Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 1
Mikil hreyfing er nú á öllu verð­ lagi og eru landbúnaðarvörur ekki undanþegnar því. Á fimmtu­ daginn tilkynnti verðlagsnefnd búvara að verð á mjólk til fram­ leiðenda yrði hækkað um 14,04 krónur á lítrann frá og með deg­ inum í dag, 1. apríl, úr 49,96 kr. í 64 kr. Heildsöluverð afurðastöðva hækkar um 12 kr. og má því búast við að mjólkurlítrinn kosti um 100 kr. út úr búð en smásölu­ álagning er frjáls á mjólk. Daginn eftir birti Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir marsmán­ uð og kom þar í ljós að verðbólgu­ hraðinn er nú 8,7% en án húsnæðis 6,4%. Vísitalan hafði hækkað um 1,47% frá fyrra mánuði. Þar af var hækkun á mat og drykkjarvörum 0,35%. Mestu hækkanir innan þess flokks voru á brauði og kornvörum, 2,47%, fiski, 1,79%, og sykri, sæl­ gæti og súkkulaði, 1,62%. Hins vegar lækkaði kjötverð um 1,39%, grænmeti, kartöflur o.fl. um 1,32% og mjólk, ostar og egg um 0,08%. Það er athyglisvert að í þessum mán uði er það innlend búvara sem heldur aftur af verðbólgunni. 80% verðhækkun á áburði Það mun þó breytast í apríl þegar mjólkurverðshækkunin hefur áhrif. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun verð lagsnefndarinnar um svo mikla hækkun var að sjálfsögðu verð­ hækkun á helstu aðföngum land­ búnaðar. Frá 1. september hefur kjarnfóður hækkað um 20,35%, áburður um 80% og rekstur véla um 7,82% sem einkum byggist á hækkun á verði gasolíu. Hækkun á vinnslu­ og dreifingarkostnaði um 2,20 kr. var einnig tekin með. Þá er nú tekin inn í verðlags­ grundvöllinn hækkun vaxta á und­ anförnum misserum en meðalvextir af fjármagni sem bundið er í rekstri verðlagsgrundvallarbúsins voru 3,4%. Heildarvaxtagjöld hækka því úr 2.065.047 kr. í 3.170.285 kr. eða um 53,52%. Hækkunin nemur 5,88 kr. á lítra. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands sat hjá við afgreiðslu nefndarinnar og bar því við að hann gæti ekki fallist á að aukið tillit væri tekið til vaxtabyrði bænda. Útreikningi fjár­ magnskostnaðar í verðgrundvelli mjólkur var breytt að þessu sinni en hann hefur verið nær óbreyttur frá árinu 2005. Verðlagsgrunnurinn nú er látinn endurspegla betur en áður breytingu á fjármögnun bænda eftir lokun Lánasjóðs landbúnaðarins og í ljósi breyttrar stöðu á fjármagns­ markaði. Eingöngu er um ræða fjármagnskostnað vegna fjárfest­ inga í framleiðsluaðstöðu og alls ekki reiknað með vaxtabyrði vegna neyslulána bændanna sjálfra eða greiðsumarkskaupa, líkt og skilja hefur mátt af umræðunni. Í nýja grunninum er eigið fé bænda hærra en í þeim gamla, 30% á móti 20%. Ekki er tekið tillit til ávöxtunar á eigið fé bænda nú, samt hækkuðu vaxtagjöldin í grunninum um 3,7 milljónir króna en útkoman varð sú að einungis er tekið tillit til 3,2 milljóna króna vaxtagreiðslna. Almennt má segja að frá árinu 2005 hafi fjármagnskostnaður í þjóð félaginu nánast tvöfaldast. Þetta er mesta hækkun á mjólk­ urverði í langan tíma og endurpegl­ ar þær miklu breytingar í umhverfi landbúnaðar í heiminum sem orðið hafa á nokkrum mánuðum. Eins og fréttin hér að ofan ber með sér hefur mjólkurverð hækkað verulega í nágrannalöndum okkar og fréttir berast af því að kjötverð sé farið að síga upp á við. Danskir og þýskir bændur segja það vonum seinna því þeir voru farnir að sjá fram á fjölda­ gjaldþrot í stétt svínabænda að öllu óbreyttu. Ekki sér þó enn fyrir end­ ann á þessari þróun og veldur þar ekki síst hækkun olíuverðs. −ÞH 14 Lífræn ræktun er framtíðin eftir áburðarhækkanir 16 Landsskipulag setur sveitarfé- lögum skorður 6. tölublað 2008 l Þriðjudagur 1. apríl l Blað nr. 279 l Upplag 17.000 10 Kolefnisbindingin felur í sér möguleika en þá þarf að rannsaka vel Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 15. apríl Fósturdauði hjá gemlingum veldur bændum miklum skaða Mikið hefur borið á fósturdauða hjá gemlingum í vetur af óþekkt­ um ástæðum. Að sjálfsögðu veldur þetta sauðfjárbændum gríð­ arlegum skaða. Gunnar Björnsson fósturtalningamaður segir að ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um fjölda fósturdauða hjá geml­ ingum en hann telur víst að tilfellin séu á annan tug þúsunda á öllu landinu. Sigurður Sigurðarson dýralæknir er einn þeirra sem vinnur að rann­ sókn fósturdauðans. Uppi eru ýmsar getgátur um ástæðuna. Ýmsir telja að ef gemlingarnir séu sprautaðir með selen skömmu fyrir fengi­ tíma komi það að gagni en aðrir telja það gagnslaust. Þá er talað um að kettir geti borið smit sem veldur fósturdauðanum. Það þykir hafa sannast að svo er ekki því á Möðruvöllum eru engir kettir en á annað hundrað fóstur drápust hjá kindum þar í vetur. Margar fleiri getgátur eru uppi um ástæðuna. Sjá viðtal við Gunnar Björnsson á bls. 8 og við Sigurð Sigurðarson dýralækni á bls. 24 í þessu blaði. S.dór Samkeppniseftirlitið athugar hags­ munagæslu Bændasamtakanna Eftir að Búnaðarþingi lauk barst Bændasamtökum Íslands bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað var eftir gögnum frá samtök­ unum, þar á meðal afriti af öllum fundargerðum og þingskjölum Búnaðarþings 2008, afriti af öllum fundargerðum, samþykktum, ályktunum, sáttum, minnisblöðum og tölvupóstum sem hafa verið rituð eftir 1. september á síðasta ári. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin telji sig hafa séð vísbendingar þess í fjölmiðlum að Bændasamtökin og einstök búnaðar­ og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína. Er í því sambandi vitnað til 10. og 12. greinar samkeppnislaga. Bændasamtökin hafa orðið við erindi Samkeppniseftirlitsins. Þau telja sig hins vegar hafa uppfyllt þá skyldu sína að gæta hagsmuna bændastétt­ arinnar og upplýsa neytendur um þróun í verðlagsmálum. Ekki er ljóst hvenær úr skurð ar er að vænta af hálfu Sam keppn is eftir­ litsins. Kartöflubæklingur kominn út Einari K. Guðfinnssyni, sjáv­ arútvegs­ og landbúnaðarráð­ herra var afhent fyrsta eintak­ ið af uppskriftabæklingi, sem Landssamband kartöflubænda gefur út í tilefni af ári kart­ öflunnar, í hófi sem efnt var til á veitingastaðnum Friðriki V. á Akureyri í liðinni viku. Sameinuðu þjóðirnar hafa til­ einkað árið 2008 þessari hollu og góðu afurð, kartöflunni, og með útgáfu á uppskriftarbæklingi þar sem hún er í aðalhlutverki vekja kartöflubændur athygli á henni. Þá eru einnig í ár liðin 250 ár frá því kartöflurækt hófst hér á landi og 200 ár frá því menn reyndu fyrst fyrir sér með slíka ræktun í Eyjafirði. Sigríður Bergvinsdóttir er höf­ undur allra uppskrifta í bækling­ num, en þar er að finna uppskriftir af saltfiski með kartöflum, hum­ arsúpu, gerbrauði, kartöflugratíni, kartöfluböku, fjallagrasabrauði, kanilköku, súkkulaði og skyrkök­ um og konfekti. „Ég nota kartöflur í allt,“ sagði hún og „það er eig­ inlega bara marensinn eftir“ bætti hún hún við og er vongóð um að hún finni út úr því máli í framtíð­ inni. Bergvin Jóhannsson formað­ ur Landssambands kartöflubænda sagði uppskriftirnar nýstrárlegar og vissulega væri með útgáfunni verið að „kippa kartöflunni inni í 21. öldina“ eins og hann orðaði það. Allir þekki soðnar og bakaðar kartöflur, en færri hefðu komist í kynni við kartöflubrauð og súkkul­ aðikökur úr kartöflum. MÞÞ Mjólkin dýrari – kjötið ódýrara Verðlagsnefnd búvöru ákveður 14 kr. hækkun til framleiðenda á hvern lítra mjólkur − Ný vísitala sýnir að innlend búvara heldur aftur af verðbólgunni Ár kartöflunnar Hvað kostar mjólkin? Eins og fram kemur annars staðar á síðunni hækkar verð á mjólk hér á landi í dag og fer lítrinn í 95­105 kr. út úr búð. Eflaust finnst fólki nóg um þetta verð en svo merkilegt sem það nú er þá er þetta lægsta verð sem við fundum við leit í búðum í nágrannalöndun um, nánar til­ tekið í Tesco á Eng landi, þremur verslunum í Kaup manna höfn og í lágvöruverðs verslun í Osló. Sam kvæmt gengi mánudagsins var verðið svona: Kaupmannahöfn 141­145 kr. London 119 kr. Osló 192 kr. Ef reiknað er með að með­ alverð á lítra verði 100 kr. hér á landi merkir það að verðið á mjólkurlítranum er 19­92% hærra í nágrannalöndum okkar. Þetta hefur gerbreyst á síðustu mánuðum og er þær bæði um að kenna gengisbreytingum og ekki síður verðhækkunum í út­ lönd um. Og þetta er ekki aprílgabb!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.