Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 91. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
Loftur Sólveigar
Menntaskólinn í Kópavogi:
LOFTUR.
Ilöfundur: Oddur Björnsson.
Sóngtcxtar: Kristján Árnason.
Tónlist:  Gunnstcinn  ólafsson
og félagar Jassbandsins.
Ljós: Lárus Bjornsson.
Lcikstjóri:  Sólveig  Halldórs-
dóttir.
Loftur Odds Björnssonar og
Kristjáns Árnasonar er saminn
með hliðsjón af öðrum Lofti,
þ.e.a.s Galdra-Lofti Jóhanns
Sigurjónssonar, en sá Loftur
studdist, eins og kunnugt er, við
þjóðsögu. Arangur Jóhanns hef-
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
ur þótt umtalsverður hingað til,
tilraun Odds vekur ekki jafn
mikla eftirtekt.
Það sem háir Lofti Odds er
ekki síst magur texti þrátt fyrir
skemmtilega hugmynd. Ungur
maður, Loftur að nafni, tekst
með gjörningum að kalla sjálfan
Skrattann á vettvang í því skyni
að hafa endaskipti á hlutum sem
fyrir löngu hafa verið höfð
endaskipti á. Það útleggst: að
koma lagi á hlutina. Loftur
hefur ekki erindi sem erfiði eins
og nærri má geta. Meðal þeirra
sem þvælast fyrir honum eru
móðir hans og hin ástsjúka Dísa.
Djöflinum er vitanlega tekið sem
þjóðhetju, ekki síst af blaða-
mönnum.
Sólveig Halldórsdóttir leik-
stjóri segir í ávarpi í leikskrá að
verk Odds sé mjög laust í
„forminu" og þess vegna „hentar
fólki eins og okkur mjög vel".
Einnig að höfundurinn hafi veitt
leikhópnum „frjáls" afnot af
verkinu.
Loftur er skólasýning og
dæmigerð sem slík. Aftur á móti
verður að segja það sýningunni
til hróss að leiðsögn Sólveigar
Halldórsdóttur dugar til að hún
hefur sína Ijósu punkta. Þetta er
fjöldasýning og tæknilega unnin.
Fjörutíu og fimm manns koma
fram í sýningunni: leikarar, kór,
jassband og strengjakvartett. I
hópatriðum nýtur verkið sín
best og eru þau sum hver
leikræn og búa yfir þeim létt-
leika sem þarf til að efnið verði
ekki of þunglamalegt.
Þór H. Ásgeirsson leikur
Djöfsa og er satt að segja
djöfullegur í gervi hans. Skúli
Hilmarsson er pilturinn sem öllu
hleypir af stað, sakleysislegur
I^oftur sem bíssnissinn gleypir
um síðir. Athygli vakti Hulda
Björnsdóttir í hlutverki móður
Lofts, en hún gerði því góð skil.
Guðrún Gunnarsdóttir var Dísa
og Sigfús Aðalsteinsson hr.
Agent.
Glötuð er sálin yrkir Kristján
Árnason. Kristjáni er síður en
svo alls varnað í textagerð, en
framsögn leikaranna var ekki
nógu skýr til þess að allt kæmist
tii skila.
Þessi sýning Menntaskólans í
Kópavogi stendur og fellur með
Sólveigu Halldórsdóttur og hún
er sosum nógu góð, þótt hún
teljist naumast með bestu skóla-
sýningum leikársins.
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Jerzy Kosinski:
FRAM í SVIÐSUÓSIÐ
Bjorn Jónsson íslenskaði.
Almenna bókaíélagið 1981..
Höfundur sögunnar Fram í
sviðsljósið, Pólverjinn Jerzy Kos-
inski, á sérkennilega ævi að baki,
en bernsku sinni hefur hann lýst í
skáldsögunni  The  Painted  Bird
Jerzy Kosinski
Sjans Sjónvarpsson
sem kallast í íslenskri þýðingu
Skræpótti fuglinn. Þessi skáld-
saga segir frá vanda minnihluta-
hópa í Austur-Evrópu, einkum
þeirri fyrirlitningu sem sígaunum
er sýnd. Grimmd og hrottaskapur
stríðsáranna verða ljóslifandi í
Skræpótta fuglinum, enda talar
höfundurinn af eigin reynslu,
smáður flóttadrengur. Ævi hans
verður ekki frekar rakin hér,
benda má á að í lok bókarinnar
Fram í sviðsljósið *er kafli sem
nefnist Um höfundinn. Forvitinn
lesandi getur þar fræðst um Kos-
inski sem þekktur er um allan
heim, ekki síst eftir að skáldsaga
hans sem hér um ræðir (á frum-
málinu Being There) var kvik-
mynduð með Peter Sellers í aðal-
hlutverki. Hlutverk garðyrkju-
mannsins Sjans var hið síðasta
sem Peter Sellers lék. Það vekur
athygli þegar gluggað er í fortíð
Jerzy Kosyiski að honum svipar
um margt til Sjans. Frami hans og
auðlegð byggist á tilviljunar-
kenndum atvikum eins og frá
upphafi eigi fyrir honum að liggja
að ná langt.
Sóguhetjan í Fram í sviðsljósið
er Sjans, munaðarleysingi sem
elst upp hjá manni sem nefnist
Gamli maðurinn í sogunni. Eftir
því sem Sjans veit best lést móðir
hans þegar hann fæddist, um
foður sinn fær hann ekki að vita.
Sjans lærir ekki að lesa og skrifa
eins og aðrir menn, heldur er hann
látinn helga sig því starfi að
hugsa um garð Gamla mannsins.
Eina skemmtun hans er sjónvarp-
ið, en fyrir framan það situr hann
löngum. Eftir að Gamli maðurinn
deyr heldur Sjans út í lífið skil-
ríkjalaus og án þess að þekkja
veröldina fyrir utan garðinn af
öðru en sjónvarpinu. Hann verður
fyrir slysi og það kemur því til
leiðar að hann lendir á heimili
atkvæðamanns í bandarískum
stjórnmálum og ekki líður á löngu
uns Sjans er kynntur fyrir forset-
anum. Þekking Sjans á garðyrkju
veldur því að hann getur talað
spaklega um alla hluti, ekki síst
stjórnmál, fróðleikurinn um gróð-
urinn verður í munni Sjans að
líkingum sem hrífa bandarísku
þjóðina. Leið Sjans virðist greið til
æðstu metorða í landi tækifær-
anna.
Fram í sviðsljósið er stutt
skáldsaga og afar skýr í allri
framsetningu. Hún er skemmtileg
aflestrar, ýkjukennd á þann hátt
að lesandinn trúir. Kosinski kann
þá list til hlítar að láta skáldskap
og veruleika vega salt. Hann nýtur
þess að vera vel heima í siðum
hinna ríku og áhrifafólks í Banda-
ríkjunum. Hann fjallar af skarp-
skyggni um duttlunga og einfeldni
þeirra sem eiga að vera leiðtogar
fjöldans, en eru jafn ófærir að
stjórna sjálfum sér og öðrum. Hér
er vissulega nöpur ádeila á ferð-
inni og um margt umhugsunar-
verð með hliðsjón af því geigvæn-
lega valdi sem fáeinir menn hafa.
Meðal þess sem Kosinski gerir
með sögu sinni er að draga fram
aðferð fjölmiðlanna við að búa til
menn eftir sínu höfði, hið dæmi-
gerða gáfaða glæsimenni sem
höfðar til fólksins með því að tala
við það á máli sem það skilur.
Raunverulegir foreldrar Sjans eru
bandarískar sjónvarpsstöðvar.
Ósagt skal látið hvort banda-
rískir fjölmiðlar hafi búið til
rithöfundinn Jerzy Kosinski, en
óneitanlega hefur hann verið vel
fallinn til þess að verða metsölu-
höfundur. Eg las þessa skáldsögu
með nokkurri tortryggni, en játa
að hún kom mér á óvart, m.a. fyrir
það hve vel hún er samin. Þýðing
Bjöms Jónssonar er læsileg þrátt
fyrir þýðingarkeim á köflum.
Sýning
norrænna
kvenna
í Vestri sal Kjarvalsstaða, hefur
undanfarið staðið yfir samsýning
47 kvenna frá Norðurlöndunum
fimm, sem j)ýðir raunar að Færey-
ingar og Álandseyingar eru ekki
með. Sýning þessi á sér langan
aðdraganda og frétti ég t.d. af
henni í K.höfn fyrir alllöngu síðan
Anne Mariendal (f. 1948):
„Þrándur".
svo augljóslega býr mikil vinna að
baki undirbúningnum. Sýningin er
í formi farandsýninga og hefur
þegar verið sett upp í Listahöllinni
í Malmö,oþaðan fór hún til Finn-
lands (Abo Konstmuseum og
Mellersta-Finland Museum, Jyva-
skylá), síðan var hún sett upp í
Gallery F 15, Moss í Noregi, og
þaðan kom hún liingað, fer svo loks
til Danmerkur, þar sem hún verður
sett upp í Aarhus Kunstmuseum.
Þetta er þannig augljóslega heil-
mikið fyrirtæki og er það trúa mín,
að mikið hefur mætt á frumkvöðl-
um sýningarinnar og margur svita-
dropinn fallið.
í það fyrsta hefur það verið
mikum vandkvæðum háð, að ná til
allra listakvennanna, og svo er
þeim er hér ritar vel Ijóst, að til eru
listakonur, sem eru mjög svo and-
snúnar slíkum fyrirtækjum er ein-
skorða sig við annað kynið. Vilja
heldur berjast til þrautar með
eigin listsköpun en undir merkjum
kvenréttindabaráttu, sem á stund-
um fær yfir sig hjárænulegan blæ.
Margir myndu t.d. reka upp stór
augu ef sett væri upp sýning á
myndlist norrænna karla. Slíkt
væri öldungis fráleitt. — Ég er þó
persónulega langt frá því að vera
andsnúinn framtakinu en vildi sjá
það í oðru formi t.d. að þetta væru
ákveðin samtök eða iisthópur nor-
rænna kvenna, sem hefði það að
markmiði, að kynna það helsta sem
konur á Norðurlöndum væru að
gera og hefðu gert á umliðnum
Pirkko Lepistö-Saarinen (í. 1922) „Mynd af listamanni"
árum. En sem afmarkað fyrirbæri
orkar sýningin tvímælis og það
virðist gera hana eitthvað frá-
hrindandi ef marka má aðsókn og
áhuga á henni hér og er það mjög
óverðskuldað.
Hið fyrsta sem manni dettur í
hug er maður hefur skoðað sýning-
una er að hér hljóti margt að vanta
af bestu listakonum Norðurlanda,
og veit ég um nokkrar er ættu
tvímælalaust að vera með og sem
ég sakna. En hér koma fram mjög
eðlilegir annmarkar við uppsetn-
ingu svipaðra sýninga, í hvaða
formi sem er, og næsta útilokar að
ná saman sterkri sýningu er gefur
raunhæfa mynd af vettvangi nor-
rænnar myndlistar. A ég hér við,
að nokkrir einstaklingar ferðast
um Norðurlönd og tína til það sem
þeir álíta að eigi að vera með — en
oftast án þess að viðkomandi hafi
haft hin minnstu kynni af list
hinna Norðurlandanna. Veit ég um
marga norræna listamenn, sem eru
mjög reiðir yfir þessu fyrirkomu-
lagi.
Inn í spilið vilja koma þrýstiöfl
og fólk sem lítið skynbragð ber á
myndlist og litla yfirsýn hefur,
ásamt fullkomnu áhugaleysi á öllu
öðru en þvi sem þeir eru sjálfir að
gera þessa og þessa stundina.
Það vill fara svo, að þar sem
viðkomandi þekkja gerst til, tekst
Myndllst
ef tir BRAG A
ÁSGEIRSSON
valið yfirleitt langsamlega best, en
verður mjög handahófskennt varð-
andi hin Norðurlöndin. — Við
sjáum t.d. greinilega á sýningunni
að Kjarvalsstöðum, hve íslenzka
deildin tekur sig vel út — hún er
langsamlega samstæðust og í henni
mestur slagkraftur. Þessi stað-
reynd bindur mjög hendur rnínar
varðandi skrif um sýninguna því að
þetta gæti talist bera vott um
hlutdrægni, sem er þó út i bláinn
og vísa ég til ofannefndra ummæla
um gallað form á vali á norrænar
sýningar. Eins og formið er í dag er
þetta mjög eðlilegt, svo sem aug-
ljóst má vera. Það var einmitt
íslenzk kona, Bergljót Ragnars,
sem átti hugmyndina að sýning-
unni.
I heild virkar sýningin nokkuð
handhófskennd og getur ekki talist
neinn afgerandi sigur fyrir nor-
rænar listakonur. Þá vantar
slagkraft í uppsetningu sýningar-
innar og sumar myndanna bókstaf-
lega hverfa inn í bakgrunninn og á
það jafnt við um steinsteypuna
frammi í göngum svo og um
strigann inni í sal.
Þetta gerir hana full hráa og
óþjála til skoðunar og er ég enn á
þeirri skoðun eftir fjölmargar
heimsóknir.
Konur virðast í myndlist sinni
hugsa mjög svipað og karlmenn og
eru í raun margar undir sterkum
áhrifum frá myndlist karla. Fæst-
um virðist það tamt, að rækta
sérkenni sín og miklu fíngerðari
tilfinningar en við karlmenn ber-
um í brjósti — og sem við öfundum
þær raunar af. Sumar virðast álíta
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48