Morgunblaðið - 18.04.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVrfBLAÐlÐ Fðstudagur 18. aprll 1958 Miðfirðingar deila um eignarréft bónda á fimm óskilahrossum í 12. tölubl. ísafoldar, frá 19. marz s.l. er grein með þessari yfir skrift, en vegna þess að þar er mjög villandi skýrt frá atburð- um, vil ég hér með koma því á framfæri sem rétt er í þessu efni. I greinni segir: „Snemma í vetur, kom það fyrir í Miðfirði í Vestur-Húna- vatnssýslu að hópur óskilahrossa reyndist vera í hrossastóði eins stórbónda þar. Við nánari athug im kom í ijós að þarna var um að ræða sex hross, þar af ein hryssa mörkuð með folaldi. Einnig fjögurra vetra hryssa með folaldi og þrjú tryppi. Þessi fimm hross öll ómörkuð". Ennfremur segir í greininni: „Eftir markinu, sem var á hryssunni fullorðnu, var eigandi hennar Magnús Björnsson að Hnausum í Þingi. Hafði hann saknað hryssunnar lengi. Sterkar líkur eru á því, að öll ómörkuðu hrossin séu afkomendur elztu hryssunnar, og hafi þau bjargað sér af sjálfsdáðun til þroska", o.s. frv. Greinarhöf. hefir hér orðið það á, að skýra rangt frá stað- reyndum, og dregur síðan fram alrangar ályktanir, eins og nú skal upplýst. I júnímánuði s.l. vor, kom fram hér í heimalandi mínu brún hryssa illa mörkuð, með jörpu tryppi eins vetra, ómörkuðu, hryssan c. 15—16 vetra gömul. Þrátt fyrir eftirgrennslan um eig- anda þá strax, fannst hann ekki. Mark hryssunnar var ekki það glöggt, að ég treysti á að marka tryppið réttu marki, og afréð því að hafa hryssuna með tryppinu í heimahögum til hausts. Til I. hrossaréttar Miðfirðinga kom svo hryssan og þá einnig með folaldi er hún eignaðist um sumarið. Af afrétt Miðfirðinga komu og til þessarar réttar, 3ja vetra hryssa með folaldi, bæði ómörkuð, og 2ja vetra foli, einnig ómarkaður. Þar sem óvíst var um eigendur, voru hrossin tekin I vörzlu og skv. fjallskilareglug. V-Hún. seld að þrem vikum liðn- um. Fáum dögum síðar hringdi Þorvaldur hreppstjóri Böðvars- son á Þóroddsstöðum til mín og sagði mér að maður nokkur vest ur í Dalas. hefði spurzt fyrir um brúna hryssu, með ómörkuðu tryppi jörpu á lit, eins vetra gömlu. Væri hryssa þessi ættuð norðan úr Skagafirði, hefði verið á húsi sl. vetur, en tapazt á strok, áður en tryppið var mark að. Var lýsing Þorvaldar svo ná- kvæm í einu sem öðru, að ekki gat verið vafi á, að þarna var réttur eigandi kominn fram, sendi eigandinn skömmu síðar mann eftir hrossum sínum, þ.e. mörkuðu hryssunni, með folald- inu og jarpa tryppinu er fylgdi henni um vorið. Eftir þriggja vetra folalds- hryssunni hefir verið lýst, en tveggja vetra folanum ekki. Um þankagang góðkunningja míns Ágústs á Hofi, um hross þessi, og samband þeirra við „svínin í Vatnsdal", hefi ég skv. framan- sögðu ekki fleira að segja. Efra Núpi 7. apríl 1958. Benedikt H. Líndal.' Svartfuglinn, sem sjómaðurinn heldur á, hefur fylgt vélbátn- um Tjaldi að undanförnu. I einn stað hefur komið þótt skip- verjar slepptu fuglinum, hann hefur sótt aftur í bát þeirra. (Ljósm.: Ag. Sig.) Til Akurnesingo UM árabil hefur verið á það minnzt, að æskilegt væri að Akraneskirkja fengi nýtt orgel, vandað pípuorgel. Virðist áhugi fólks í söfnuðinum fyrir þessu góða máli hafa farið vaxandi, enda verður að telja nauðsyn á, að þetta mál nái í höfn sem fyrst. Hið gamla orgel kirkjunnar, sem þjónað hefur söfnuðinum vel og lengi, er mjög tekið að gefa sig, svo vart er lengur við unandi. — Myndaður hefur verið orgelsjóð- ur Akraneskirkju. Hafa sjóðnum þegar borizt stórar gjafir: 10 þúsund króna gjöf frá Árna Sigurðssyni, kaupmanni á Akra- nesi, og börnum hans, til minn- ingar um konu Árna og móður barnanna, Þóru Einarsdóttur, og shrifar ur i daglega lifinu J úr Sýningin í Briissel. HEIMSSÝNINGIN í Brussel hófst í gær, eins og áður hef- ur verið frá skýrt hér í blaðinu. í allt sumar mun verða straum- ur fólks um sýningarsvæðið í útjaðri „litlu Parísar", höfuð- borgar Baldvins konungs feimna og hinnar framsæknu og skart- gjörnu þjóðar hans. Velvakandi hefur reynt að afla upplýsinga um, hvort til tals hafi komið að íslendingar tækju þátt í sýningunni, eins og þeir áttu aðild að heimssýningunni í New York árið 1939. Niðurstaðan er þessi: Öllum ríkjum, sem eru í stjórn málasambandi við Belgíu, mun hafa verið boðið að taka þátt í sýningunni. ísland fékk slíkt boð 1954, en það var afþakkað. Ekki er Velvakanda fullkunnugt um hverjar ástæðurnar voru, en kostnaðarhliðin hefur vafalaust skipt miklu. Heimssýningin á einkum að vera til að kynna þjóðir og menningu þeirra. Hins vegar er ekki um vörusýningu að ræða og skjóts fjárhagslegs ávinn ings er því ekki að vænta. Nauð- synlegt myndi sennilega hafa verið að reisa sýningarskála, og honum hefði orðið að halda opn- um allan sýningartímann. Má minna á í þessu sambandi, að hvorki Danir né Svíar taka þátt í sýningunni, sennilega vegna kostnaðar. Norðmenn og Finnar eru þar því einir af Norðurlanda- þjóðunum. Hins vegar er líklegt, að ís- lands sé að einhverju getið, þar sem alþjóðastofnanir, sem við eigum aðild að, sýna. Hluti af sýningarsvæðinu er ætlaður fyrir stofnanir þessar. Sameinuðu þjóðirnar hafa reist mikla sýning arhöll, mjög frumlega í útliti, og var mynd af henni í Morgun- blaðinu í gær. Sérstofnanir Sam- einuðu þjóðanna hafa einnig sín hús, svo og ýmsar Evrópustofn- anir, þ. á. m. Evrópuráðið og Efnahagssamvinnustofnunin. sem eru saman í húsi. Eru það einu aðilarnir, sem vitað er, að snúið hafi sér til íslands og óskað eftir aðstoð héðan. Upphaflega mun hafa verið ætlunin að ætla öllum, sem standa að Evrópuráðinu og Efnahagssamvinnustofnuninni, — nokkurt rúm í skála þeirra, en af þeirri ráðagerð varð ekki. Þó hafa nokkrir glerskápar verið settir upp til að sýna sögulega þróun frelsis, mannréttinda og þingræðis í aðildarríkjunum. — Hingað barst beiðni um gögn um Alþingi og annað I þessu sam- bandi, og var send utan mynd af Þingvöllum og ljósprentun af blaði úr Skarðsbók, hinu fagra Jónsbókarhandriti. Á því mun standa m. a.: „Hér hefur mannhelgi vora og um frið. | Það er fyrst í mannhelgi vorri, að vor landi hver í Noregs kon- ungs ríki skal friðheilagur vera við annan innan lands og utan lands ... “ Ekki er vitað, hvernig þessum gögnum hefur verið fyrir komið — eða hvort þau hafa yfirleitt verið sett upp. Um Ármann og Stefán VEL V AKANDA hefur borizt eftirfarandi bréf: „Það hefur verið illa frosið fyr ir vitin á leikdómurunum, þegar þeir dæmdu Ármann í hinu nýja leikriti Gauksklukkunni úr leik. Ég sá leikritið á sunnudags- kvöldið, og mér þykir það liggja í augum uppi, að það sé auka- atriði, hvort Ármann sé sannur og mikill listamaður eða ekki. Aðalatriðið er, að Stefán trúir á hann. Og þekkjum við ekki öll dæmi þess úr lífinu, að maður geti trúað á hæfileika annars manns, þó að öðrum sé slík trú hulin ráðgáta? Margir af beztu listamönnum þjóðarinnar voru á sínum tíma lítils metnir sem þjóðfélagsþegnar, þó að þeir hafi seinna hlotið almenna viður- kenningu og þegnrétt, enda getur enginn hugsandi maður metið listamann eftir þjóðfélagsstöðu hans, heldur aðeins eftir list hans. Leikdómendur þeir, sem ég á við, dæmdu Ármann úr leik að- eins á þeim forsendum, að hann væri ekki mikils virði á þjóðfé- lagslegan mælikvarða. En vitan- lega er ekki hægt að dæma tón- skáld nema eftir þeim tónsmíð- um, sem hann framleiðir, en það sjónarmið kemur hvergi fram hjá þeim. Um nýja frumlega listamenn er alltaf nokkurt álitamál, enda reynast margir þeirra vonarpen- ingar. En oftast eiga þeir ein- hverja að, sem trúa á þá og vilja mikið á sig leggja fyrir þá. Stefán bankamaður í leikritinu er einn af þeim mönnum. Hann er sjálfur listamaður að hálfu leyti. En það eru einmitt þessir menn sem eru salt jarðar. Til þeirra sækja listamenn stoð sína og styrk, og þó að -þeim skjátlist stundum um mat sitt á þessum skjólstæðingum sínum, þá er hitt veigameira, að þeir hafa stund- um rétt fyrir sér, og stuðla þann- ig að því að mikil listaverk eru sköpuð. Þessir menn vinna oft ómetan- legt starf þó að þeirra sé oft og tíðum lítið getið, og án þeirra væri hagur listamanna stórum verri. G. G.“ foreldra hennar og foreldra Árna; gjöf sömu upphæðar (10 þúsund) frá frú Emilíu Þorsteins dóttur á Grund á Akranesi og börnum hennar, tengda- og barna börnum, til minningar um mann Emilíu, Þórð Ásmundsson, út- gerðarmann; gjöf, 1 þús. krónur, til minningar um Friðrik Hjart- ar, skólastjóra, frá konu hans, frú Þóru Hjartar. Er gefendum þessara gjafa að vonum þökkuð rausn og ræktar- semi við kirkju sína. Þá hefur kór kirkjunar eflt sjóðinn með því að leggja í hann tekjur sín- ar. Nemur orgelsjóðurinn nú um 26 þús. krónur. Nýlega kom saman í Akranes- kirkju hópur fólks, sem kjörið hefur verið af söfnuðinum til að vmna fyrir kirkjuna og vera á verði um mál hennar. Var þar endanlega ákveðið að hefjast handa með almenna söfnun til kaupa á nýju orgeli, og halda henni áfram, unz settu marki er náð. Ávarp með söfnunarlista verður þessa dagana borið inn á hvert heimili í bænum og til fyrirtækja. Ennfremur lagt um borð í togara bæjarins og hvern fiskibát, einnig borið um í hin- um stóra hópi, er vinnur að bygg- ingu sementsverksmiðjunnar. 1 ávarpinu, sem undirritað er al sóknarnefnd, stjórn kirkjukórs- ins, kirkjunefnd kvenna, safnað- arfulltrúa, organleikara kirkj- unnar og sóknarpresti, segir m.a. „Því er ekki að leyna, að takið er all-þungt, þó raunar ekkert Grettistak fyrir jafn fjölmennan söfnuð og söfn. Akraneskirkju er. Ekkert áhorfsmál er það, að verði nú ráðizt í kaup á nýju orgeli fyrir kirkjuna, sem ætlun- in er að gera, verður það að vera vandað pípuorgel, af beztu gerð. Slíkt hljóðfæri mun kosta allt að 200 þús. krónur. Það er trú okk- ar, sem undirritum þetta ávarp, að í söfnuðinum hér sé ákveðinn vilji fyrir að vera ekki eftirbátar annarra í því, er kirkjuna varðar. Söfnuðurinn á Akran. mun með ljúfu geði vinna að því að þetta mál komist í höfn. Um gildi þess, að kirkjan eignist þennan grip, þarf ekki að ræða, svo augljóst er það og öllum skiljanlegt". Akurnesingar! Ég veit, að við höfum í mörg horn að líta, margt kallar á krafta okkar og fórnir. Mörg mál og verkefni, sem bíða úrlausnar. En ég veit einnig það, að ykkur er annt um kirkjuna ykkar, og af reynslu minni þekki ég það, að þið látið ekki hennar mál sitja á hakanum fyrir öðru. Því efa ég ekki góðar og al- mennar undirtektir ykkar að þessu sinni, eins og svo oft áður. Ég er það bjartsýnn, að hið nýja og vandaða orgel verið komið í kirkjuna um næstu jól. Við skul- um öll vinna saman að því, að það geti orðið. — Og Akurnesing um, sem fluttir eru að heiman og búsetu eiga í Reykjavík og annars staðar, treysti ég til lið- sinnis í þessu máli. Enn muna þeir kirkjuna sína gömlu og svo margt, sem þeim er hugljúft og heilagt, bundið gömlu stöðvun- um heima á Akranesi. 15/4. 1958. Jón M. Guðjónsson. Tveir liðlusnillingar ROMAN Totenberg hélt hér tón- leika fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins miðvikud. 2. apríl með aðstoð píanóleikarans Ray- mond Hanson. Totenberg er af- burða snjall fiðlari og er fyrir löngu vel þekktur sem slíkur um víða veröld. Djúp alvara og festa ríkti yfir leik hans, en fiðlutónn- inn mikill og fagur. Þeir félagar léku sónötu fyrir fiðlu og píanó op. 12 nr. 1, í D-dúr, eftir Beet- hoven og sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Bartok. Totenberg minnti oft á meistara Adolf Busch, og var líkur stíll yfir leik þeirra beggja. Píanóleikarinn var engu síðri en fiðluleikarinn. Hann vár sannur listamaður, sem aldrei skeikaði. Þannig var samleikur þeirra félaga fullkominn og list- rænn í fyllsta máta. Eftir hléið lék Totenberg tvö Capriccio eftir Paganini af mikilli snilld og Svíta Espagnola eftir De Falla. En tónleikunum lauk með Hoe Down eftir Copland. Var skemmtilegt og fróðlegt að kynnast þessu síðasttalda verki, sem er glæsilegt og vel samið og stórkostlega leikið. Gerðu áheyrendur mikinn róm leik Totenbergs og Hanson og léku þeir nokkur aukalög. Ion Voicu Ekki veit ég hversu heppilegt það er af Tónlistarfélaginu að bjóða upp á tvo fiðluleikara með svo stuttu millibili, eins og hér átti sér stað. — Jafnvel þó um snillinga sé að ræða. Rúmenski fiðluleikarinn Ion Voicu er tví- mælalaust einn mesti „virtuos“, sem hér hefur heyrzt. Hann lék hér á vegum Tónlistarfélagsins í fyrrakvöld með aðstoð Ferdi- nand Weiss. Jón Voicu er fæddur 1923 í Rúmeníu og hefur notið kennslu hjá hinum mestu meisturum fiðl unnar, svo sem m.a. hjá Enescu, Jampolski og David Oistrakh. En auðheyrt er, að upplagið hefur verið mikið, því segja má, að jafnauðvelt sé — eða virðist vera — fyrir Jón Voicu að leika hinar erfiðustu kúnstir og þraut- ir á fiðluna og að drekka vatn úr glasi. Þar við bætist heitur tóna Stradivarius-fiðlunnar sem verk- ar mjög seiðandi og töfrandi. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart (Fiðlukonsert í G-dúr), Chausson (Poem), Ysaye (Són- ata fyrir* einleiksfiðlu), Prokoff ieff (sónata nr. 2), Novacek (Per petuum mobile) og að lokum Zigeunerweisen eftir Sarasate. Allur leikur þessa fiðlusnilling* er sérlega fágaður og vel yfir- vegaður. Eins og fyrr segir þekk- ir hann enga tækniörðugleika en allt leikur í hendi hans svo að leikurinn fær á sig blæ hins „brillianta“. Kom það einna bezt í ljós í einleikssónötu Ysayes og Perpétuum mobile Novaceks, svo og í Zigeunerweisen eftir Sarasate. En það verkið, sem heillaði undirritaðan mest var sónata Prokoffieffs. Hér er um mjög merkilegt verk að ræða eftir hinn rússneska meistara, og það var leikið af eldmóði og innri krafti. Átti píanóleikarinn, Ferdinand Weiss, sinn ágæta þátt í flutningi verksins, en einnig í öllum hinum verkunum, sem ekki voru fyrir einleiksfiðlu, var Weiss hinn bezti aðstoðarmaður. Það skeður ekki daglega að Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.