Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 35 ÆTTFRÆÐI - elzta fræðigrein Norðurlanda Til forna þótti það miklu varða hvernig skyldleika manna var háttað — sérstaklega eftir að „lénsskipulagið" komst á í Evrópu, sem oft hefur verið miðað við krýningu Karla-Magnúsar árið 800. Þá þurftu menn mikið á ættfræðinni að halda t.d. vegna stööu sinnar í mannfélagsstiganum og hjúskapartengsla. Ættfræðin er ein elsta fræðigrein norrænna þjóða og hefur verið rnikið stunduð frá fornu fari, sagði Jón Gíslason, ættfræðingur, í upphafi viðtals við blm. Mbl. Umræðuefni okkar er að sjálfsögðu ættfræði, sem verið hefur aðaláhugamál hans um áratugaskeið en Jón starfar sem póstfulltrúi hjá Pósti og síma í Reykjavík. Ættfræðiáhugi meðal almenn- ings hefur af ýmsum ástæðum lifað lengur hér á landi en ann- ars staðar, en þegar við landnám virðast menn hafa lagt stund á ættfræði hér á landi. — Hvad veldur því að ætt- fræðin á sér svona langa sögu hér? Þar kemur þar einkum tvennt til. Sem kunnugt er af íslandssög- unni voru sett tíundarlög á Al- þingi árið 1096. Hér var tíundin hins vegar lögð á sem eigna- skattur en ekki tekjuskattur eins og tíðkaðist erlendis. Þetta tel ég meginástæðu þess hve mikið er um ættfræði í fornsögum okkar — það þurfti að sanna hver átti hinar miklu jarðeignir og var það gert með ættrakningu til iandnámsmanna. LANDNÁMA — ÍS- LENDINGABÓK Greinargóðar ættfræðiheim- ildir voru því snemma ritaðar hér á landi. Má þar til nefna ís- lendingabók og Landnámu. í Is- lendingabók rekur Ari fróði ætt- ir samtíðarmanna sinna til land- námsmanna. I Landnámu er mikið um ættartölur einstakra manna — þar má t.d. sjá að það eru sömu ættirnar, sem stóðu að kristnitöku árið 1000 og stóðu að tíundarlögunum 1096. Þessar fornu ættfræðiheimildir eru að sjálfsögðu grundvöllurinn að ættfræði, áhuga þjóðarinnar og ég vil meina að ættfræðiáhugi íslendinga sé alveg frá þessum tíma. — Hvaða ættfræðiheimildir bafa menn er fornsögunum slepp- ir? Töluvert af ættfræðiheimild- um verður til með með kristni- tökunni. Það tíðkaðist t.d. fljót- lega eftir kristnitöku að höfð- ingjar keyptu sér „sálumessur" hjá kirkjunni. Slíkar sálumessur fóru fram árlega á dánardægri viðkomandi og þurfti kirkjan að sjálfsögðu að varðveita skrifleg- ar heimildir um þessi dánardæg- ur. Þannig er t.d. vitað dánar- dægur Magnúsar Skeggjasonar, lögsögumanns, sem var einn frumkvöðla að tíundarlögum (dáinn 1107). Eftir að ísland kemst undir yfirráð Noregskonunga verður mikil röskun á völdum einstakra ætta hér. Þá komast aðr.. ættir til valda, norskir menn setjast hér að og nýjar ættir verða til. Um þetta efni er til merk ritgerð er fjallar um tengdir fslenskra og norskra ætta á 13. öld. Þessi ritgerð kemur bráðlega út í 4. bindi af Sögu íslands sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. AN? tLAR OG FOl NBRÉF Eftir 13. öld fækkar ættfræði- heimildum um íslenska menn og er þá ekki við annað að styðjast en annála og fornbréf (íslenskt fornbréfasafn). Eftir siðaskiptin breyttust viðhorf manna gagnvart skjölum og skriflegum heimildum og far- ið var að hafa meiri hirðu á slíku. Þá var farið að gera niðja- töl frá þekktum mönnum, sem enn eru varðveitt. Flestar voru ættartölubækur samdar á Vesturlandi. Þær voru sífelt auknar eftir því sem árin liðu og eru þetta mikil söfn. Þessar þrjár eru helstar: Ætt- artölubók ólafs Snóksdalíns, Ættartölubók Jóns Espólíns, sýslumanns i Skagafirði, og Ættartölubók Steingríms bisk- ups Jónssonar. I þessi söfn hafa ættfræðingar sótt geysimikinn fróðleik enda eru þær einhverjar merkustu ættfræðiheimildir, sem við eig- um. Ein þessara bóka hefur ver- ið gefin út ljósprentuð, Ættar- tölubók Jóns Espólíns. — Hvað um aðrar ættfræði- heimildir? ANNTALIÐ 1903 HIÐ FYRSTA í HEIMI Árið 1703 var tekið allsherjar- manntal hér í íslandi og er það hið elsta í heiminum, sem nær til heillar þjóðar. Þar er að finna upplýsingar um aldur og heimil- ishagi hvers og eins. Þetta manntal gaf Hagstofa íslands út á árunum 1926 til 1946 og nú hef- ur Ættfræðifélagið ákveðið að gefa út ljósprentaða útgáfu af þessu manntali. Hér er að sjálf- sögðu um að ræða geysimerki- lega heimild fyrir mannfræð- inga og ættfræðinga. Einnig er til manntal úr þrem sýslum landsins frá árinu 1729 — svon- efnt „Grænlandsmanntal" er fram fór í Rangár-, Árnes- og Hnappadalssýslu er Danir höfðu það í athugun að flytja íslenskt fólk til Grænlands. Næsta manntal, sem hefur mikla þýðingu, er frá 1762 og náði það til landsins alls. I meirihluta þess manntals eru aðeins rakin nöfn húsbænda en látið nægja að geta tölu vinnu- hjúa á hverjum bæ, þó í nokkr- um sýslum séu öll nöfn skráð. Næsta manntal er frá 1801 og er Ættfræðifélagið nú að gefa það út. I manntali frá 1845 er getið fæðingarstaðar allra, sem manntalið nær til, en þetta manntal hefur Ættfræðifélagið einnig gefið út. Árin 1816—1818 er tekið manntal hérlendis. Það var fært í kirkjubækur og er þar getið fæðingarstaðar hvers og eins. Þetta manntal hefur Ættfræði- félagið þegar gefið út. Frá 1845 hafa verið tekin manntöl hér á landi á 10 ára fresti. KIRKJUBÆKUR — ÆTTARTÖLUBÆKUR Merkustu heimildir ættfræð- innar á öldum áður eru kirkju- legs eðlis. Hinar elstu eru „sálu- messurnar" sem , ég gat um. Skráning kirkjubóka hófst hins vegar ekki fyrr en um 1750 og þá aðeins á nokkrum stöðum á landinu og það er ekki fyrr en Jób Gíslason ættfræóingur. Rætt viö Jón Gíslason ættfræöing um 1785 sem almennt er farið að skrá kirkjubækur, en því miður eru þær ekki til úr öllum sóknum landsins. Svo minnst sé á aðrar heimild- ir er mikið til af skattbænda- og tíundarskýrslum frá 18. öld, og er það mikið magn heimilda. Elstu skattbændaskjöl, sem eru til eru úr Skálholtsstifti, allt frá árinu 1681 og er þvi hægt að bera þau saman við manntalið frá 1703. Ég nefndi hér áðan þrjú stór niðjatöl, sem eru hin merkustu, en að sjálfsögðu eru til mörg minni niðjatöl. Mætti þar til nefna Ættartölubók sr. Jóns Halldórssonar fróða í Hítardal og einnig ættartölubækur, sem prentaðar eru í Biskupasögunum er bókmenntafélagið gaf út. Þar er að finna mikið af merkilegum heimildum. Þá mætti nefna Ættartölubók eftir Jón Magn- ússon, sýslumann, bróður Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fjöldinn allur er svo til af smærri ættartölubókum, sem varðveittar eru á söfum hér, en einnig í Kaupmannahöfn og British Museum. Ættartölubækur eru afar mis- jafnar að heimildargildi og þarf mikla þekkingu til að nota þær, þannig að þær komi að fullum notum. MERKIRÆTT- FRÆÐINGAR — Hverjir voru það sem vöktu ættfræðiáhuga manna á síðari öld- um. Jón Sigurðsson, forseti, var mikill ættfræðingur. Þegar hann gaf út fyrsta bindið af forn- bréfasafninu (íslenskt forn- bréfasafn) , studdist hann mjög við ættrakningar fornar. Hafði . þessi útgáfa mikil áhrif á ætt- fræðiáhuga íslendinga. Síðar komu fram ýmsir fræðimenn, sem rituðu mikið um ættfræði, m.a. Jón Pétursson, háyfirdóm- ari, sem gaf út tímarit síðari hluta 19. aldar þar sem raktar voru ættir alþingismanna. Bogi Benidiktsson , stórbóndi á Staðarfelli, samdi geysimikið rit, Sýslumannsæfir, er gefið var út í fjórum bindum og er mikið undirstöðurit í ættfræði. Síðan var farið að gefa út ýmis emb- ættismannatöl, t.d. Presta- og prófastatal, sem sr. Sveinn Niel- sen, prófastur á Staðarstað, tók saman. Á þessari öld hefur verið gef- inn út fjöldinn allur af ættfræð- iritum. Mikið af ættfræðilegum fróðleik er að finna í sagnaþátt- um og héraðssögum. Þá megum við ekki gleyma minningargrein- um dagblaðanna, sem I heild eru geysimiklar og merkar ættfræði- heimildir. Hefur ættfræðiáhugi hér jafnan verið mikill og æft- fræðin með miklum blóma. — Eru einhver hagnýt not af ættfræðinni? Á líðandi stund hefur ætt- fræðin töluverða þýðingu fyrir læknavísindin í sambandi við rannsóknir á ættgengum sjúk- dómum og einkennum. Þá hafa ættfræðiheimildir verið notaðar við blóðrannsóknir hjá blóð- bankanum hér. Ég get nefnt tvo lækna, sem notað hafa ættfræði mikið við rannsóknir sínar, en það eru Árni Árnason læknir, síðast á Akranesi, og einnig Kjartan Ragnar Guðmundsson, læknir á Landspítalanum. Svo virðist sem áhugi lækna hafi beinst í auknum mæli að ætt- fræðinni í seinni tíð. ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ — Hvenær var Ættfræðifélagið stofnað?$t4 Ættfræðifélagið var stofnað í Reykjavík hinn 22. febrúar árið 1945 og er áhugamannafélag um ættfræði og ættfræðirannsóknir. Fyrsti formaður Ættfræðifé- lagsins var Pétur Zophaníasson, ættfræðingur. Félagið hefur gefið út ýmsar merkar ættfræðiheimildir, t.d. nokkur íslensk manntöl og er töluverð útgáfustarfsemi fyrir- huguð á næstunni. Nú eru á fjórða hundrað manns i félaginu. Við höldum 4—5 fundi á hverjum vetri og eru þá haldnir fyrirlestrar um ættfræði og efni þeirra rætt á eftir. Áhugi manna er mikill — algengt er að 60 manns mæti á fundi, sem hlýtur að teljast góð mæting í áhuga- mannafélagi. Helsta verkefnið, sem fram- undan er hjá Ættfræðifélaginu núna er að gefa út ljósprentaða útgáfu af útgáfu Hagstofu ís- lands á manntalinu frá 1703. Þá hefur félagið gefið út manntölin er áður var getið. Ættfræðifé- lagið hefur einnig haft samband við ættfræðifélög á Norðurlönd- um og i Bretlandi og einnig við Vestur-íslendinga er margir hafa mikinn áhuga á ættfræði, sem kunnugt er. — Hvert getur maður snúið sér vilji maður rekja sína eigin ætt? Flestir kunna einhver skil á ætt sinni — öfum og ömmum, langöfum og langömmum. Vilji maður þekkja ætt sína betur l.jósm. Kristjín Öra verður að leita í kirkjubækur og manntöl, sem varðveitt eru á Þjóðskjalasáfni íslands. Þegar kirkjubækur þrýtur þá er að fara í ættfræðibækur og niðja- töl. ÆTTVÍSI Ef menn treysta sér ekki til að framkvæma þetta er hægt að leita til ættfræðinga. Það eru nokkrir menn, sem taka að sér að rekja ættir fólks og hægt er að leita til Ættfræðifélagsins til að komast í samband við þá. — Nú hefur þú sinnt ættfræði- rannsóknum um áratugaskeið — telurðu að hæfileikar og skapgerð- areinkenni gangi í ættir eins og oft er haldið fram? Það er ekki nokkur vafi á því að líkamleg einkenni ganga í ættir. Pétur Zophoníasson sagð- ist t.d. hafa getað rakið spékopp í marga ættliði. Ég efast ekki um að skapgerðareinkenni og sér- hæfileikar gangi í ættir — ákveðnar hneigðir, hagleiksgáfa, skáldskapur og sjómennska ein- kenna t.d. greinilega tilteknar ættir. Og það er fleira sem mað- ur sér þegar maður skoðar stór- ar ættir. Sumar ættir standa mjög vel saman og hafa náð miklum völdum fyrir bragðið, en aðrar hafa tilhneigingu til að sundrast. Sumar ættir hafa lengi búið á sama stað og þannig getur ættfræðin verði hrein gullnáma fyrir þá, sem skrifa sögu einstakra héraða. Það er vitað að hér hafi sömu ættir búið á sömu jörð í 200 ár, en margar miklu lengur. Á einni jörð hér á íslandi er taiið að sama ættin hafi búið frá land- námsöld, á Skarði á Skarðs- strönd í Dalasýslu. ólafur Lár- usson hefur skrifar um þetta grein og sannað þetta. Ég get nefnt aðra jörð þar sem sama ættin hefur búið afar lengi. Það er Ás í Holtum í Rangárvallasýslu. Þar hefur sama ættin átt jörðina frá þvi að sögur hófust og allt fram á þessa öld. — Hvað um ættfræðiáhuga ís- lendinga — það munu vart margar þjóðir geta státað af jafn miklum og almennum áhuga á þessari fræðigrein? Jú, við íslendingar erum sennilega fremstir meðal þjóða hvað varðar ættfræðiþekkingu og höfum við sjálfsagt notið þess hve landið er lítið. Nágrannar okkar, írar, eru einnig mjög framarlega hvað ættfræði varð- ar og ættfræðiáhugi er töluverð- ur meðal Englendinga og Þjóð- verja. Ættfræði er hinsvegar lít- ið stunduð á hinum Norðurlönd- unum, nema helst í Noregi. Viðtal: Bragi Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.