Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10 nóv. 1965 MORGUNBLAÐID 9 Þórarinn Magnússon, trúboði — Minning Fæddur 15. ágúst 1913. Dáinn 12. október 1965. SÚ FREGrN barst hingað frá Grænlandi 13. október s.l., að deginum áður hefði í>órarinn Magnússon trúboði orðið bráð- kvaddur af völdum hjartaslags. Setti alla vini og ættmenni Þór- arins hljóða við þá helfregn. — Hann sem nýbúinn var að skrifa hingað heim og tilkynna komu 6ina innan nokkurra vikna. — En nú dáinn og farinn héðan af heinú. Já, svona er lífið og fallvaltleiki þess og hverfulleiki. Þórarinn var fæddur að Hrútsholti í Eyjahreppi Hnappa dalssýslu, þar sem foreldrar hans bjuggu um árabil af mynd arskap og rausn. En þau voru Magnús Þórarinsson og Anna Sigurbrandsdóttir, af kunnum aettum í Snæfells og Hnappadals syslum. 13 urðu börn þeirra hjóna af þeim náðu 10 fullorð- insaldri Þórarinn er fyrstur að kveðja lífið af þeim stóra og myndarlega systkinahópi. Við útför Þórarins sem gerð var frá Fíladelfíu Reykjavík 6. nóvem- ber s.l., að viðstöddu fjölmenni voru 7 bræður hans og 2 systur, — börnin frá HrútsholtL Sem ungur maður fár Þórar- inn á bændaskólann að Hvann- eyri. Lauk þaðan prófi og var viðbrugðið verklegum verkefn- um hans fyrir vandvirkni og myndarskap. Kunn félagasam- bönd hérlendis stóðu fyrir því að hluta, að Þórarinn fár til Svalö, á hinn kunna landbún- aðarháskóla Svía. En áður en hann hóf þar nám, var hann á lýðháskóla í Edslöv. Var hann síðan í Sviþjóð heil 7 ár. Var hann þar við nám, vinnu, verk- stjórn og rannsóknir. Menntun hans og próf opnuðu honum að gang að mismunandi landbún- aðarstofnunum á Skáni, þar sem honum bauðst frami og vellaim uð og trygg framtíðarstörf. Var það bæði á sviði mjólkuriðnað- ar, jarðvegs og búpeningsrann- sókna. Það var ekkert undrun- arefni þeim er þekktu Þórar- inn, þvi maðurinn var framúr- skarandi vandvirkur og nákvæm ur í framkvæmdum sínum, og duglegur og ósérhlífinn. Takmarkinu var náð, mennt- un og tilskilin próf voru í hönd- um hans, til að taka að sér ráðunautastörf og leiðbeiningar heima á íslandi sem og í Svíþjóð. Stríðið, sem þá geisaðL lá með helgreypar sínar yfir Evrópu og stöðvaði heimferð hans að sinni. Tæpu ári eftir stríðslok, stóð hann á íslenzkri grund með sænskfædda eiginkonu sinni Herthu Haag. Höfðu þau gifzt í Svíþjóð nokkru áður. Brautir þeirra hér, lágu ekki til þeirra starfa er hann hafði búið sig undir, á sviði landbún- aðar. Heldur boðaði hann mönn um eldheitan trúar og aftur- hvarfsboðskap. — Þórarinn taldi sig ekki síður kristinn en hvern annan, þá er hann fór frá ís- landi, fyrir stríð. í Sviþjóð sótti hann helgar tíðir og guðsþjón- ustur heittrúaðra manna, tók Starfsstúlkur óskast að Vistheimilinu Arnarholti. — Upplýsingar að Arnarholti í síma um Brúarland. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Hverfitónar Ný sending af Deutsche grammófónplöt- um. — Einnig jenka og óperettuplötur. Hverfitónar Hverfisgötu 50. — Opið frá kl. 1—6 e.h. Þakjárn Þakjárn 6—12 feta fyrirliggjandi. Byggingavöruverzlunin Valfell sf. Sími 30720. * Oskum að ráða vélritunarstúlku. Málakunnátta nauðsynleg. Hafskip hf. Skrifstofustarf Ungur maður með góða þekkingu og reynslu í bók- haldi og gjaldkerastörfum óskast í ábyrgðarstöðu við vaxandi fyrirtæki. — Góð laun, ef um semst. — Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl., merkt: „Störf — 2879“. 'fylV Ásgeir Júlíusson Kveðja frá Félagi ísl. teiknara sinna og siðaskiftum. Frelsaðist, endurfæddist eins og Heilög Ritning orðar það. Þessi trúar- reynsla gjörbreytti ÞórarnL á- formum hans og framtíð. Fór hann nú á Biblíuskóla í Stokk- hólmi og sökkti sér niður í lær- dóma og kunnugleika á Heilagri Ritningu. Undirrituðum er kunn ugt, að Þórarinn naut þar hylli kennara sinna og nemenda sem voru 500 að tölu. Út frá Biblíuskólanum í Stokk- hólmi fór Þórarinn til kristi- legra starfa í Gautlöndum. Kom nú að góðum þörfum meðfædd falleg söngrödd, dugnaður og ó- sérhlífni, vöggugjafir frá Hrúts holti og sérstæð afturhvarfs reynsla, með sterkum Anda og tungutalL kröftugu og fögru. Afram var haldið í sama far vegi er hingað vár komið heim, fyrst í Vestmannaeyjum, á veg- um Betelsafnaðarins. Síðar í Stykkishólmi í 8 ár, þar sem þau hjón stóðu fyrir byggingu samkomuhúss Hvítasunnu- marma og stofnsettu söfnuðinn. — Síðar búsett í Reykjavík, en með ferðastarfi, bóka og blaða- dreifingu um land allt. Þar kom að Þórarinn fannst ísland of lítið starfsvið. Hneigð- ist hugur hans og köllun mjög til starfs meðal heiðingja. Tanga niyka í Afríku var næsta tak- mark. Eftir fullnaðan undirbún- ing í London og tilbúinn til farar, strandar ferð og starf, vegna ófriðar í því landL Urðu það sár vonbrigði fyxir Þórar- inn og okkur alia vini hans. En Þórarinn lá aldrei á liði sínu og undi ekki iðjuleysi. I stað þess að fara til svertingja lengst í landsuðri þá opnast honum ó- vænt og skjótlega leið og mögu- leikar til starfa meðal Eskimóa í Grænlandi. Þangað er hann kominn eftir mitt sumar 1961 Þar dvaldist hann og starfaði unz yfir lauk 12. október s.l. — Byggðina í Narrsaq setti hljóða, er fregnin barst um andlát Þór- arins. Vinur þeirra og hollur ráðgjafi í tímanlegum og and' legum efnum var burtu kallað- ur. Brautryðjendastarf hans og ávöxtur af sáningu Guðs Orðs bar ávöxt og í því verki er minningin um Þórarinn ódauð leg. Við brottför Þórarins og and- lát. er tómt rúm meðal Hvíta- sunnumanna á íslandi vandfyllt, Börnin hans 3 sjá á bak föður, eiginkona, systkini og vinir njóta hans aldrei framar. Þeim er öllum flutt dýpsta samúð. Síðast vil ég persónulega þakka þér vinur minn og bróð- ir, hvað þú varst mér forðum í raunum mníum, þegar andlát fyrri konu minnar bar svo ó' vænt að höndum. Hvernig fram koma þín og góð orð lyftu mér og mínurn upp og vinum okkar í BeteL á sárum raunastundum Þá sást bezt hvaða mann þú hafðir að geyma. Framkoma þín og hjálp verða okkur ó gleyrnanleg. Þessum fátæklegu minningarorðum lýk ég með orðum Davíðs konungs í ísrael, ,,Sárt trega ég þig bróðir minn Jónatan, mjög varstu mér hug- ljúfur. — En að hetjurnar skuli vera fallnar og hervopnin glöt- uð.“ 2. Samúelsbók. 1. 26-27 Blessuð veri minning þín. Einar J. Gíslason. HAUSTDAG einn árið 1953 hittust 5 menn í teiknistofu Halldórs Péturssonar við Tún- götu. — Voru þar samankomnir teiknarar og bókskreytinga- menn þeir flestir, er höfðu slíkt starf að aðalatvinnu. Þarna var stofnað félag islenzkra teikn- ara. — Stjóm kosin eftir stærð manna. Asgeir sjálfkjörinn for- maður, hæztur og myndarleg- astur allra og svo eftir hæð, ritari, gjaldkeri og meðstjórn- endur. Eigi þótti það hlýða, að stjórnin hefði enga óbreytta fé- lagsmenn til að stjórna. — Var >ví bætt við tveim, er teljast skyldu stofnendur, þó fjarri væni stofnfundi. Þótti okkur þá sem rétt væri að farið og lögum samkvæmt um stofnun félags. Síðan var skotið saman til kaupa á fundargerðabók og möppu til að geyma í bókina og önnur plögg félagsins. Þess var full þörf. Asgeir hafði verið á ferð um Norðurlönd það sumar og sem gestur tekið þátt í þingi Norræna teiknarasam- bandsins. Talaði hann af mikilli hrifningu um ánægjulegt þing og samveru vð ýmsa góða teikn ara norræna og af alvöru um gagnsemi þess að vera í slíkum samtökum og flutti óskir þings- ins um að íslenzkir teiknarar væru með í sambandinu, þó fá- mennt yrði okkar félag. Hafði hann safnað ýmsum gögnum um félögin, lög þeirra, réttarstöðu, reglur um inngöngu, verðskrár og annað er okkur mætti að gagni koma. — Þetta er aðeins lítil skyndimynd frá ánægju- legum degL þegar okkur tókst að stofna með okkur samtök, til hagsbóta fyrir atvinnugrein okk ar og vonandi einnig fyrir okk- ar viðskptamenn. En þannig varð Asgeir braut- ryðjandi um samtök ísl. teikn- ara. Hann aflaði þeirrar undir- stöðu og sambanda við „stóru bræður" á Norðurlöndum, sem nauðsynleg voru, varð fýrsti for maður félagsins og formaður þess lengst af. Asgeir var jafnan síðan ötull og vakandi um allt það, er fé- laginu mætti að gagni koma, svo sem réttarstöðu þess í viðskipta- málum og viðskiptamanna gagn vart þvi. um höíundarrétt verka og um nauðsyn og kröfu góðrax menntimar teiknara svo að sam band félagsins við norræna teiknara aðra, til hvatningar og nýrra strauma og hugmynda. Hann undirstrikaði strax í byrj un að þessi atriði yrðu greiiu- legur þáttur í lögum og starfi félagsins. Honum var einnig ljóst það, sem margir ekki hug- leiða, að form og útlit þeirra hluta er við handleikum og not- um hvern dag skiptir verulegu máli til þróunar góðs smekks og fagurfræðilegs uppeldis og á- hrifa (bækur, blöð, tímarit). Teikning, htir og aðlaðandi út- lit vöru og greinilegar upplýs- ingar hafa sitt að segja fyrir sölu framleiðenda og ánægju kaupenda (umbúðir). Jafnvel smæstu form teikningar, sér þar góð hugmynd vel unnin, getur orðið veigamikill þáttur í starfi og kynningu félaga eða sölu afurða (félagsmerki, vörumerki) eða mikilvæg kynning á landi og þjóð hjá öðrum þjóðum (frí- merki). — Þáttur vel menntaðs og hugmyndaríks teiknara á þessum vettvangi getur því orð- ið œikilvægur á margan hátt og liður í þeim menningarmæli- kvarða, sem lagður er á ísl. þjóð og þó ekki síður hvað snertir ýmiskonar liðiðnað og listræna framleiðslu, sem hér er að mestu óplægður akur. Asgeir var sjálfur afbragðs- teiknari og það bezta af verk- um hans mun enn lengi tala sínu málL — Vel gefinn, vel menntaður, vænn félagi og for- ystumaður í sinni stétt. Ekkert mildar þá ömurlegu staðreynd að hann er horfinn á braut. —■ Þessi fáu orð eru aðeins lítfl kveðja lítils félags er leiðir skilja. Félag isL teiknara heiðr- ar minningu hans og á honum þakkarskuld að gjalda. — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Straujám er fislétt og formfagurt, fer vel í hendi og hefur bæði hita- stilli og hitamæli, sem ailtaf sýnir hitastigið. Fjórir fallegir litir. Flamingo - úðari úðar tauið svo fínt ©g jafnt að hægt er að strauja þa? jafnóðum. Ómissandi þeim sem kynnzt hafa. Litir í stí við straujámin. Flamingo- snúruhaldari er ekki síður til þæginda, þv hann heldur straujárnssnúr unni á lofti, svo hún flækisa ekki fyrir. FÖN IX Sími 2-44-20 — Suðurgata 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.