Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
_______LISTIR____
Að lesa ljóð
LIST OG HÖNNUN
Kjarvalsstaðir
LJÓÐASÝNING
EGILL SKALLAGRÍMSSON
Opið frá 10-18 alla daga. Aðgangur
300 kr. Til 11. september.
Því að ætt mín
á enda stendr
sem hræbarðar
hlynar marka;
era karskr maðr
sá er köggla ber
frænda hrörs
af fletjum niðr.
Það er sjálfgefið, að hægt er að nálg-
ast ljóð frá mörgum hliðum, og einn-
ig að mögulegt er að matreiða þau
á ýmsa vegu fyrir þann er les.
En það er nokkuð nýtt að hanna
umgjörð um ljóð til lesturs, eins og
gert hefur verið á Kjarvalsstöðum
hin síðari ár, en hér er kominn angi
hönnunar sem er snöggtum víðara
svið en margan grunar.
Eins og ég hef áður haldið fram,
er það til fyrirmyndar að klæða ljóð
í sjónrænan búning, og ætti það þó
að standa okkur nær, því að hið sér-
staka svið er að mestu ókannað er
snýr að sjálfu andrúmi ljóðanna, eins
og við skynjum þau hver og einn, en
á óáþreifanlegan hátt. Víst er að sum
ljóð búa yfir ósveigjanleika og hörku,
eru gagnorð og knöpp, en önnur
hafa yfir sér meiri mýkt og dýpri
hljómfallanda, ef svo má að orði
komast.
Og þetta er vitaskuld mögulegt
að yfirfæra í sjónrænan búning og
hefur á stundum verið gert með slá-
andi ágætum, eins og raunin var t.d.
með ljóð Hannesar Péturssonar, er
maður las aftur og aftur.
Uppsetningin var einfaldlega
þannig að hún höfðaði til þeirra er
gengu framhjá, hafði yfir sér sömu
nánd og máttuga einfaldleika og ljóð-
in sjálf. Að þessu sinni eru ljóð sjálfs
Egils Skallagrímssonar kynnt í vestri
gangi og eins og fram kemur, „rís
Egils saga hæst í þeim kveðskap sem
eignaður er hinni stríðlunduðu hetju.
Egill er sagður uppi á tíundu öld,
heiðinn maður, en þó prímsigndur á
enskri grundu. Hann orti dróttkveðn-
ar vísur sem eru með glæsilegustum
skáldskap af þeim meiði. Sú bragar-
list var flókin og fólu skáldin merk-
inguna í torskildum kenningum og
orðaflækjum. Vísa varð ekki skilin
nema ratað væri um völundarhús
heiðinnar goðafræði og flókið lík-
ingamál ráðið.
List dróttkvæða er framandi nú-
tímamanninum. Við verðum að læra
að ferðast um nýjan myndheim, gefa
okkur á vald hinni einkennilega heill-
andi hrynjandi — og hrífast.“
Og víst lætur maður heillast af
hrynjandinum, þótt skilningnum sé
ábótavant, en við látum líka heillast
af svo mörgu í náttúrunni án þess
að skilja það. Hér kemur gott dæmi
frá mínum bæjardyrum séð:
Ókynni venst, ennis,/ ungr þorði
ég vel forðum/haukaklifs, að hefja/
Hlín þvergnípur mínar;/ verð ég í
feld, þá er foldar/ faldr kemr í hug
skaldi/ berg-Óneris brúna/ brátt
miðstalli hváta/ verð ég í feld, þá
er foldar.
Annað dæmi, en af öðrum toga:
Langt þykir mér/ ligg ég einn
saman,/ karl afgamall,/ á konungs
vörnum;/ eigum ekkjur/ allkaldar
tvær/ en þær konur/ þurfa blossa.
—Uppsetningin er hugvitsamleg,
en ekki gat ég fellt mig við rauða
litinn á glerinu, sem mér þótti of
hrár og tilbúinn (kommersiell). Hygg
ég að vænlegra hefði verið að nota
heitari lit er hefur yfír sér meiri fjar-
lægð, t.d. einhvern anga af fjólublá-
um eða jarðbrúnum.
Gefin hefur verið út sýningarskrá,
sem er að sjálfsögðu frábær viðbót,
en hvergi er þess getið hver sá um
skýringartextana, né hver hannaði
uppsetninguna sem er meinbugur á
góðri framkvæmd.
Bragi Asgeirsson
Sýning á norrænum
grafíkverkum
OPNUÐ hefur verið sýning í anddyri
Norræna hússins á 18 grafíkverkum
eftir norræna listamenn. Öll verkin
eru í eigu listlánadeildar Norræna
hússins.
Hér er um að ræða myndir eftir
Braga Ásgeirsson, Sigurð Guð-
mundsson, Lars Ahlgrén frá Finn-
landi, Jens Matthiasson frá Svíþjóð,
Arnold Rottem og Victor Sparre frá
Noregi, og Morgens Andersen, John
Olsen og Palle Nielsen frá Dan-
mörku.
í fréttatilkynningu frá Norræna
húsinu segir m.a.: Listlánadeild Nor-
ræna hússins tók til starfa árið 1976.
Hún er hluti af bókasafni Norræna
hússins og með því að kaupa láns-
skirteini, sem kostar 400 kr. og gild-
ir í eitt ár, er hægt að fá lánað graf-
íkverk í tvo mánuði í senn.
Nú eru í listlánadeildinni um 500
grafíkverk eftir listamenn frá öllum
Norðurlöndunum. Frá því að deildin
tók til starfa hafa verið keypt grafík-
verk á sýningum norræna lista-
manna, en auk þess hafa borist
margar gjafir frá norrænum lista-
mönnum og öðrum. Lögð hefur verið
áhersla á listræn gæði og fjölbreytni
við kaup á listaverkum.
Listlánadeildin hefur notið mikilla
vinsælda meðal lánþega safnsins.
Þeir sém fá lánuð verk eru úr öllum
hópum samfélagsins og öllum at-
vinnugreinum, ungir og gamlir, sum-
ir fá verk handa sér einum, aðrir
koma fyrir hönd stofnana.
Sýningin í anddyri Norræna húss-
ins stendur til 11. september og er
opin kl. 9.00-19.00, nema á sunnu-
dögum frá kl. 12.00-19.00.
Kynningarfundur
í kvöld að Sogavegi 69
innritun og upplýsingar í síma: 812411
STJÓRNUNARSKÓLINN
KONRÁÐ ADOLPHSSON.EINKAUMBOÐ FYRIR DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIN
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 21
SIEMENS
LU
o
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hell issandur:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
Ásubúö
ísafjörður:
Pólíinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Siglufjörður:
Torgið
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
Neskaupstaður
Rafalda
Reyðarfjörður:
Rafvélaverkst. Árna E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
Höfn í Hornafirði:
Kristall
Vestmannaeyjar
Tréverk
Hvolsvöllur:
Kaupfélag Rangæinga
Selfoss:
Árvirkinn
Garður:
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavík:
Ljósboginn
Hafnarfjörður:
Rafbúð Skúla,
Álfaskeiði
SMITH & NORLAND
■ GT 27B03 / 250 I nettó... 44.900,- kr. stgr.
i GT 34B03 / 318 I nettó... 49.900,- kr. stgr.
■ GT 41B03 /400 I nettó... 53.900,- kr. stgr.
Gríptu tækifæríð - takmarkað magn!
Það er stutt í sláturtíðina og þá viltu sofa áhyggjulaus
með matarforðann í öruggri geymslu.
Siemens frystikista er rétta fjárfestingin fyrir þig.
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Viljir þú endingu og gædi
velur þú Siemens!
Verzlunarskóli íslands
öldungadeild
Innritun í öldungadeild Verzlunarskóla Islands
verður 29. ágúst - 2. september kl. 08.00-18.00.
Öldungadeildin gefur kost á námi í einstökum áföngum sem jafnframt
gefa einingar er safna má saman og láta mynda eftirtalin prófstig:
Próf af bókhaldsbraut (25 einingar)
Próf af skrifstofubraut (26 einingar)
Verslunarpróf (71 eining)
Stúdentspróf (140 einingar).
Ekki er nauðsynlegt að miða að ákveðnu prófi og algengt er að fólk
leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumögvileika
sína eða sér til ánægju. Við bjóðum m.a.:
96 tíma tölvunámskeið og
104 tíma bókfærslu- og tölvunámskeið.
Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á haustönn:
Bókfærsla
Bókmennta- og listasaga
Bókmenntir
Danska
Efna- og eðlisfræði
Enska
Franska
Hagfræði
Islenska
Ljóðagerð
Markaðsfræði
Ritvinnsla
Saga
Skapandi ritun
Stjómmálafræði
Stjórnun
Stofnun og rekstur
smáfyrirtækja
Stærðfræði
Verslunarréttur
Vélritun (á tölvur)
Tölvubókhald
Tölvunotkun
Þýska
Kennsla í öldungadeildinni fer fram kl. 17.30-22.00 mánudaga til fimmtudaga.
Skráning nemenda er á skrifstofu skólans 29. ágúst - 2. september 1994.