Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. JULI 1993
B  3
Mig langar að halda
ræðu en ég þori það alls ekki
ÞAÐ eru margir sem treysta sér ekki til að standa upp
í fjölmenni og halda ræðu þó þá langi til þess. Hugsun-
in um að standa upp, slá í glas og biðja um hljóð fær
svitann til að spretta fram og hjartsláttinn til að rjúka
upp úr öllu valdi.
Það getur verið mjög gaman að standa upp í brúðkaup-
sveislu og óska brúðhjónum til hamingju, tala til nem-
anda sem er að ljúka prófi eða halda tölu í afmæli. Það
er bara að þora.
Fyrstu þrjú, fjögur skiptin geta
verið erfíð en með tímanum kemst
það upp í vana að standa upp og
tala fyrir framan fjölda fólks.
Stærstu mistökin sem fólk gerir
er að afsaka sig, segja að það sé
óvant eða geti varla haldið ræðu.
Tækifærisræða þarf að koma
frá hjartanu en það er nauðsyn-
legt að undirbúa hana og vera
með aðalatriðin í kollinum þegar
stundin  rennur  upp.  Það  er
heillaráð að skrifa ræðuna niður
og   æfa   sig
nokkrum sinn-
um þó svo að
þegar á hólm-
inn er komið
sé talað blað-
laust eða verið
með stikkorð á
blaði. Galdurinn við  \
góða  ræðu  er  að  *
flytja hana undirbúna
enblaðlaust þannig að
það líti út fyrir að ræðan
sé ^samin á staðnum.
í byrjun er óvitlaust að
æfa sig fyrir framan fjöl-
skylduna eða standa fyrir
framan spegilinn og dæma
sjálfur.
Ræðan á að vera stutt
og hnitmiðuð
Tækifærisræða þarf að
hafa upphaf og endi og í
veislum mega ræður ekki
vera langar. Það sem er
mikilvægast að segja borg-
ar sig að hafa í miðjunni.
Oft er tilefnið þannig að
stutt er í tárin. Þessvegna
er gott að bregða fyrir sig
fyndni, segja skemmtilega
sögu af þeim sem verið er
að tala um í stað þess að
vera  hjartnæmur  og  fara  að
skæla.
Talið hátt og skýrt svo að allir
heyri. Þá er líka mikilvægt að
koma rétt fram því 70% af ræðu-
höldum segja sérfræðingar að sé
rétt líkamstjáning. Það er um að
gera að standa teinréttur, nota
hendurnar til að útskýra, horfa á
gesti og vera glaður.
Konráð Adolphsson skólastjóri
Stjórnunarskólans segir að nem-
endur sínir fái í hendur nokkrar
þrautreyndar reglur sem hjálpi
þegar flytja eigi tækifærisræðu.
Þær eru:
1. Heillaóskir-ávarp.
2. Hvað er að gerast? Hversvegna
er þetta tilefni mikilvægt?
3. Hvað veit ræðumaður um eig-
inleika mannsins sem verið er að
tala til. Það gæti verið þekking á
æskuferli, sögum, afrekum, for-
eldrum. Hvað get ég sagt af eig-
in reynslu, sem ég álít mikilvægt?
4.  Hvað ber framtíðin í skauti
sér? Tilvitnanir úr góðri bók-
hvetjandi  saga,  samanburður
eða eigin reynsla.
5. Heillaóskir- hvernig
ætla ég að enda, hvað
vil   ég   leggja
áherslu á, Konráð
segir að þarna geti
átt við málsháttur,
ráðlegging eða vísa.
gtg
Morgunblaðið/Júlíus
Notkun
eyrnapinna
getur verið varasöm
„VIÐ ráðum fólki eindregið frá
því að nota eyrnapuina til að
hreinsa merg úr eyrum. Reynd-
in er sú að pinnarnir ýta frekar
mergnum inn að hljóðhimiuumi
en út úr eyranu," segir Bára
Þorgrímsdóttir, deildarsrjóri á
göngudeild háls-, nef- og eyrna-
deildar Borgarspítalans.
Foreldrar eiga
ekki uð
hreinsa úr eyr-
urn á litlum
börnum. Það
nægir að þvo
ytra eyrað.
Eyrun
hreinsa sig
sjálf frá nátt-
úrunnar hendi
og það þarf
aðeins að þvo
ytra eyrað. Við
það að eyrna-
mergur þrýst-
ist inn í eyrað
verður hann
harður og
þéttist     og
myndar kðggul við hljóðhimnuna.
Bára segir að yfir höfuð eigi alls
ekki að fara með neina aðskota-
hluti inn í hlustina því afleiðingin
geti jafnvel orðið sú að hljóðhimnan
springi.
Það er töluvert um að fólk komi
á góngudeild vegna þess að það
heyri illa eða hlustin hafi lokast af
völdum eyrnamergs. Þá þarf að
leita til háls-, nef- og eyrnalæknis
og láta fjarlægja merginn.
Bára ræður því fólki að forðast
í lengstu lög að stinga eyrnapinna
inn í eyrað og bendir foreldrum
ungra barna á að láta eiga sig að
hreinsa inn í eyrnagang þeirra og
þvo bara ytra eyrað.          ¦
Góð sólgleraugu
verja fyrir útfjólubláum
geislum auk þess að draga úr birtu
LÍTIL börn með skrautleg sólgleraugu á nefinu eru oft krúttleg, enda
gleraugun líklega oftar til skrauts en annars. Ekki er talið nauðsyn-
legt að nota sólgleraugu dags daglega hér á landi, en sé á annað
borð verið að kaupa sólgleraugu er æskilegt að þau séu vönduð og
verji augun fyrir útfjólubláum geislum.
Talið er að blá-og gráeygt fólk
þoli skæra birtu verr en þeir sem
til dæmis eru brúneygðir. Örn
Sveinsson augnlæknir sagði í sam-
tali við Daglegt líf að útfjólublá
geislun væri af mismunandi bylgju-
lengd og því mishættuleg. „Hún er
sennilega skaðleg fyrir augun að
einhverju leyti. Hún veldur bráðum
breytingum, t.d. bruna á efsta
frumulagi homhimnu við snjóblindu.
Auk þess getur hún valdið lang-
varandi breytingum, alla vega í
augasteini og ef til vill á sjónhimnu.
Sýnt hefur verið fram á háa tíðni
skýbreytinga á augasteini á stöðum
þar sem mikið sólarljós er, eins og
í Nepal, Indlandi og Afríku og í
miklu yngra fólki en á norðuslóðum.
Ekki er víst að sólarljósið eitt sé
sökudólgurinn, því þessi þjóðfélög
eru öðruvísi uppbyggð en okkar,
fæðan er öðruvísi og umhverfið
sömuleiðis.
Börn og sólgleraugu
Börn eru ekki marktækt við-
kvæmari en fullorðnir fyrir útfjólu-
bláu ljósi auk þess sem viðgerðar-
hæfni vefja í augum yngra fólks er
mun meiri en hjá þeim eldri. Þess
vegna er ekki þörf á að börn'noti
sólgleraugu til að draga úr útfjólu-
bláu ljósi, nema við sömu aðstæður
og fullorðnir, til dæmis í sterku sól-
arljósi við vatnsflöt eða í snjó.
Þó skýjað sé, getur endurkast af
útfjólubláum geislum frá snjó leitt
til þess að menn verði brúnir. Á
sama hátt geta úfjólubláir geislar
skaðað augun óg því rétt að nota
sólgler við slíkar aðstæður.
EITT OG ANNAÐ
Hér á landi er yfirleitt ekki þðrf á sólgleraugum dags daglega, en
sé verið að kaupa þau á annað borð, borgar sig að vanda valið.
Augnlitur skiptlr máli
Albínóar, sem ekki hafa litarefni
í litarhimnu augans þurfa að nota
góð sólgleraugu við tiltölulega litla
birtu. Þetta á líka við ef augasteinn
hefur verið fjarlægður. Burtséð frá
augnsjúkdómum eru sumir ljósnæm-
ari en aðrir og er blá- og graeygt
fólk mun viðkvæmara en brúneygt
fólk. Við þessu geta blá-og gráeygð-
ir brugðist með því að nota góð sól-
gleraugu eftir þörfum.
Litur á sólgleraugum er ekki afT
gerandi varðandi vörn gegn útfjólu-
bláum geislum. Hægt er að fá gegn-
sætt sjónplast með jafn mikilli vörn
gegn útfjólubláum geislum og litað
sólgler. Sumar tegundir dökkra sól-
glerja veita mjög takmarkaða vörn
og ef gleraugu eru mjög dökk og
draga þar með mikið úr birtu, sVar-
ar lithimnan myrkrinu með því að
stækka ljósopið. Ef ekki er útfjólu-
blá vörn í þessum sólglerjum, eru
þau skaðlegri en að nota ekkert, því
meira magn af útfjólubláum geislum
ferinn um hið stóra ljósop.
Á hinn bóginn getur verið þægi-
legra að nota einn lit á sólgler frem-
UM UTLITID
Sumarlitirfrá Mavala
Mavalanagla-
lakk er í fímm
sumarlitum  í
ár, sem allir
eru  rauðir  í
mismunandi
tónum,  " frá
appelsínu-
rauðu i rósa-
bleikt.
Líkamskrem frá Stendhal
Body-pro-	'í              .;¦:',;
gram  heitir	owes
nýja líkams-	......
línan     frá	
Stendhal. Er	.   M***.«
þar á ferðinni	,,'-":;.
svokallað	^,       »|
grenmng-	'^*5m
sagt er vinna á appelsínuhúð.
Einnig er þar rakakrem fyrir
allan líkamánn, handáburður
og gel fyrir fætur sem sagt er
hafa róandi áhrif. Þá er annað
gel í línunni, sem ætlað er fyr-
ir allan líkamann. Gelið er fitu-
laust og sagt styrkjandi fyrir
húðina.
Sólarlfna f rá Helenu
Rubenstein
Ný litalína í þremur vöruteg-
undum kom nýlega frá Helenu
Rubenstein. Um er að ræða
varaliti, litað dagkrem og sól-
arpúður.
Sólarpúðrið
fæst í tveimur
litum, möttum
koparlit og heit-
ari lit með gljáa.
Varalitirnir eru
sagðir vernda
varir gegn of-
þornun og sól
enda er sólar-
vörn nr. 6 í
þeim. Alls komu
fimm nýir litir á
markað núna.
Litaða dag-
kremið fæst í
einum gylltum
lit. Það hefur
sólarvörn nr. 4
og er sagt koma
í veg fyrir að
húðin þorni í sól-
inni.         I
ur en annan. Gulbrúnt sólgler með
vörn gegn útfjólublárri geislun, get-
ur til dæmis verið ágætt fyrir eldra
fólk með slæma sjón. Glerin veita
þá vörn gegn útfjólubláum geislum
án þess að draga úr birtunni sem
sjóndapurt fólk þarf á að halda til
að virkja þann sjónvef sem það á
eftir.
Aðvandavalið
Ég ráðlegg fólki að kaupa góð
sólgleraugu, með vörn gegn útfjólu-
blárri geislun, ef það vill á annað
borð nota sólgleraugu. Á markaðn-
um er mikið úrval af dýrum og ódýr-
um sólgleraugum og sumum ódýru
gleraugnanna stendur að í glerjun-
um sé vörn gegn, útfjólubláum geisl-
um. Hins vegar er erfitt að vita hve
mikil sú vörn er. Það skiptir máli
hvort hún er 1% eða 100% og ég
myndi ráðleggja fólki að leita upplýs-
inga um það hjá fagfólki."
Anna Sigríður Olafsdóttir hjá
heildverslun Kjartans Magnússonar,
sem flytur inn Polaroid-gleraugu
sagðist telja allt of algengt að for-
eldrar keyptu léleg sólgleraugu fyrir
börn sín. „Góð barnasólgleraugu
kosta um 1.000-2.000 krónur og það
er varla réttlætanlegt að kaupa góð
sólgleraugu fyrir sjálfa sig en ekki
fyrir börnin." Sagði hún að polaroid-
sólgleraugu hefðu öll 100% vörn
gegii útfjólubláum geislum og úr
óbrjótanlegu plasti.           ¦
Biynja Tðmer
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12