Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 22
MORGU N BLAÐIÐ í’östudagur 8. janúar 1965 5 franskir landsliðsmenn í liðinu gegn ÍR - ingum Og einn á 110 landsleiki að baki FRÖNSKU meistararnir í körfuknattleik sem hingað koma í dag og keppa við ÍR- inga í annari umferð Evrópu- bikarkeppninnar á sunnudag- inu, verða ekki með sitt allra sterkasta lið — en sterkt lið kemur þó hingað. Þrír af að- almönnum liðsins koma ekki til Islands, tveir vegna meiðsla og einn vegna þess að hann fær ekki frí frá vinnu sinni. En samt verða í förinni 5 franskir landsliðsmenn og hefur einn þeirra 110 lands- leiki fyrir Frakka. Tapaði tveim ieikjum Franska liðið heitir Associa- tion Sportive Villurbanne Eveil Lyon aise. Það sigraði í 1. déild- Þetta er Schollander sund- kappi er vann 4 gullverð- laun i Tókíó. Hann er víða kjörinn „íþróttamaður árs- ins.“ inni í Frakklandi á s.l. ári og hefur forystu í keppninni nú. í keppninni í fyrra tapaði liðið aðeins tveim leikjum og gerði jafntefli í einum — vann alla hina. Það tilkynnti þátttöku í Evrópu keppninni í annað sinn nú. Fyrir tveim árum var liðið einnig með í keppninni og tapaði þá í fyrstu umferð fýrir belgisku meistur- unum og var þar með úr leik. Nú sigraði það ensku meistar- ana með 8 stiga mun (74—66) í London og gersigraði þá á heima velli með 92—48. •jf Fimm landsliðsmenn Aðallið félagsins verður þannig er það hefur leikinn við ÍR: Henri Grane fyrirUði er 192 sm að hæð, George! Burdy 180 sm., Jacques Ca- balle 182 sm., Jean Pierre Castalier 190 sm., Ferrucio Biasucci 204 sm og Jean Paul Durand 202 sm. Aðrir sem til fslands koma eru George Lamothe 177 sm., Roger Rev- eilloux 179 sm, Jacques Morera 190 sm., George Perre ard 187 sm. Grane fyrirliði á 110 lands leiki að baki, Burdy 15 Iands leiki, Caballe 20 landsleiki, Buasucci 10 og Castallier 15 landsleiki. Durand er mjög efnilegur leikmaður og hefur verið valinn í úrvalslið ungra körfuknattleiksmanna. ★ Meiddir Tveir af beztu ' leikmönnum liðsins eru meiddir. Gerard Moroze sem s.l. sunnudag kom heim frá leik við Spartak Prag með brákaðan handlegg og verð ur frá í mánuð. Lucien Sedats er meiddur á kné og verður frá í mánuð og Antonie Muget skóla- kennari fékk ekki frí til íslands fararinnar. Það verður því við ramman reip að draga fyrir ÍR-inga sem verða án síns bezta manna, Þor- steins Hallgrímssonar. En ætla má þó að þarna verði um jafna og skemmtilega baráttu að ræða og skulu alls ekki afskrifaðar sigurvonir ÍR-ing, þó franska lið ið sé miklu leikreyndara lið. Einar Ólafsson Mennirnir á bak LIÐ ÍR sem á sunnudag geng- ur til keppni gegn Frakk- landsmeisturunum á Kefla- víkurflugvelli, er eins og flest ir vita íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar margra undanfarinna ára. Til þess að ná árangri með þeim er þetta lið hefur náð, þarf að fórna mikilli vinnu og tíma í þjálf- un og æfingu. Góðir þjálf- arar sem kunna sitt starf og hafa reynslu og þekkingu í íþróttinni, eru því frumskil- yrði til þess að skapa slíkan árangur. Einstakir leikmenn geta verið mjög góðir hver í sínu lagi, en nauðsynlegt er að þjálfararnir sjái til þess að liðið vinni sem ein heild. ÍR-ingar hafa verið svo heppn ir að hafa innan sipna vé- banda tvo beztu körfuknatt- leiksþjálfara landsins, þá Helga Jóhannsson og Einar Ólafsson. Þeir hafa um árabil unnið mikið starf við þjálf- un ÍR-inga og náð mjög góð- um árangri. Einnig hefur Helgi verið þjálfari landsliðs- — Sukarno Framhald af bls. 1 Framhald af bls. 1. garð S.Þ. og sagði að aðstoð sú sem samtökin hefðu veitt Indó- nesíu hefði komið að litlu sem engu gagna. „Við höfum útrýmt ólæsi í Indónesíu án íhlutunar UNESCO og sjálfir aukið hrís- grjónaframleiðluna. Landbúnað- arstofnun S.Þ. (FAO) sendi hing að sérfræðinga, sem hófðu ekki hundsvit á indónesiskum land- búnaði“, sagði Sukarno. Óhagganleg ákvörðun Formaður sendinefndar Indó- nesíu hjá S.Þ. Lambertus N. Palar, fór í gærkvöldi flugleiðis heim til Djakarta frá New York. Við brottförina lét Palar svo um mælt að hann héldi heim til skrafs og ráðagerða við ríkis- stjórnina, og kvaðst hafa um það ströng fyrirmæli hennar að ræða ekki við fréttamenn. Blaða fulltrúi indónesisku sendinefnd- arinnar hjá S.Þ., Joos Rotty, sagði að aðrir fulltrúar úr sendi- nefndinni myndu bíða átekta í New York. Áður en Palar fór frá New York átti hann fund með fulltrúum Afríku- og Asíu- ríkja innan samtaka S.Þ. og var þar lagt mjög fast að honum, að reyna að fá Súkarno forseta ofan af þeirri fyrirætlun sinni að segja Indónesíu úr S.Þ. Talsmenn Indónesíska utanrík- isráðuneytisins í Djakarta ítrek- uðu í gær, að ákvörðunin um að ganga úr samtökum S.Þ. væri óafturkallanleg, enda þótt ekki hefði enn verið send formleg orð- sending um það til U Thants. — ★ — Svo sem kunnugt er, er þessi ákvörðun Indónesíustjórnar íslenzka liðið tapaði 7. leikn- nuir. í USA ’ ÍSLENZKA landsliðið í körfu- knattleik lék sjöunda leik sinn í Bandaríkjaförinni á mið- vikudagskvöld og mætti þá úr valsliði Potsdam State Uni- versity í New York. Banda- ríska liðið sigraði með 79 stig- um gegn 40. Bandaríkjamennirnir kom- ust í 11 stiga forystu á fyrstu fimm mínútum leiksins og höfðu forystu allan tímann eftir það. Rich Stopa var stigahæsti maður leiksins með 21 stig en næstur kom Einar Bollason með 15 stig. í hálfleik stóð 46—17 fyrir bandaríska liðið og íslenzka liðið eygði aldrei möguleika til að jafna það forskot. Ray Potter markvörður West Bromwich Albion, sér hér á eftir skoti miðherja Fulhams Rodney Marsh (t.v. í hvítri peysu) í mark sitt. Myndin er tekin 19. desember og or þetta fyrsta mark Fulham í þeim leilu Helgi Jóhannsson við liðíð ins frá upphafi og þar til Einar tók við því starfi s.l. sumar. Hafa þeir félagar haft þá ánægju að sjá verk sín í árangri þessa ÍR-liðs og jafn framt landsliðsins. Það er víst að á morgun reynir ekki eingöngu á getu liðsmann- anna, heldur ekki síður á hæfni þjálfaranna til þess að stjórna liðinu rétt. Ef að lík- um lætur skila þeir vel sínu starfi og óskar íþróttasíðan þeim gengis í átökunum. sprottin af kosningu Malaysíu i Öryggisráðið. Forsætisráðherra Malaysíu, Tunku Abdul Rahman, bað Bretland og S.Þ. um aðstoð í gær og kvað mikinn ugg í landi sinu vegna hervæðingar Indó- nesíu og liðssafnaðar á landa- mærunum við Malaysíu. „Við óttumst að Indónesar hyggi á meiriháttar aðgerðir", sagði Ab- dul Rahman. Aðalfulltrúi Malaysíu hjá S.Þ., Radhakrishna Ramani, sagði i dag, er hann skýrði samtökun- um frá liðssafnaði Indónesa á landamærunum, að stjórn hans myndi biðja S.Þ. um aðstoð til þess að verja land sitt-, ef Indó- nesía léti til skarar skríða um stórárás. Þó fór Ramani ekki fram á að ráðið kæmi saman til skyndifundar um málið. í Malaysíu í Singapore hefur verið bönn- uð sigling smábáta um höfnina að næturlagi, vegna þess að I gær varð líberíska skipið „Ocean Pride“ fyrir sprengjuárás og í dag tók brezkur tundurspillir x sína vörzlu indónesískan bát, sem talinn er valdur að árásinni. Enginn særðist þó og spjöll á skipinu urðu lítil. Tveir menn voru um borð í bátnum, sem var á leið út úr höfninni er Bretar hófu eftirförina, og stukku báðir fyrir borð. Annar náðist en hinn er talinn hafa drukknað. Hermálaráðherra Breta, Frede- rick Mulley, er kominn til Mal- aysíu að skoða herstöðvar Breta þar. Sagði Mulley, að Bretar myndu mæta öllum árásarað- gerðum Indónesa með hörku og kvaðst vona, að Sukarno Indó- nesíuforseti, láti af hótunum sín- um gegn Malaysíu. Brezka fall- hlífarhermenn drífur nú að hvaðanæva til Malaysíu, en þar er fyrir töluvert brezkt herlið. Þá er einnig til taks fjöldi brezkra sprengjuvéla, sem flog- ið geta til Malaysíu með mjög skömmum fyrirvara, að því er talsmaður brezka flughersxnt hermir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.