Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						8  9. júní 2009  ÞRIÐJUDAGUR
410  4000  |  landsbankinn.is
LAUSNIR FYRIR HEIMILIÐ
Er greiðslubyrðin
að þyngjast?
Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is,
í útibúinu þínu eða í síma 410 4000
        Landsbankinn býður upp á mörg úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika 
að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir.
 Samningurinn um skuldbindingar vegna Iceasave
?Ég er ósáttur 
við Icesave-
samningana og 
reyndar margt 
annað. Það er 
meiri óánægja 
með samning-
inn en margir 
gera sér grein 
fyrir.?
?Ég kom 
hingað til að 
mótmæla 
þessu rugli. 
Ég er mjög 
óánægður og 
treysti því að 
mótmælin beri árangur. Þetta er 
bara byrjunin.?
?Ég er hér til að 
sýna stuðning. 
Ég sé enga 
ástæðu til að 
þjóðin eigi 
að borga fyrir 
eitthvað sem 
nokkrir ein-
staklingar gera.?
?Ég er mjög 
ósátt við að 
þurfa að borga 
skuldir fyrir 
aðra, því ég 
borga mínar 
skuldir sjálf. 
Þess vegna 
ákvað ég að 
hjóla hingað niður eftir úr Kópa-
vogi. Fólk er reiðara núna en það 
var í haust.?
?Ég átti leið 
hjá en vissi 
ekki af þessum 
mótmælum 
fyrir fram. En 
þetta er ágætt, 
það er gott að 
einhver segir 
eitthvað.?
?Ég er reið. 
Ég er ekki 
alþingismað-
ur og það er 
ekki mitt að 
finna lausnina 
á þessum 
málum, en 
þetta sam-
komulag er ekki rétta lausnin. Ég 
vona að mótmælin skili árangri, 
þess vegna er ég hér.?
Rætt við 
mótmælendur á 
Austurvelli í gær
HJÖRLEIFUR HJÖRLEIFSSON, RAFVIRKI
SÆMUNDUR GÍSLASON, 
HÚSGAGNASALI
ARNÓR INGVARSSON, NEMI
ÁGÚSTA KARLSDÓTTIR, ATVINNULAUS
TRISTAN DEPENNE, LEIÐSÖGUMAÐUR
ARNDÍS EINARSDÓTTIR, NEMI
Hátt í þúsund manns söfnuðust 
saman fyrir framan Alþing-
ishúsið í gær til að mótmæla 
Icesave-samkomulaginu sem 
kynnt var á Alþingi í gær. Nokk-
uð var um að viðstaddir berðu á 
búsáhöld eins og í mót mælunum 
í byrjun árs. Fimm voru hand-
teknir fyrir að óhlýðnast lög-
reglu, að sögn Egils Bjarnason-
ar yfirlögregluþjóns.
Margir báru skilti með áletr-
unum sem vísuðu til mikillar 
óánægju með samkomulagið, 
eins og ?Hvers vegna ætti ég 
að borga?? Barið var á glugga í 
þinghúsinu og nokkrir létu smá-
peningum rigna yfir húsið. Þá 
var kveikt í stórum kyndli, sem 
lögregla slökkti í með slökkvi-
tæki, og björgunarbát sem á stóð 
?IceSlave? komið fyrir framan 
dyr þinghússins.
Gert er ráð fyrir að um dag-
legan viðburð verði að ræða þar 
til komið verður í veg fyrir að 
Icesave-samningurinn verði að 
veruleika. - kg
Fimm voru handteknir:
Hátt í þúsund 
mótmæltu
MÓTMÆLI Icesave-samkomulagið var rætt á Alþingi í gær. Hátt í þúsund manns mótmæltu fyrir utan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Skriflegt samkomulag um upp-
gjör Icesave-reikninga í Hollandi 
lá fyrir milli íslenskra og hol-
lenskra yfirvalda örfáum dögum 
eftir bankahrunið í haust, hinn 11. 
október. Það samkomulag var mun 
óhagstæðara fyrir Íslendinga en 
það sem nú hefur verið undirritað. 
Þetta fullyrti Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra á Alþingi 
í gær, þegar hann flutti þinginu 
skýrslu um málið.
Þá sagðist Össur Skarphéðinsson 
utanríkisráðherra hafa komið í veg 
fyrir að sams konar samkomulag 
yrði gert við Breta.
Samkomulagið sem gert var við 
Hollendinga var afrakstur við-
ræðna Árna Mathiesen, þáverandi 
fjármálaráðherra, við starfsbróður 
sinn í Hollandi. Samkvæmt Stein-
grími fól það í sér að íslenska ríkið 
tæki lán til tíu ára, afborgunarlaust 
en með fullum vöxtum í þrjú ár, á 
6,7 prósenta vöxtum.
Steingrímur segir það hafa verið 
verkefni nýrrar samninganefndar, 
undir forystu Svavars Gestsson-
ar, að vinda ofan af því samkomu-
lagi. Samninganefndir Hollend-
inga og Breta hafi linnulítið vitnað 
til minnis blaðsins frá því í október 
í viðræðunum, síðast á fimmtudag, 
og í ljósi þess hversu minnisblaðið 
var íslensku nefndinni mikill fjötur 
um fót sé niðurstaðan sem kynnt 
var á laugardag glæsileg og sú 
besta sem unnt var að nú úr þessu.
Bjarni Benediktsson, formaður 
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi 
samningana sem náðst hefðu og 
að óvissan um heimtir af eignum 
Landsbankans væri öll á reikn-
ing Íslendinga. Þá skyldu íslensk 
stjórnvöld ekki skýla sér á bak við 
það að ?fyrri stjórnvöld hafi verið á 
leiðinni að gera einhverja samninga 
sem aldrei stóð til að gera?.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði að hafa þyrfti í huga að á 
þeim tíma sem samkomulagið við 
Hollendinga hefði verið undirritað 
hefðu allt að því legið fyrir hótanir 
um að lokað yrði fyrir olíu- og mat-
vælaflutninga til landsins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, kallaði það forkastanlegan 
aumingjaskap af stjórnvöldum að 
ætla ekki að fara með málið fyrir 
dómstóla. ?Þetta er versti samn-
ingur sem íslensk ríkisstjórn hefur 
nokkurn tímann hugleitt að skrifa 
undir. Þennan samning má ekki 
staðfesta,? sagði hann.
Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra sagði dómstólaleið ekki koma 
til greina. Þá fengju Íslendingar 
ekki nauðsynleg lán frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Norðurlönd-
um, auk þess sem borin von væri 
að stýrivextir lækkuðu og við bryt-
um samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið. Þar að auki hefðu ríki 
lagalegan rétt til að neita að fara 
með mál fyrir dómstóla og við það 
væri að etja í þessu tilviki.
 stigur@frettabladid.is
Verra samkomulag í haust
Fjármálaráðherra segir forvera sinn hafa gert skriflegt samkomulag um lyktir Icesave-málsins við Hollend-
inga í október. Það hafi verið mun verra en nýi samningurinn og bundið hendur samninganefndarinnar.
RISASTÓRT VANDAMÁL ?Þetta er 
nöturlegt mál,? sagði fjármálaráðherra 
á Alþingi um Icesave-málið. Hans hlut-
skipti hefði orðið að greiða úr því eins 
og hægt hefði verið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÓLÍKAR NIÐURSTÖÐUR VIÐRÆÐNANNA
Samkomulagið við Hollendinga í október Nýja samkomulagið
? Lán til tíu ára ? Lán til fimmtán ára
? Afborganalaust í þrjú ár ? Afborganalaust í sjö ár
? 6,7 prósenta vextir ? 5,55 prósenta vextir
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greindi frá því á Alþingi í gær að ef 
greiðslugeta íslenska þjóðarbúsins breyttist frá því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 
gerði ráð fyrir í nóvember síðastliðnum gætu íslensk stjórnvöld óskað eftir því að 
samningurinn um Icesave-lánið yrði tekinn upp.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór fram á 
það á Alþingi í gær að þjóðin fengi að greiða atkvæði um samninginn um 
Icesave-lánið. Þingmenn Borgarahreyfingar hafa áður lýst sömu skoðun.
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar biðluðu í gær til þingmanna stjórnar-
flokkanna að láta stjórnast af sannfæringu sinni þegar kæmi að því að 
Alþingi greiddi atkvæði um ríkisábyrgð á láninu, sem er á bilinu 640 til 660 
milljarðar króna.
VILJA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32