Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ J SIGURÐUR SIG URÐSSON + Sigurður Sig- urðsson fæddist. á ísafírði 29. októ- ber 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðs- son sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauð- árkróki, f. 19.9. 1887 í Vigur í ísa- fjarðardjúpi, d. 20.6. 1963 á Sól- vangi í Hafnarfirði, og eiginkona hans Stefanía Arnórs- dóttir, f. 15.4. 1889 á Felli í Kollafírði í Strandasýslu, d. 14.6. 1948 í Kaup- mannahöfn. Systk- ini Sigurðar eru: 1) Margrét Þórunn, hjúkrunarkona og borgarfulltrúi í Helsingborg í Sví- þjóð, f. 4.5. 1915, d. 23.5. 1994. Maður hennar var Olle Hermansson lögfræðingur í Helsingborg, f. 21.12. 1911. 2) Stefanía Guðríður, skrifstofu- kona í Reykjavík, f. 5.1. 1918, d. 12.7. 1993. Ógift og barn- laus. 3) Arnór, fyrrv. sýsluskrif- ari og verðlagseftirlitsmaður á Sauðárkróki, nú búsettur i Kópavogi, f. 1.3. 1919. Eigin- kona hans var Guðrún Sveins- dóttir, f. 30.3. 1922, d. 25.7. 1981. 4) Stefán, héraðsdóms- lögmaður á Akranesi, f. 5.10. 1920, d. 8.2. 1993. Eiginkona SIGURÐUR Sigurðsson fyrir framan mál- aratrönurnar á sjöunda áratugnum. hans var Erla Elísabet Gísladótt- ir, f. 12.6. 1933. 5) Hrólfur, list- málari í Kópavogi, f. 10.12.1922. Eiginkona hans er Margrét Árnadóttir listmálari, f. 12.12. 1926. 6) Guðrún Ragnheiður, list- málari í Holte í Danmörku, f. 25.7. 1925. Eiginmaður hennar er Jens Christian Urup listmál- ari, f. 25.9. 1920. 7) Árni, sóknar- prestur á Blönduósi, f. 13.11. 1927. Eiginkona Eyrún Gísla- dóttir, fyrrv. hjúkrunarforsljóri á Blönduósi, f. 17.1. 1931. 8) Vinur minn og frændi, Sigurður Sigurðsson listmálari, er genginn fyrir ætternisstapa. Með honum er horfinn einn af svipmestu lista- mönnum þjóðarinnar, fjölhæfur og sjálfstæður persónuleiki. Við vorum báðir of ungir til þess að kynnast, þegar foreldrar hans áttu heima á ísafirði í nokkur ár og ég heima i Vigur á óðali feðra okkar. En árin liðu og Sigurður faðir hans varð sýslumaður Skag- firðinga á Sauðárkróki í fjölda ára. Þar bjó hann ásamt konu sinni, Stefaníu Arnórsdóttur prests í Hvammi, með þeirra stóra og fal- lega barnahóp. Eg kynntist frændum mínum, sýslumannsbömunum, nokkmm i Menntaskólanum á Akureyri og heima hjá þeim í Skagafírði, en feður okkar, Sigurður sýslumaður og Bjarni bóndi í Vigur, voru bræð- ur, synir Þórunnar Bjarnadóttur frá Kjaransstöðum á Akranesi og sr. Sigurðar Stefánssonar, prests og alþingismanns í Vigur í nær fjöru- tíu ár. - Þetta eru í örstuttu máli forfeður Sigurðar listmálara. Strax í MA var ljóst að hann var efni í ágætan listamann. Þótt hann væri einn vetur í Háskóla íslands og lyki þaðan prófí í heimspeki, duldist engum að leið hans lá út á listabrautina. Eins og margir aðrir íslenskir listmálarar hélt hann út til Borgarinnar við Sundið og dvald- ist þar við Konunglega listaháskól- ann öll stríðsárin við nám í málara- list. Þegar hann kom heim að stríð- inu loknu gerðist hann í mörg ár kennari við Handíða- og myndlist- arskólann í Reykjavík. Á þeim árum var hann um skeið formaður Félags íslenskra myndlistarmanna. Jafn- hliða sinnti hann list sinni af kappi. Sigurður var mikill fagurkeri og hélt margar málverkasýningar víðs- vegar um ísland, á Norðurlöndun- um og í mörgum öðrum Evrópu- löndum. Hvar sem hann sýndi verk sín vöktu þau athygli. Má sjá lista- verk hans víða erlendis og að sjálf- sögðu í Listasafni ríkisins hér heima, auk fjölda íslenskra heimila. Síðustu sýningu sína hélt hann nú í haust. Veit ég ekki betur en að allar myndir hans á þeirri sýningu hafi selst. Þótt Sigurður hafi ferðast mikið og kynnst list margra þjóða, hefur þeim sem þekkja verk hans aldrei dulist hinn íslenski blær, en um það eru vafalaust margir færari að dæma en ég. Aðallega málaði hann iandslags- og mannamyndir. Hér að ofan hefur Sigurðar Sig- urðssonar fyrst og fremst verið getið sem mikilhæfs listmálara. Mér er hann þó efst í huga sem góður drengur og frændi, skemmtilegur og glæsilegur maður. Mér þótti allt- af vænt um þennan frænda minn og mat hann mikils. En nú er hann horfínn frá okkur. Hvað er þá eft- ir? - Við hlæjum ekki hátt saman lengur eins og þeir feður okkar Bjarni í Vigur og Sigurður sýslu- maður. „En samt er gaman að hafa lifað svo langan dag,“ eins og skáld- ið sagði svo hressilega á kveðju- stundu. - En Anna mín elskuleg, eiginkona Sigurðar frænda, þér votta ég dýpstu samúð okkar Ólaf- ar við fráfall eiginmanns þíns. Þú varst blómið í Fögrubrekku 5 ásamt Stellu, fósturdóttur ykkar. Öllum frændum og vinum óskum við Vig- urfólk árs og friðar, þótt um skeið hafi dimmt í lofti og fundum fækk- að. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Fundum okkar Sigurðar Sigurðs- sonar mun fyrst hafa borið saman í Menntaskólanum á Akureyri 1932. Þá voru allir dagar bjartir eða svo segir minningin mér og þar bund- umst við á æskuskeiði vináttubönd- um sem aldrei slitnuðu. Að visu urðu samverustundir á köflum slitr- óttar og færri en við hefðum kosið. Stundum skildu okkur höf og lönd og heimsstyrjöld en við vissum allt- af hvor af öðrum og endurnýjuðum vinskapinn þegar tækifæri gáfust. Snemma kom í ljós að þessi ungi Skagfirðingur var gæddur fjöl- breyttum hæfileikum og áberandi sérgáfu því að hann var með af- brigðum drátthagur og pensillinn lék í höndum hans. Okkur bekkjar- MIIMIMINGAR Snorri, skógfræðingur, fyrrv. framkværndastjóri Skógrækt- arfélags Islands og fyrrv. fag- málasljóri Skógræktar ríkisins, f. 15.4. 1929. Eiginkona Sigur- laug Sveinsdóttir Bjarman, fyrrv. kennari, f. 27.12. 1929. Sigurður kvæntist Onnu Kristínu Jónsdóttur frá Hörgsdal á Síðu 24.7. 1943, en hún er fædd 6.2. 1916. Eignuð- ust þau eina stjúpdóttur, Stellu Henryettu Kluck, f. 9.9. 1953. Sigurður ólst upp á Isafirði og síðar á Sauðárkróki. Hann var stúdent frá MA 1937 og lauk cand. phil. prófi frá Há- skóla íslands 1938. Sigurður stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Kaupmanna- höfn 1939-1945. Eftir að hann kom heim frá námi hóf hann kennslu við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1948 og starf- aði þar samfleytt til ársins 1980. Hann var yfirkennari skólans um árabil. Sigurður hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hann sýndi verk sín m.a. í Danmörku, Nor- egi, Finnlandi, Ítalíu, Þýska- landi, Póllandi og Rússlandi. Sigurður hélt alla tíð tryggð við sígilda landslagshefð í verk- um sínum og var einn merkasti portrettmálari hérlendis. Hann var form. Félags íslenskra myndlistarmanna í áratug og var gerður að heiðursfélaga sama félags. Sigurður sat í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs frá stofnun hans 1965 til ársins 1981. Hann sat í stjórn og byggingarnefnd Listasafns Kópavogs 1978- 1981. Sigurður hélt sýningu á verkum sínum í boði Listasafns Kópavogs á sl. vori. Utför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. systkinum hans varð brátt ljóst að í málaralistinni væri framtíð hans fólgin. Sigurður varð mjög vinsæll maður meðal jafnaldra sinna enda skemmtilegur og hvers manns hug- Ijúfi. Að loknu stúdentsprófi 1937 tók Sigurður að búa sig undir myndlíst- amám. Hlaut hann sæmilegan fjár- styrk og vakti sem fyrr athygli áhugamanna og kynnti sér það sem hér var að fínna af listaverkum en það nægði honum ekki og skömmu áður en heimsstyijöldin síðari braust út sigldi hann til náms í Kaupmannahöfn. Hann fór að mig minnir í síðustu ferðina með gamla Gullfossi landa í milli, en varð inn- lyksa í Danmörku eins og fleiri ís- lendingar eftir að landið varð her- numið og komst ekki heim fyrr en að stríðinu loknu. Þá varð með okk- ur mikill fagnaðarfundur. Utan- landsdvölina notaði hann af áhuga og dugnaði sem vænta mátti. Hann tók upp þráðinn hér heima og leið ekki á löngu áður en hann efndi til sýningar á verkum sínum og var vel tekið. Á útivistarárum sínum staðfesti hann ráð sitt og gekk að eiga eftir- lifandi eiginkonu, Önnu Jónsdóttur frá Hörgsdal á Síðu, sem nú syrgir mann sinn eftir langa og trausta sambúð. Ungu hjónanna beið mikið ann- ríki fyrstu árin hér heima að koma sér fyrir til frambúðar á fóstuijörð- inni. Það kom sér vel að þau voru vinnufús og vön að láta hendur standa fram úr ermum auk þess sem bóndinn var bæði hagleiks- og listamaður. Eftir fá ár höfðu þau komið sér af eigin rammleik upp húsi í Kópavogi sem þá var óðum að byggjast, og þar var heimili þeirra alla tíð síðan, fallegt hús með gróðursælum garði sem var bæjarprýði enda voru frændur og forfeður Sigurðar miklir náttúru- unnendur. Sigurður öðlaðist vinsældir og virðingu stéttarbræðra sinna. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum list- málara og var yfirkennari í Hand- íða- og myndlistarskólanum yfir 30 ár. Alls staðar kom hann fram til góðs þessi vandvirki, hógværi mað- ur, aldrei skapaði hann úlfúð, held- ur aðdáun og virðingu nemenda sinna og samstarfsmanna. Eftir hann liggja afburða vel gerð mál- verk en sjálfur var hann hlédrægur og hélt þeim lítt á lofti. „Ævitíminn eyðist“, en það er oft fyrst eftir langa ævi sem vel hefur verið lifað að við fínnum þann sára söknuð sem fylgir brottför vina okkar og skiljum til fulls hversu tómlegt verður og djúpt hið auða skarð sem þeir skilja eftir sig. Þetta á við um Sigurð Sigurðsson listmál- ara. Hans verður af mörgum sárt saknað. Hugir okkar dveljast nú hjá eftirlifandi ástvinum hans. Þeirra missir er mestur. Blessuð sé minning hans, en - „við eigum líka úr lífsins svefni að rakna.“ Hitt- umst þá heilir. Andrés Björnsson. Með Sigurði Sigurðssyni er geng- inn mesti landslagsmálari íslend- inga um langa hríð, eftir að Ásgrím- ur, Kjarval, Jón Stefánsson og Þór- arinn B. Þorláksson réðu ríkjum. Ef til vill væri rétt að nefna Gunn- laug Scheving í sömu andrá. Sigurður nam listgrein sína á stríðsárunum við akademíuna í Kaupmannahöfn hjá lærimeistara sem markaði spor í þroskaferil hans. Fínlegir þræðir ættaðir úr Danmörku einkenndu verkin fyrst eftir heimkomuna, en smámsaman urðu þau dýpri og persónulegri um leið og íslensku mótífín lukust upp fyrir málaranum. Oft og tíðum finnst mér að Sigurður hafi átt það sameiginlegt með Þórarni B. Þor- lákssyni að færa víddir landslagsins yfir á léreft sín með óyggjandi og sannfærandi bragði. Ég veit ekki sérlega mikið um kennslu Sigurðar við Myndlista- og handíðaskóla íslands, veit þó að hann umgekkst nemendur sína sem jafningja og gegndi leiðbeiningar- starfínu í meira en þijá áratugi. Það hlýtur að hafa borið ríkulegan ávöxt i myndlistaruppeldi þjóðar- innar. Aftur á móti er mér fullkunnugt um störf hans í samtökum okkar myndlistarmanna. Þar var hann dijúgur liðsmaður í mörg ár og for- maður stærstu og elstu samtakanna lengur en nokkur annar. Á þessum áratugum, nítján hundruð og fimm- tíu til sjötíu, voru stóru, norrænu sýningarnar eins og ljós í hvers- dagslífi eða hálfrökkri fámennrar þjóðar. Upp í huga minn kemur sérstaklega myndlistarsýningin: Norræn list í húsi Þjóðminjasafnsins haustið 1961. Þá var Sigurður for- maður FÍM en við Valtýr Pétursson með honum í stjórninni. Þá var mikið um dýrðir, fjörlegar samveru- stundir en líka gallhörð skoðana- skipti. Einhvern veginn finnst mér þó, að eindrængi hafi verið meiri innan stéttarinnar, að utanaðkom- andi öfl hafí ekki átt eins auðvelt með að slíta úr okkur hjörtun og nýrun. Hjörleifur Sigurðsson. Sigurður Sigurðsson kom sem kennari að Handíða- og myndlista- skólanum í lok fímmta áratugarins, er ég var þar á seinni hluta náms- ferils míns við þá merkilegu stofn- un, sem skólafrömuðurinn Lúðvíg Guðmundsson hafði lagt grunn að fyrir minna en áratug. Öllu fremur af metnaði og hugsjón til handa því lýðveldi sem bjarmaði fyrir og með framtíðarhag þess í huga, en að hann væri að ásælast krónur í lófa sinn. Það var á þeim árum sem menn lifðu fyrir hugsjónir sem voru þeim þær morgunhillingar, nautn og lífsfylling, sem yfirborð, verðbréf og skjótfenginn hagnaður er í dag. Þjóðin var ung, fjallkonan óspillt. Ekki hafði ég tiltakanlega af Sig- urði að segja, sem kenndi helst nemendum á fyrsta ári og varð aldr- ei leiðbeinandi minn, en minnist einnar gleðistundar í skólanum er hann, Örlygur Sigurðsson og stáss- búnar, þokkafullar freyjur þeirra heiðruðu fagnaðinn með nærveru sinni. Auðguðu sviðið með fjöri, galsa og vinarþeli. Svo liðu tímar og næst rakst ég í flasið á honum ^ og Önnu Kristínu, konu hans, er ég var að fara úr Glyptotekinu í Kaupmannahöfn einn sunnudag á útmánuðum 1951. Mér er atvikið einnig mjög í minni, því kunnskapur okkar var enn afar takmarkaður er þá var komið sögu, og þótt við heilsuðumst vissum við vart hvaðan á okkur stóð veðrið og höfðum lítið | að leggja hvor í annars mal, varð því harla fátt um upplífgandi skegg- ræður. Líkt og þegar óframfærnir | menn hittast og verður orðfall. En mikið langaði ungan mann að njóta nærveru þessa viðkunnlega fólks, en uppburðirnir voru ekki upp á marga físka er svo var komið í lífi hans. Listspírunni hefði þótt það með miklum ólíkindum, ef einhver hefði sagt honum á þessum árum, að ( hann ætti eftir að eiga samleið með Sigurði í Handíða- og myndlistar- skólanum í nær aldarfjórðung. I Metnaður til kennslustarfa enginn, en það gerðist þó fyrir nokkurn aðraganda að ég mótviljugur tengd- ist skólanum fímm árum seinna. Er tímar liðu varð Sigurður, sem þá var orðinn yfirkennari skólans einn minn nánasti og hollasti félagi innan hans. Þetta var á þeim ljúf- sáru árum að ekki voru hundrað ( kennarar við skólann, heldur ein- ungis Sigurður, Sverrir Haraldsson, Björn Th. Björnsson, skrifari, Helgi ' Tryggvason í bókbandinu ásamt þeim fljóðum er skutu skyttunni skil í vefnaði. Gengu þó hlutirnir yfirleitt upp og vorum við engir venjulegir kennarar heldur réttir og sléttir leiðbeinendur nemenda og í mörgum tilvikum vinir þeirra. Seinni tímar geta naumast um slik tengsl nemanda og kennara, en það er einmitt í þeim anda sem unaður- , inn af því að miðla og Ieiðbeina rist- ir dýpst. Á skemmtunum skólans vorum við jafn virkir og nemendur og tókum þátt í öllum lífrænum athöfnum innan hans. Einn ágætur nemandi, búsettur til margra ára í útlandinu, sagði mér á góðri stund að honum hefði fundist kennslan eins konar andlegt jóga, þar sem engar reglur voru til nema þær sem sköpuðust hveiju sinni, vandamál er upp komu leyst jafnharðan. Stundum kom sitthvað skrítið upp á, eins og er ég sat einn á kennarastofunni og inn kom hóp- ur nemenda Sigurðar og dæmdu hann úr leik sem kennara, sögðust ekki læra neitt af honum að gagni. Það hljóp í mig, lagði í róminn og sagði; „haldið þið virkilega að hlut- verk okkar kennaranna sé að færa ykkur allt á silfurbakka? Viljið þið gjöra svo vel og fara til Sigurðar og spyija hann um listina og at- huga hvað skeður, koma síðan aftur til mín eftir eina viku.“ Vikan leið og svo komu þeir allir sem einn glaðir í bragði og sögðu Sigurð frá- bæran kennara, þar næst tóku þeir hver á eftir öðrum í hönd mér og þökkuðu fyrir sig. Það sem fram fór á kennarstof- unni á þeim árum er vel lá á mann- skapnum væri efni í eina dáindis bók, sem verður líkast til aldrei skrifuð. Brandarar og skemmtisög- ur flugu um sviðið og hér v_ar Sig- urður dijúgur liðsmaður. Á þeim árum var metnaður okkar og fram- tíðarsýn að skólinn yrði aldrei al- menna kennslukerfínu að bráð, heldur eitthvert ósnertanlegt sér- tækt fyrirbæri og yfirbygging allra sjónrænna athafna á landinu. Sig- urður hafði meira yndi af að segja sögur en að kenna, sem gat valdið misskilningi og skelfílegt þótti hon- um á köflum að kenna í kvölddeild- um, en það þurftum við að gera um árabil. Féll síður að metnaði okkar, þótt við rembdumst eins og ijúpan við staurinn við að gera okkar besta, bilið var einfaldlega of mikið, stundum óbrúanlegt. Það var sýnu meira og verðugra hlutverk, að menn væru virkir í félagslífí innan skólans og tækju þátt í árvissum ferðalögum, á báð- um vígstöðvunum var Sigurður ómissandi. Kynslóðabili var ekki fyrir að fara, hins vegar var öllum ljóst hveijir voru kennarar og höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.