einkennast sífellt meira af „landamærum" á milli lýðræðisríkjanna annars vegar og þeirra sem standi fyrir utan hins vegar. Barátta ríkja fyrrverandi Júgó- Dr. janez Drnovsek, forsœtisrábherra Slóveníu, á tali vib kanadíska kollega sína á Hótel Loftleibum í gcer. Tímamynd CS slavíu lýsir þessari nýju heims- mynd vel. Hvert ríkjanna kepp- ist við að tryggja stöðu sinna meðal vestrænna lýðræðisríkja með því að gefa sig út fyrir að vera síðasta vígi Evrópu gegn villimennsku austursins. T.d. segja þjóðernissinnar í Slóveníu að „landamærin" séu við ána Kolpu, sem skilur að Slóveníu og Króatíu. Króatar segja mörk- in vera milli þeirra og Serba og Serbar segjast vera síðasta vígi hinnar kristnu Evrópu gegn múslímum í Albaníu og Bosníu. Drnovsek segir hins vegar að sannir lýðræðissinnar verði að hafna algerlega þessari mynd af tvískiptri Evrópu. Hann segir at- burðarásina í fyrrverandi Júgó- slavíu vera sýnishorn af því sem muni gerast víðar, ef vestrænt lýöræði nái ekki að tryggja stöðu sína í Austur-Evrópu. Fyrr eða síöar muni „landamærin" láta undan og alræðishug- myndir ríkjanna hinum megin við þau grafa undan stjórnkerfi lýðræðisríkjanna sjálfra. Drnov- sek segir því mikilvægt að íbúar Austur-Evrópu standist skyndi- lausnir þjóðernissinna og standi vörð um lýðræðið. Meira sé í húfi en framtíð vestræns lýðræðis sem stjórnmálastefnu, frelsið sjálft sé í húfi. ■ Frá cefingu fyrir danshöfunda- kvöld, atribi úr „Carpe diem." Ný dansverk í deiglunni íslenski dansflokkurinn stendur fyrir danshöfunda- kvöldi í Tjarnarbíói þann 18. september nk. Þar ver&a sýnd þrjú dansverk eftir jafn marga höfunda, en þeir eru allir staf- andi hjá dansflokknum. Eitt verkanna nefnist „Sine Nobilis" og er það eftir Hany Hadaya, en hann er íslenskum dansáhugamönnum a& góöu kunnur. Verkið gerist á 17. öld í Bretlandi og í því er skemmti- legt samspil söngva og dansa, en sönghópurinn „Vocis Thul- is" kemur einnig fram í verk- inu. Annað verkið nefnist „Kveik" og er eftir Láru Stefánsdóttur. Þetta er verk sem samið er við vorkafla „Ástíðanna" eftir Vi- valdi. Þriðja verkið nefnist „Carpe diem" og er eftir David Green- all. í verkinu tekur höfundur á ýmsum þáttum sjúkdómsins al- næmis og áhrifum hans á smit- aba jafnt sem ósmitaða einstak- linga. Eins og ábur segir verður þetta danshöfundakvöld haldið í Tjarnarbíói um næstu helgi, 18. sept., en aðrar sýningar munu hins vegar verða auglýstar sér- staklega. ■ 1. deild karla í knattspyrnu: Bikarinn afhentur í síbustu umferb Stjórn Skotveiöifélags Islands mótmœlir áformum um aö stytta aftur rjúpnaveiöitímann: Vilja byggja á vísindum en ekki tilfinningasemi Skagamenn eru innan seiling- ar frá íslandsmeistaratitlinum í 1. deild karla í knattspymu og geta tryggt sér hann end- anlega í dag, þegar Gu&jón Þór&arson kemur í heimsókn me& KR-inga upp á Skaga. Þó Skagamönnum takist ætl- unarverk sitt, fá þeir titilinn ekki afhentan fyrr en í síðustu Selfossbúar ganga a& kjör- bor&inu í dag og kjósa sér nýj- an sóknarprest. Þrír prestar stefna a& kjöri og er hart en drengilega barist. Þaö eru sóknarprestarnir Þórir Jökull Þorsteinsson á Grenjabar- stab í Aðaldal, Gunnar Sigur- jónsson á Skeggjastöðum í Bakkafirði og Haraldur Magnús Kristjánsson í Vík í Mýrdal sem stefna ab kjöri. Hafa þeir allir verið mikið á ferbinni um bæ- inn síbustu daga og kynnt sig og stefnu sína. Einnig hafa þeir efnt til fjölmennra funda. Kosið er í grunnskólunum tveimur á Selfossi, Sandvíkur- umferðinni, þegar þeir mæta ÍBV á heimavelli þann 24. sept- ember. Ástæðan er sú ab það er stefna KSÍ að afhenda ekki bik- arinn fyrr en á síbasta heima- leik sigurliðsins á sumrinu. í fyrra fengu þeir bikarinn af- hentan í næstsíðustu umferð- inni, sem var þeirra síðasti heimaleikur. ■ og Sólvallaskóla. Kjörfundur hefst klukkan níu um morgun- inn og lýkur kl. 22. Úrslit liggja • fyrir um miðnætti. Um 2.900 manns eru á kjörskrá, en kosn- ingaréttur í prestskosningum miðast við 16 ár. Til þess að ein- hver nefndra frambjóðenda hljóti lögmæta kosningu þarf kjörsókn að ná minnst 50% og frambjóðandinn að fá minnst 25% fylgi. Fái enginn frambjóð- endanna þriggja bindandi kosn- ingu, er ákvörðunarvald um hver verði næsti Selfossprestur í höndum kirkjumálaráðherra. -SBS, Selfossi **•<«. ■ < • • ............... Stjórn Skotveiöifélags íslands hefur hvatt umhverfisráb- herra til þess að heimila veiö- ar á rjúpu frá 15. október til 22. desember, eins og verib hefur, a& frátöldu sí&asta ári. Talningar frá því í sumar benda til þess a& rjúpnastofn- inn sé á uppleib og skotvei&i- menn kref jast þess a& ákvarö- anir um nýtingu stofnsins séu bygg&ar á vísindalegum grunni en ekki tilfinningum. Reglugerð um hvenær heimila megi veiðar á rjúpu hefur ekki verið gefin út. Veiðimenn bíba nú spenntir eftir ákvörðun frá umhverfisráðuneytinu, en reglugerð um veiðar á öðrum fuglum var gefin út fyrir nokkru. Skotveiðifélag íslands gekkst fyrir sérstakri rábstefnu um rjúpuna í lok síðasta mánabar. í máli dr. Ólafs K. Nielsen fuglafræðings kom fram að rjúpan annað hvort stendur í stað eða er í uppsveiflu á taln- ingarsvæðum. Meöallengd stpfnsveiflna virðist vera ^sú sama á öllu landinu, eða 10 ár. Þá kom fram á ráðstefnunni, a& svo virbist sem hreyfanleiki rjúpnanna sé minni en áður var talið, en flestar merktar rjúpur endurheimtust nálægt þeim stað sem þær voru merkt- ar á. Á máli Birgis Hermannssonar, aðstoðarmanns umhverfisráð- herra, mátti skilja að rjúpna- veiðitíminn yrði styttur í ár, eins og gert var í fyrra, og allur vafi yrði túlkaður rjúpunni í hag. Þannig má búast við að veiöar hefjist 15. nóvember, í stab 15. október. Þessu hefur SKOTVÍS mótmælt og bendir á að ekkert hafi komiö fram sem benti til þess aö veiðar stofni rjúpunni í hættu, þvert á móti bendi gögn til þess að stofninn þoli vel núverandi veibi. Stjórn SKOTVÍS bendir á að helstu sér- fræðingar hafi ekki taliö að vafi sé fyrir hendi og segi ekki ástæbu til þess ab stytta veiöi- tímann. ■ Prestskosningar á Selfossi: Þrír stefna að kjöri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.