Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 48
KEimSALURiWW
OPIWW 1000-00.30
S1AÐFEST lÁNSIRAIIST
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
*
Islensk hjón handtekin á Schiphol-flugvelli:
Hugðust smygla heróíni
á l’/2 árs gömlu bami smu
VIDVOPNALEIT á Schipholflugvelli í Amsterdam fyrir helgi fundu hollensk-
ir öryggisveröir 25 grömm af heróíni, 650 grömm af hassolíu og 100 grömm
af hassi á \Vi árs gömlu íslensku barni. Foreldrar barnsins - liölega tvítug
hjén voru handtekin og kröfðust íslensk yfirvöld framsals þeirra.
Hjónin voru væntanleg til lands-
ins með þotu Arnarflugs frá Amst-
erdam í nótt, en þau hafa ekki
komið við sðgu fíkniefnamála áður.
Eitthvað málmkennt á barninu
leiddi til fundarins á Schipholflug-
velli. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins leikur grunur á, að hjón-
in hafi tekið að sér að flytja fíkni-
efnin inn fyrir mann, sem hefur
verið úrskurðaður í 30 daga gæslu-
varðhald.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík hefur unnið sleitulaust
að rannsókn málsins frá því fíkni-
efnin fundust á barninu. Sólarhring
eftir að hjónin voru tekin, var gerð
umfangsmikil leit á fjórum far-
þegum, sem komu með þotu Arnar-
flugs frá Amsterdam. Nákvæm leit
var gerð í farangri og fjórmenning-
arnir voru gegnumlýstir vegna
gruns um fíkniefnasmygl. Einn
fjórmenninganna var úrskurðaður
í 30 daga gæsluvarðhald á sunnudag
og eiginkona hans í viku gæsluvarð-
hald. Húsleit var gerð á heimili
þeirra. Engin fíkniefni fundust, en
lögreglumenn fundu merki fíkni-
efnaneyslu á heimilinu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, leikur grunur á, að maður-
inn sem nú situr í gæsluvarðhaldi,
hafi haft í hyggju að smygla sjálfur
fíkniefnum inn í landið, en hætt við
þegar eiturefnin fundust á barninu.
Hann hafi fengið vitneskju um að
ekki væri allt með felldu þegar
hjónin komu ekki til íslands á til-
settum tíma. Sem fyrr sagði, kom
hann hingað til lands um sólar-
hring eftir uppákomuna á Schip-
holflugvelli.
Aðeins einu sinni áður hefur
orðið uppvíst um heróínsmygl til
Islands. Það var árið 1983 þegar
0,3 grömm af heróíni fundust.
Nokkuð erfitt er því að meta sölu-
virði heróínsins á markaði hér á
landi, en talið að það geti verið um
200 þúsund krónur. Söluverðmæti
fíkniefnanna, sem fundust í Amst-
erdam, er talið á markaði hér á
aðra milljón krónur.
Pensh
hans 1
MIKIÐ fjölmenni var
vióstatt opnun yfirlitssýn-
ingar á verkum meistara
Kjarvals á Kjarvalsstöð-
um í gær, í tilefni 100 ára
afmælis listamannsins.
DavíA Oddsson, borgar-
stjóri, opnaði sýninguna
formlega.
Meðal gesta við
opnunina var sonarson-
ur Kjarvals og alnafni,
Jóhannes S. Kjarval,
arkitekt, ásamt konu
sinni, Gerði Helgadótt-
ur, og börnum þeirra
tveimur. Hér eru börnin
að skoða pensla og liti,
sem langafi þeirra not-
aði. Þau eru talið frá
vinstri: Þóra Kjarval,
Sveinn Kjarval og loks
Edda Fransiska Kjarv-
al, dóttir Kolbrúnar
systur Jóhannesar.
Fyrir aftan standa Jó-
hannes S. Kjarval og
Gerður Helgadóttir.
Sýningin mun standa
næstu vikurnar og er
búist við geysilegri að-
sókn.
Morgunblaöið/RAX
Líkur á að ASÍ-félögin
fái 3 % hækkunina í dag
ALLT BENDIR til að árdegis í dag verði gengið frá því milli Alþýðusam-
bands íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnu-
málasambands samvinnufélaganna hinsvegar að félagar í ASÍ fái í dag 3%
launahækkun sambærilega þeirri eins flokks hækkun, sem fráfarandi fjár-
málaráðherra samdi um við BSRB í fyrri viku. Fundur þessara aðila var
ákveðinn klukkan tíu í dag.
„Ég sé ekki að það sé hægt að
ganga framhjá ASÍ að þessu leyti
- en ég sé heldur ekki að það sé
nokkuð svigrúm til þessarar hækk-
unar,“ sagði Hjörtur Eiríksson,
framkvæmdastjóri Vinnumála-
sambandsins, í samtali við blm.
Morgunblaðsins í gær. „Við eygj-
um eiginlega enga leið út úr þessu
úr því sem komið er.“ Hjörtur lagði
áherslu á, að endanleg ákvörðun
um að 3% hækkunin gengi til allra
launþega í landinu, hefði ekki verið
tekin. „Ég á ekki von á löngum
umræðum á þessum fundi, þetta
verður fyrst og fremst ákvarðana-
taka,“ sagði hann.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, kvað enga ákvörðun
hafa verið tekna um hvort aðildar-
félög ASl fengju umrædda launa-
hækkun í kjölfar samningsins við
BSRB en sagði að aðilar vinnu-
markaðarins fyndu greinilega fyr-
ir “vaxandi þrýstingi eftir því sem
fleiri sveitarfélög gangast inn á
þessa hækkun".
Ekki er reiknað með að samtök
atvinnurekenda breyti í nokkru
þeirri afstöðu sinni, að launa-
hækkun skuli aldrei virka aftur
fyrir sig. Samkvæmt því má reikna
með að hugsanleg 3% launahækk-
un til ASÍ-félaga gildi frá og með
deginum í dag.
Bíllinn vó salt
SVAVARI Cesar Kristmunds-
syni, bílstjóra á flutningabíl
frá Húsavík, brá heldur betur I
brún í fyrrinótt er hann var að
aka Öxnadalsheiðina. Vegurinn
datt skyndilega niður og fram-
endi bílsins með, svo hann vó
salt á brúninni. Hafði vegurinn
farið í sundur vegna vatna-
vaxta.
Sjá viðtal við Svavar á bls. 4.
Þjóðhagsáætlun 1986:
Á að skatt-
leggja
innlendan
sparnað?
í þjóðhagsaætlun fyrir árið 1986,
sem kynnt var í gær, er gert ráð fyrir
að hagvöxtur á næsta ári verði um
2% og næstu tvö ár þar á eftir 2,5%.
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra sagði í gær að það væri
fyrirsjáanlegur hagvöxtur næstu árin
sem skapaði svigrúm til þess að vinna
áfram að hjöðnun verðbólgu og að
draga úr erlendum skuldum, án þess
að kaupmáttur þyrfti að skerðast.
Forsætisráðherra var að því
spurður hvort stjórnvöld hefðu í
hyggju að skattleggja innlendan
sparnað: „Island er nú eina landið
sem sem ég hef upplýsingar frá,
þar sem jákvæður sparnaður er
ekki skattlagður. Það hefur ekki
verið lagt til að svo verði gert hér,
en við höfum safnað saman upplýs-
ingum sem sýna að öll önnur lönd
gera það. Það orkar kannski tví-
mælis að skattleggja eina eign, en
ekki aðra. Þetta er hins vegar
umræða sem ekki er komin neitt
áleiðis, og ef ákvörðun yrði tekin
um að skattleggja sparifé, yrði það
tengt tekjum," sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
Sjá frétt um Þjóðhagsáætlun 1986
ábls.28.
Veðrið:
Hlýjast á
Dalatanga í
allri Evrópu
UNDANFARNA daga hafa verið
mikil hlýindi hér á landi. Hitinn
komist hæst í 22 stig á Dalatanga
og var hvergi hærri í Evrópu.
Samkvæmt upplýsingum frá
veðurstofunni gerist það af og
til að hingað streyma hlýir loft-
straumar sunnan úr höfum á
þessum árstíma. Því veldur
mikil hæð yfir Bretlandseyjum
og lægð suð-vesturundan, sem í
sameiningu dæla hingað heitu
lofti langt sunnan úr höfum.
Loftið hlýnar þegar það kemur
inn yfir landið og skilur eftir
rigningu sunnan- og vestan-
lands. I dag er búist við kólnandi
veðri með suð-vestanátt þegar
kuldaskil með svalara lofti ná
inn yfir landið og hlýindin fara
austur fyrir land.