Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 „Daudleiddist í yerkfallinu“ NÚ ER kennsla hafin í grunnskólum landsins á ný, eftir langt verkfall opinberra starfsmanna. Blm. og Ijósm. brugðu sér í Langholtsskóla í Reykjavík í gær á meðan að frímín- útur stóðu yfir og spjölluðu við nokkra af nemendum skólans. „Æðislega gaman að koma aftur í skólann“ Fyrst rákumst við á þrjár vin- — sögöu nemendur Langholtsskóla konur úr sjötta bekk sem voru i boltaleik úti á skólalóðinni. Þær heita Katrín Ásta Gunnarsdóttir, Sólveig Þorbjarnardóttir og Hall- dóra Guðlaug Heigadóttir, allar tólf ára. „Það er æðislega gaman að vera aftur komin í skólann," sagði Katrín Ásta, „mér leiddist svo mikið í verkfallinu. Ég lærði dálítið en lék mér mest og það get- ur verið þreytandi til lengdar." Halldóra Guðlaug tók í sama streng. „Ég er himinlifandi yfir því að vera kominn á skólabekk á nýjan leik. Ég lá veik í nokkra Hafliði Ragnarsson og Ingólfur Haraldsson. Katrín ÁsU Gunnarsdóttir, Sélveig Þorbjarnardóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir. daga í verkfallinu og leiddist því míkið. Þá var gott að hafa Katrínu Ástu vinkonu mína til að leika við,“ sagði Halldóra. Sólveig vin- kona þeirra var svo lánsöm að geta verið í sveitinni sinni í Landssveit í verkfallinu, og einnig dvaldi hún um hríð hjá ömmu sinni sem býr á Selfossi. „Það er gott að vera í sveitinni, þar leiðist mér aldrei," sagði hún. „Hins veg- ar dauðleiddist mér þá fáu daga sem ég þurfti að dvelja í bænum í verkfallinu og var því fegin þegar verkfallið leystist og kennsla hófst á ný,“ sagði Sólveig. „Ágætt að vera kominn í skólann á ný“ Næstir urðu á vegi okkar tveir félgar úr níunda bekk, þeir Hafliði Ragnarsson og Ingólfur Haralds- son, báðir 15 ára. Hafliði sagðist hafa unnið i bakarii föður síns i verkfallinu. „Það er ágætt að vera kominn i skólann, en frekar hefði ég viljað vinna áfram," sagði „Get nú loksins opnað sýninguna“ STEINUNN Marteinsdóttir myndlist- arkona opnar leirlistarsýningu sína í austursal Kjarvalsstaða í dag, en henni var meinaó af verkfallsvöröum BSRB að opna sýninguna 27. okfóber sl. eins og hún hafði ráðgerL Blm. spjallaði við Steinunni I vikunni um sýninguna og tildrög þess að ekkert varð af opnuninni um síðustu helgi. „Verkin á sýningunni eru mest unnin á síðasta ári og það elsta frá 1981,“ sagði Steinunn. „Megnið af þeim eru unnin úr postulíni en nokkur eru úr steinleir. Sýningin ber mjög ljóst yfirbragð og er hvít- ur litur ríkjandi i verkunum. Mest er um lágmyndir sem límdar eru á — segir Steinunn Marteinsdóttir sem sýnir að Kjarvalsstöðum tréplötur, stórar veggskreytingar og tillögur að veggskreytingum. Þá eru einnig á sýningunni skálar og vasar úr postulíni og steinleir. Ég hef vandað mjög til þessarar sýningar og hef meðal annars feng- ið Kristin Daníelsson, ljósameist- ara Þjóðleikhússins, til þess að sér- lýsa hana, sem hann hefur gert af sinni alkunnu snilld. Fékk ég til þess lánaða alla ljóskastarana sem notaðir voru á sýningunni B(J ’84 og kann ég forráðamönnum hennar bestu þakkir. Þá hef ég skipt sýn- ingarsalnum niður með gashengj- um f stað hinna hefðbundnu skil- rúma.“ — Hver voru tildrög þess að þér var meinuð opnun sýningarinnar um sfðustu helgi? „Á Kjarvalsstöðum var allt í hers höndum á meðan á verkfallinu stóð og var mjög loðið hvað gera mátti f húsinu og hvað ekki. Listamönnum þeim sem voru með sýningar í gangi þegar verkfall skall á var leyft að Vonsviknum boðsgesti vísað frá Kjarvalsstöðum af verkfallsvörðum B8RB. Steinunn Marteinsdóttir við tvö verka sinna, ásamt sonardóttur sinni og nöfnu. ljúka þeim. öðrum listamönnum, þ.á m. mér, var leyft að að vinna að uppsetningu á sýningum sfnum en ekki var veitt leyfi af hálfu verk- fallsnefndar til þess að þær yrðu opnaðar. í byrjun síðustu viku ákvað ég, ásamt æðstu stjórn Kjarvalsstaða, að reyna að opna sýningu mína á tilsettum tfma, f þeirri von að verk- fallið yrði leyst. Með hjálp góðra vina var um 1.500 boðskortum dreift og sýningin gerð klár til opnunar. Á föstudegi vissi ég ekki betur en að hún yrði leyfð, en seint um daginn kom afdráttarlaus neit- un frá verkfallsnefnd BSRB. Og þá var of seint að afboða opnunina enda bjóst ég við að verkfallsverðir hefðu hægt um sig, að minnsta kosti þar til að hún yrði afstaðin. Þvf trúði ég ekki mfnum eigin aug- um, þegar flokkur verkfallsvarða umkringdi Kjarvalsstaði rétt fyrir opnun sl. laugardag og lokuðu hús- inu. Skömmu sfðar dreif að hundr- uð boðsgesta og margir vinir mfnir voru mættir með blóm til að sam- gleðjast mér á þessum degi. Ég er mjög reið og sár út af þess- um vinnubrögðum verkfallsnefndar BSRB og tel að það hefði engu breytt fyrir verkfallsverði að koma nokkrum klukkustundum seinna og loka á mig, í stað þess að eyðileggja opnunina. Gengi myndlistarsýn- ingar ræðst nefnilega oft mikið af því, hve vel opnunin tekst. Það að ofsækja myndlistarmann sem er að opna sýningu er ekki til þess fallið að vekja samúð með verkfalls- mönnum. Að mfnu mati er þetta lýsandi dæmi um aðgerðir manna sem njóta þess að sýna vald og naut verkfallsvarsla BSRB dyggilegs stuðnings eins af starfsmönnum Kjarvalsstaða, sem var á fullu kaupi. Nú verður sýningin formlega opnuð á vegum Kjarvalsstaða. Eg er mjög þakklát stjórn Kjarvals- staða fyrir velvild í minn garð f þessu máli og að lokum vil ég bera kveðju mína og þakklæti öllum þeim sem mættu við þessa sögulegu opnun um síðustu helgi og vona að þeir láti sjá sig aftur, en sýningin stendur til 18. nóvember," sagði Steinunn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.