Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984
Minning:
Guðmundur Brynjólfs-
son Ytri-Njarðvík
Fæddur 4. nóvember 1897
Diinn 28. október 1984
í dag 3. nóvember verður Guð-
mundur Brynjólfsson einn af allra
mestu og bestu sómamönnum
Njarðvíkinga, jarðsunginn frá
Innri-Njarðvíkurkirkju af séra
Birni Jónssyni, fyrrverandi sókn-
arpresti Njarðvíkinga og nokkrum
söngsystkinum og vinum Guð-
mundar úr kirkjukórnum.
Guðmundur Brynjólfsson var
fæddur í Akurhúsum í Grindavík
4. nóvember 1987. Foreldrar hans
voru Brynjólfur Arnbjörnsson og
hans kona Guðrún Jóhanna Jóns-
dóttir. Arnbjörn faðir Brynjólfs
var Guðbrandsson, kona Arn-
björns hét Guðlaug Stefánsdóttir,
þau hjón bjuggu á Leirubakka í
Landssveit og síðar í Króktúni.
Guðrún Jóhanna móðir Guðmund-
ar var Grindvíkingur, hennar for-
eldrar voru Jón Jónsson bóndi í
Miðbænum Þórkötlustöðum og
Valgerður Guðmundsdóttir hans
kona, þau voru bæði fædd í
Grindavík. Jón var sonur Jóns
Jónssonar bónda i Garðhúsum og
Guðrúnu Jónsdóttur hans konu.
Valgerður var dóttir Guðmundar
Jónssonar bónda á Hrauni og hans
konu Valgerðar Hafliðadóttur.
Guðmundur Brynjólfsson ólst
ekki upp í foreldrahúsum, foreldr-
ar hans fluttu til Austfjarða þegar
hann var vöggubarn. Fyrstu ævi-
árin var Guðmundur í Vallarhús-
um hjá Símoni Jónssyni og Guð-
rúnu Lafransdóttur bústýru hans.
Um og eftir fermingaraldur var
Guðmundur á Grund hjá Árna
Björnssyni og Guðbjörgu Margréti
Jónsdóttur konu hans. Um tvítugs
aldur fer Guðmundur alfarinn úr
Grindavík austur á Seyðisfjörð
átti þar svo heima um þiggja ára-
tuga skeið. Þar kynntist Guð-
mundur konu sinni Guðmundu
Herborgu Guðmundsdóttur, hún
var fædd 31. desember árið 1900.
Þau giftust þann 9. nóvember
1935. Guðmundur byggði þeim
hjónum hús á Þórarinsstaðareyr-
um við Seyðisfjörð, hét það hús
Brekka. í því húsi bjuggu þau hjón
til ársins 1948, þá flytja þau suður
í Ytra-Njarðvíkurhverfi.
Jóhann Guðmundsson bróðir
Guðmundu Herborgar, hafði þá í
nokkur ár átt heima í Njarðvíkum
og byggt hús það er þau Guð-
mundur og Guðmunda fluttu í.
í því húsi bjuggu þau meðan
bæði lifðu, Guðmunda Herborg
kona Guðmundar dó 12. júlí 1977.
Eftir lát konu sinnar bjó Guð-
mundur áfram { húsi sínu ásamt
Jóhanni mági sínum er átti efri
hæð hússins, voru þeir mágar i
góðu skjóli og umhyggju Margrét-
ar dóttur Guðmundar er bjó þar
skammt frá.
Árið 1981 fer Guðmundur út á
Garðvang, dvalarheimili aldraðra
í Garði, þar átti hann sitt ævi-
kvöld, veitandi af sínum góðleik
sem endranær meðan hugur og
tunga hreyfast máttu. Þann 21.
október síðastliðinn fékk Guð-
mundur heilablóðfall, var hann
fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík,
þar andaðist hann viku síðar þann
28. október.
Fyrir aldarfjórðungi kynntist
ég fyrst Guðmundi Brynjóífssyni,
Guðmundur var kunnugur móður
minni og frændfólki úr Grindavík,
átti það sinn þátt í frekari kunn-
ingsskap okkar, það kom strax í
ljós hvað gott var að kynnast hon-
um og hafa samskipti við hann.
Síðar áttum við Guðmundur sam-
verustundir í kirkjukór i Innri-
Njarðvíkurkirkju, oft tvisvar í
viku um 10 mánaða skeið á ári
nokkuð á annan áratug. Þar
kynntist ég og aðrir sem með Guð-
mundi voru þar ljúfmannlegu
framkomu og mannkostum. Á
þessum árum var faðir minn á lífi,
hann var farlama í fótunum og
þurfti því á góðra manna aðstoð
til að komast á söngæfingarnar og
messurnar í kirkjunni er voru
hans ánægjustundir. Geir Þórar-
insson í Keflavík var á þeim árum
organleikari kirkjunnar, hann átti
bíl og tók hann þá mágana Guð-
mund og Jóhann með sér í leiðinni
er hann fór í kirkjuferðirnar, þeir
komu einatt við á heimili föður
míns og hjálpuðu honum, studdu
hann og leiddu að og frá bílnum,
að heiman og heim aftur, þegar
athöfninni í kirkjunni var lokið.
Mér gleymist aldrei sú góðvild og
umhyggja sem faðir minn naut af
höndum Guðmundar og einnig
þeirra hinna sem með honum
voru, þar voru vinir sem vinir voru
ekki síður á borði en í orði.
Við systkinin færum hinum
látna heiðursmanni, Guðmundi
Brynjólfssyni, hjartans þakkir
fyrir alla hans gjafmildi og góð-
vild við föður okkar.
Guðmundur Brynjólfsson var
einn af þessum hógværu hlý-
leikans mönnum er ekki vildi
vamm sitt vita, heiðarlegur í öllu
falli, hjálpsamur mannkostamað-
ur af bestu gerð. Meðan Guð-
mundur bjó á Austfjörðum var
Minning:
Steinunn Þorgils-
dóttir Breiðabólstað
Fædd 12. júní 1892
Dáin 4. október 1984
„Yfir stoltu Staöarfelli
stórra merkja vakir dís.
Hýrt í bragði, hátt aö velli
höfuöbólið fagra ris.
Brosir hlýtt við bændalýði,
breiðir faðminn móti sól.
Boríð giftu, búið prýði
býður íslands dætrum skjól.“
Svo mælti Jóhannes úr Kötlum í
vígsluljóðum Staðarfellsskóla.
Síðan þau ljóð voru flutt bjartan
vordaginn 4. júní 1929 hefur mörg
báran brotnað við strönd Staðar-
fells.
Á Staðarfelli er nú rekin stofn-
un til björgunar fólki, sem þarf að
rétta við stefnu lífshátta sinna —
en skólastofnun ungra kvenna er
niður lögð. — Og nú í október
fylgdum við til grafar á Staðar-
felli Steinunni Þorgilsdóttur, kon-
unni, sem lengur en nokkur annar
stóð á vökulum verði um heill og
heiður skólans.
Steinunn Þorgilsdóttir var fædd
í Knarrarhöfn í Hvammssveit 12.
júní 1892.
Frá foreldrum sínum f Knarr-
arhöfn hlaut Steinunn ásamt
systkinum sinum dýrmætan arf
þroska og uppeldis. Foreldrar
Steinunnar eignuðust alls 14 börn,
þar af dóu tvö börn á unga aldri.
Ekki var auður í búi í Knarrar-
höfn, en þeim mun meiri áhersla á
þekkingarleit og manndómi. Móðir
Steinunnar, Halldóra Ingibjörg
Sigmundsdóttir frá Skarfsstöðum,
var greind kona — ein af stórum
hópi þeirra kvenna, sem aldrei sá
rætast drauma sína aðra en þá,
sem óhjákvæmilega fylgdu þrot-
lausu erfiði heimilisstarfa.
Faðir Steinunnar, Þorgils Frið-
riksson, bjó litlu en snotru búi i
Knarrarhöfn en stundaði jafn-
framt barnakennslu í hartnær
hálfa öld.
Þegar Steinunn var seytján ára
andaðist móðir hennar. Féllu þá
húsmóðurstörfin ásamt uppeldi
yngstu systkinanna í hiut Stein-
unnar. — Má fullyrða að engin
kona í Dölum hefur á þessari öld
sinnt húsmóðurstörfum lengur en
Steinunn gerði.
Með þrotlausu sjálfsnámi, eink-
um af lestri valinna bóka náði
Þorgils faðir hennar þeirri bók-
legu þekkingu, sem gerði honum
unnt að verða fræðari og leiðtogi
ungs fólks yfir lengra tímabil en
nokkur annar í héraðinu. Stein-
unn fór með það gott veganesti úr
föðurgarði að það nægði henni að
4. bekk Kvennaskólans í Reykja-
vík þar sem hún lauk góðu prófi
eftir veturinn 1913—1914. — Segir
þetta meira en mörg orð um hæfi-
leika Steinunnar sjálfrar og
gamla Knarrarhafnarheimilið.
Þann 23. júní 1918 giftist Stein-
unn Þórði Kristjánssyni, síðar
hreppsstjóra á Breiðabólsstað á
Fellsströnd. Þar stóð heimili
hennar æ síðan eða í 66 ár.
Segja má að Steinunn hafi lagt
grunn að menntun og uppeldi
þriggja kynslóða. Ásamt því að
koma upp sex mannvænlegum
börnum og stjórna mannmörgu
heimili, stundaði hún barna-
kennslu utan heimilis í 9 ár, en tók
eftir það börn og unglinga á heim-
ili sitt, allt fram að 1950.
Allt frá stofnun Staðarfells-
skóla árið 1927 var Steinunn á
Breiðabólsstað einn mesti vernd-
arvættur alls skólastarfs, eða ná-
lega í hálfa öld. — Hún var próf-
dómari skólans allt frá stofnun
hans og fulltrúi Sambands breið-
firskra kvenna í skólaráði frá
stofnun þess 1939 og til dauða-
dags.
Helga systir hennar segir í
ljóðabók þeirra systra — Úr hand-
raðanum — á einum stað:
Og hollt var að hlusta á hana,
sem hafði svo göfuga sál. —
Smámunir urðu að engu,
og auðvelt varð aérhvert mál.
Þessar setningar túlka betur en
langt mál hug allra þeirra mörgu,
er með Steinunni störfuðu um
lengri eða skemmri tíma. Prúð-
mennska hennar og hógværð
ásamt óbifanlegri staðfestu við
verkefni sín og áhugamál er með
öllu ógleymanlegt.
Til hinstu stundar fylgdist hún
með málefnum heimilis og ætt-
menna og síðast en ekki síst öllu,
er snerti Staðarfell. Allt frá upp-
hafi skólahalds þar mátti segja að
Staðarfellsskólinn væri einn af
hinum vígðu og helgu þáttum
huga hennar.
Sjálf var Steinunn glæsilegur
fulltrúi þeirrar kynslóðar, er hafði
sýn til liðinna alda en fluttist inn
á gjörbreytt svið nýrra lífshátta.
Á svo langri ævi sem hennar varð
sjónarsviðið óvenju stórt.
Hún mat mikils hinar gömlu
dyggðir fórnfýsi og sjálfsafneitun-
ar og fylgdi þeim í lífi sínu öllu.
En hún ávann sé einnig þegnrétt 1
ríki hinna ungu og gat miðlað
þeim ýmsum verðmætum, sem
ekki verða í skóla sótt.
Dalirnir, byggðin hennar, þakk-
ar óvenjulangt og fórnfúst starf.
Af hálfu okkar, sem með henni
störfuðu í skólaráði Staðarfells-
skóla, er hún kvödd með þakklæti,
söknuði og virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Einar Kristjánsson
Þann 4. október sl. andaðist f
Borgarsjúkrahúsinu i Reykjavík
Steinunn Þorgilsdóttir, fyrrum
húsfreyja á Breiðabólstað á
Fellsströnd í Dalasýslu, níutíu og
tveggja ára að aldri.
Með Steinunni er fallin í valinn
mikilhæf kona, sem skilað hafði
fjölskyldu sinni og byggðarlagi
miklu og farsælu starfi.
Steinunn fæddist þann 12. júni
1892 í Knarrarhöfn í Hvamms-
sveit í Dalasýslu. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þorgils Friðriksson
bóndi þar og kennari og kona hans
Halldóra Ingibjörg Sigmundsdótt-
ir. Þau Þorgils og Halldóra eign-
uðust 14 börn, af þeim dóu tveir
synir þeirra á barnsaldri, en hin
tólf náðu fullorðinsaldri.
Þegar Steinunn var 17 ára göm-
ul andaðist móðir þeirra systkina i
Knarrarhöfn aðeins fjörutíu og
þriggja ára að aldri.
Steinunn var elzt af systkina-
hópnum. Þvi féll það í hennar hlut
að veita heimili föður síns for-
stöðu og annast með honum upp-
eldi barna hans næstu niu árin.
Ekki orkar það tvímælis, að
Steinunni tókst vel að Ieysa þetta
erfiða hlutverk af hendi. Þorgils
faðir hennar var hæfileikamaður,
kennari góður og mjög áhugasam-
ur um að börn hans nytu mennt-
unar. Steinunn tók þessa eigin-
leika í arf frá föður sínum, sem sjá
má af því, hvað hún studdi föður
sinn í því að systkini hennar nytu
framhaldsnáms, meðan hún
gegndi húsmóðurstarfi á heimili
þeirra í Knarrarhöfn. Samstarf
Steinunnar og systkina hennar
var ávallt mjög gott. Systkini
hennar munu alla tið hafa litið svo
á, að hún væri samnefnari fyrir
fjölskylduna.
Steinunn fór til náms i fjórða
bekk Kvennaskólans í Reykjavík
haustið 1913 og útskrifaðist með
burtfararprófi vorið 1914.
Árið 1918 giftist Steinunn Þórði
Kristjánssyni á Breiðabólstað á
Fellsströnd. þau hófu búskap i
Knarrarhöfn og bjuggu þar allan
sinn búskap eftir það. Þangað
fluttist Þorgils faðir hennar með
þeim og bjó þar til dauðadags.
Heimili Steinunnar á Breiðaból-
stað var sem annað heimili systk-
ina hennar og að nokkru systkina-
barna hennar. Ætt Þórðar hafði
samfellt búið á Breiðabólstað í tvö
hundruð ár, er Halldór Þorgils
sonur þeirra Steinunnar og Þórðar
hóf búskap þar að föður sínum
látnum 1%7.
Á Breiðabólstað var myndarbú-
skapur. Þórður var glöggur fjár-
ræktarmaður, sem naut vinsælda
og álits sveitunga sinna. Hann sat
í hreppsnefnd Fellsstrandar-
hrepps í áratugi. Hreppstjóra-
starfi gegndi hann einnig svipað-
an tima.
Að Breiðabólstað var gott að
koma. Gestrisni var þar mikil og
viðræður við húsráðendur
ánægjulegar. Steinunn tók mikinn
þátt i félagsmálum. Hún var ein af
stofnfélögum i Ungmennafélaginu
Auði djúpúðgu í Hvammssveit.
Steinunn tók virkan þátt í störfum
þess á meðan heimili hennar var í
Knarrarhöfn.
Eftir að hún fluttist að Breiða-
bólstað gerðist hún félagi í Kven-
félaginu „Hvöt“ á Fellsströnd.
Steinunn varð fljótlega formaður
Hvatar og gegndi því starfi í 44 ár.
Steinunn var í hópi þeirra
fimm, er tóku sæti í skólanefnd
húsmæðraskólans á Staðarfelli,
þegar hún var fyrst skipuð árið
hann sjómaður, eftir að hann
fluttist suður í Njarðvíkur, vann
hann i landi margskonar störf,
meðal annars vann hann við fisk-
vinnslu, trésmíðar og fleira og síð-
ustu starfsárin vann hann í máln-
ingarvinnu. Guðmundur var si-
starfandi meðan kraftar og heilsa
leyfðu. Eitthvað mun Guðmundur
hafa starfað að félagsmálum eftir
að hann kom suður og þar sem
annars staðar átt gott fram að
leggja, en embættismaður á ver-
aldarvisu varð hann aldrei, en sín
mannlegu embættisstörf rækti
hann af fyllsta heiðarleika og
trúmennsku í orði og verki.
Þau Guðmundur og Guðmunda
Herborg kona hans eignuðust
fjórar dætur. Elst þeirra er Þór-
hanna er býr í Kópavogi, Magnea
Sigurveig býr í Ytri-Njarðvík,
Hrefna búsett í Bandarikjunum,
Margrét Jóhanna búsett í Ytri-
Njarðvík.
Systkini Guðmundar sem hér
eru á lífi eru Guðrún tvíburasystir
hans, vistkona á elliheimilinu
Grund, Reykjavík, Valgerður
vistkona á sjúkradeild á Hrafnistu
í Hafnarfirði, Brynjólfur búsettur
í Hafnarfirði og Július er býr á
Seyðisfirði.
Með innilegu þakklæti og virð-
ingu er hann nú kvaddur hinn
vinsæli vinur minn, konu minnar,
og minna systkina. Vist mun sæld-
ar vistin góð sem vill nú drottinn
honum bjóða.
Blessuð sé hans góða minning.
Innilegar samúðarkveðjur til af-
komenda, systkina, frænda og
vina hins látna heiðursmanns.
Guðmundur A. Finnbogason
1939. Þar starfaði hún til dauða-
dags. Siðasta fund skólanefndar-
innar sat hún í ágúst sl. Prófdóm-
ari Staðarfellsskóla var hún frá
1927 er hann tók fyrst til starfa til
síðasta skólaárs 1975—1976 að
skólinn hætti sem húsmæðraskóli.
Steinunn var mjög áhugasöm
um störf skólans, það svo að á
dánarbeði sínum hafði hún orð á
því við dóttur sína, að hún harm-
aði það að Staðarfellsskóli skyldi
þurfa að hætta störfum.
Fleiri störfum sinnti Steinunn á
sviði félagsmála, þó þeirra verði
ekki getið hér.
Eftir nám sitt i Kvennaskólan-
um í Reykjavik varð hún kennari í
nokkra vetur við farskólann i
Hvammssveit og síðar í Fells-
strandar- og Klofningsskólahér-
aði. Enn fremur tók Steinunn
börn og unglinga á heimili sitt til
kennslu, ekki sízt eftir að börn
hennar voru farin að heiman.
Þau Steinunn og Þórður á
Breiðabólstað eignuðust sex börn:
Ingibjörg Halldóra f. 29. maí 1919
d. 31. ágúst 1936, Guðbjörg Helga
f. 11. október 1920, gift Ástvaldi
Magnússyni skrifstofustj. Rvík,
Friðjón fyrrv. ráðherra f. 5. febrú-
ar 1923, kvæntur Kristínu Sigurð-
ardóttur, Sigurbjörg Jóhanna,
kennari f. 5. febrúar 1924, gift
Gisla B. Kristjánssyni skrifstofu-
stjóra, Kópavogi, Sturla bifreið-
arstj. f. 31. júlí 1925, kvæntur
Þrúði Kristjánsdóttur, kennara i
Búðardal, Halldór Þorgils bóndi á
Breiðabólstað, f. 5. jan. 1938,
kvæntur Ólafiu Ólafsdóttur. Alls
eru barnabörn Steinunnar 22.
Þau Breiðabólstaðarhjón voru
samhent um að styðja börn sin til
náms. Þau luku burtfararprófi frá
eftirtöldum skólum: Guðbjörg frá
Kvennaskólanum í Reykjavík og
Húsmæðraskólanum á Staðarfelli,
Sigurbjörg kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands, Friðjón
lögfræðiprófi frá Háskóla íslands,
Sturla prófi frá Laugarvatni og
Halldór Þorgils búfræðiprófi frá
Hvanneyri. 011 eru Breiðabólstað-
arsystkinin manndóms- og dugn-
aðarfólk eins og þau eiga ættir til.
Þá tæpa tvo áratugi, er heimili
mitt var á Staðarfelli í Dalasýslu,
áttum við hjónin oft æði náið sam-
starf við þau Steinunni og Þórð á
Breiðabólstað. Enda þótt lífsskoð-
anir okkar Steinunnar ættu ekki
samleið var samstarf okkar gott.
Ég kveð Steinunni er leiðir okkar
skilur með sérstakri virðingu og
þakklæti fyrir kynnin og sam-
starfið. Börnum hennar færum við
Margrét innilegar samúðarkveðj-
ur- Halldór E. Sigurösson