Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 2
8 2 mt lAw rsaaoAatjvíKrjs.aiaAjaKTjoHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Saratoga Springs 17. júlí: Ballett eftir Helga Tómasson frumsýndur ÍSLENSKI ballettdansarinn Helgi Tómasson verður í sviðsljósinu í Saratoga Springs 17. júlí næstkom- andi, en þá dansar New York- dansflokkurinn, sem Helgi er fé- lagi í, ballett sem Helgi hefur sam- ið. „Saratoga Springs verður ávallt ofarlega í huga mínum,“ sagði Helgi nýlega í samtali við dagblað- ið Schenectady Gazette og átti þá við, að umræddan dag eru 10 ár liðin frá því hann dansaði í fyrsta skipti með New York-dansflokkn- um, það var í Coppelíu og á sama sviði í Saratoga Springs og hinn nýi dans hans verður nú frumsýnd- ur. Þetta er fjórði ballettinn sem Helgi semur sjálfur og í annað skiptið sem hann frumsýnir í Saratoga Springs. I dansi er allt undir manni sjálfum komið. Ef sýningin gengur illa kenni ég sjálfum mér um, en mín fyrstu viðbrögð þegar ég fór að semja sjálfur voru: Þetta ræð ég ekkert við. Það er nefnilega svo mikið undir dönsurunum og hljóm- sveitinni komið. Maður verður að biða og vona að þau séu á sömu bylgjulengd og maður sjálfur þegar dansinn varð til. Mér finnst þetta mjög spenn- andi, en um framtíðina í þessum efnum skal ég ekki segja. Ég lifi einn dag í einu, ef svo mætti að orði komast. Á hinn bóginn er það ekkert launungarmál að eft- ir að ég jafnaði mig á fyrstu viðbrögðunum þykir mér þetta mjög spennandi og bjóða upp á mikla möguleika og útvíkkun sjóndeildarhringsins. Blaðamað- ur SG spurði Helga einnig um hinn nýja ballett. Helgi svaraði: „Ég get einungis sagt að hann er klassískur eins og fyrri ballettar mínir, enda byggðist öll kennsla mín og þjálfun upp á klassískum ballett." Helgi Tómasson Auglýsingateiknarar í verkfall 1. júní ENGINN árangur varó af samn- ingafundi í kjaradeilu grafískra teiknara og Sambands íslenskra auglýsingastofa hjá ríkissáttasemj- ara á fostudag. Nýr fundur hefur verið boðaður að morgni 1. júní. Hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma kemur til verkfalls aug- lýsingateiknara kl. 15:15 þann sama dag. Vegna formgalla á fyrri boðun verkfaílsins hefst það ekki fyrr en 1. júní. Sjúkraþjálfarar, sem vinna við endurhæfingu hjá Sjálfsbjörgu, voru einnig á fundi hjá ríkissátta- semjara. Kjaradeilu línumanna hjá raf- veitunum hefur verið vísað til rík- issáttasemjara. Guðmundur Vign- ir Jósefsson, vararíkissáttasemj- ari, kvaðst reikna með að boðað yrði til samningafundar í byrjun næstu viku. Fundi um heildarsamning vegna vinnu á virkjunarstöðum var frestað í fyrrakvöld að beiðni Vinnuveitendasambands íslands. Nýr fundur verður að líkindum ákveðinn um miðja næstu viku. Ljósmynd Ásgeir Long. Bfll frá Eimskip með gám á Ölfusárbrú. Selfoss tollhöfn MEÐ breytingum á lögum á Alþingi sem gengu í gildi skömmu fyrir þing- lok er kaupstaðurinn Selfoss gerður að tollhöfn og hefur Eimskipafélag íslands nú í undirbúningi að fá sér umboðsmann á Selfossi, þannig að upp verði komið vörugeymslu í kaup- staðnum. Að staður hafi réttindi tollhafn- ar merkir að þar megi tollafgreiða varning. Eimskip skoðaði mögu- leikann á því f vetur að fá sér um- boðsmann á Selfossi, en þá strand- aði á því að Selfoss væri ekki tollhöfn, en því hefur nú verið breytt, samanber framangreinda lagabreytingu. Þetta er fyrsta „höfnin" hér sem er inni í miðju landi. Slíkar hafnir eru nefndar þjónustuhafnir, og eru ekki óalgengar erlendis og má nefna Mílanó á Italíu sem dæmi. Varan er þá sett í gáma á staðnum og hún flutt með bilum eða vöru- lestum til hafs, þar sem henni er skipað um borð í skip. Eimskip mun flytja vöruna á bílum í vöru- geymsluna sem komið verður upp á Selfossi, þar sem viðskiptamenn Eimskips geta vitjað varnings síns. Eimskip fékk sér siðast um- boðsmann í Borgarnesi og þangað er vara einnig flutt með bflum. Hátt í þrjú hundruó helsingjar skotnir: „Siðleysi að ganga þannig að fugli“ FEÐGAR frá Akureyri skutu hátt í skömmu. Gæsir eru alfriðaðar á sem blm. átti við Sverri Scheving þrjú hundruð gæsir, helsingja, f þessum tíma árs og viðurlög við Thorsteinsson, formann Skotveiðifé- Skagafirði um eina helgi fyrir brotum. Þetta kom fram í samtali lags íslands. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður: Peningavaldið ætlar sýnilega ekki að fara að lögum og reglum — Rfkisbankarnir undir þrýstingi frá SÍS „ÞAÐ kemur ekki flatt upp á mig að ríkisbankarnir hlífi sér við að framfylgja vilja Alþingis vegna þrýstings frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Það er gömul og ný saga og peningavaldið ætlar sér sýnilega ekki að fara að réttum lögum og reglum,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, er Mbl. spurði hann álits á yfirlýsing- um Helga Bergs bankastjóra Landsbankans þess efnis að ekki væri unnt að standa að beinum greiðslum rekstrar- og afurðalána til bænda nema viðskiptamennirn- ir óski þess sjálfir og því verði frumkvæðið að koma frá bændum. Viðskiptaráðuneytið skrifaði Seðlabanka Islands bréf fyrir skömmu þar sem athygli bank- ans var vakin á fimm ára gam- alli þingsályktunartillögu, sem Eyjólfur Konráð flutti, um bein- ar greiðslur til bænda. Eyjólfur Konráð sagði ennfremur að- spurður um svar Helga Bergs: „Fyrirsláttur um það að ekki sé hægt að framkvæma þessar greiðslur til bændanna er svo fáránlegur að um það er ekki hægt að ræða. Hér er um gífur- Iegar fjárhæðir að ræða, til dæmis munu afurðalán um sl. áramót hafa numið einum millj- arði eitt hundruð fjörutíu og þremur milljónum króna og hvaða bankar mundu ekki vilja hafa viðskiptamenn sem legðu inn slíka fjármuni á reikninga, sem þeir síðan ættu opinn að- gang að? Það mundi auðvitað hver einasti banki vilja. Að því er varðar veðsetningar er málinu líka snúið við, þegar því er haldið fram að lántakinn þurfi að eiga vöruna og hún sé i „sjálfsvörsluveði". Þegar verið er að hafa af bændum hluta af- urðaverðsins er því haldið fram af þessum félögum, að þau eigi alls ekki vöruna heldur sé hún í umboðssölu hjá bændunum. Þeg- ar aftur kemur að því að veð- setja hana þá þykjast þessir menn eiga hana. Mér er nær að halda að bankarnir hafi ekki veð í einu einasta kílói kjöts eða smjörklípu, ef grannt væri skoð- að, því það dæmi gengur ekki upp að bæði sé varan í umboðs- sölu og eins sé hún sett að sjálfs- vörsluveði af þeim sem eiga hana ekki og aldrei hafa fengið neitt umboð til að veðsetja hana. Þar að auki er mér ekki kunnugt um að SÍS setji yfirleitt veð fyrir einu eða neinu, heldur veður það í bankakerfið og hirðir þar þá peninga sem því sýnist og hefur því algjöra sérstöðu í íslensku peningakerfi. Þess er líka að gæta, að í sjáv- arútvegstíð sinni setti Matthías Bjarnason reglur um það, að fiskvinnslufyrirtæki fengju eng- in afurðalán nema þau greiddu útgerð og sjómönnum fullt verð innan hálfs mánaðar frá þvi að þau fengu peningana i hendur. Hann spurði ekki bankakerfið. Hann gaf því fyrirskipun. Það var með sama fyrirslætti þá og nú, en það lét að sjálfsögðu und- an, þegar ráðherrann gaf þessi fyrirmæli." Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að lokum: „Mergurinn málsins er sá, að kerfið er samt við sig og ætlar sér ekki að hlíta einu eða neinu nema eigin duttl- ungum." Sverrir sagði: „Við reynum í okkar félagi að fara eftir siðaregl- um, landslögum og okkar félags- lögum við okkar veiðar eins og hægt er. Við reynum að ala fólk upp í góðum og gildum siðum. Því þykir okkur það mjög leitt þegar við heyrum ljótar sögur utan af landi og einnig héðan úr nágrenn- inu, um að fólk drepi gæsir i varphugleiðingum. Það er í fyrsta lagi ólöglegt á þessum tíma og í öðru lagi þá eru allar siðareglur þverbrotnar með slíku háttalagi. Maður er orðlaus yfir þeim frétt- um sem nýlega bárust um feðga frá Akureyri sem brugðu sér vest- ur til Skagafjarðar og drápu þar hátt á þriðja hundrað helsingja. Helsinginn er farfugl sem verpir á Grænlandi en kemur hér við sér til hvíldar og endurnæringar. Það er því algjört siðleysi að ganga þannig að fugli. Þetta er svipað og að ganga að fugli í sárum en það er gert í stórum stíl, því miður, jafnvel af sömu mönnum. Það er enginn þjóðflokkur í heimi á svona lágu plani, jafnvel þó hann lifi al- farið á veiðiskap." Sverrir sagði að þetta athæfi hefði ekki verið kært. „Við erum ekki hlynnt gaddavír og lögreglu- aðgerðum. Við reynum heldur að vinna að hugarfarsbreytingu með- al fólks, bæði veiðimanna og ann- arra, og til þess var Skotveiðifé- lagið stofnað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.