Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 2
VISIR . Mánudagur 25. september nm.. VALUR VÁRDIISLANDSJITILINN ÚR VÍTASPYRNU á.31. mínútu. Hallkell misreiknar skot Reynis, sem lendir uppi viö þverslá. — og sigurinn yfir Frum 2:0 í gærdug var fyllilega verðskuldaður — Hermann innsiglaði sigurinn með marki 8 mín. fyrir leikslok 0 Sex þúsund áhorfendur mættu til aö sjá Austurbæjarliðin Fram og Val Ieiða saman hesta sína í gær á Laugardalsvellinum. Sannarlega var veðrið þó ekki þess eðlis, þegar leikúrinn hófst að það væri kræsilegt til útivistar, en úr veðrinu rættist, þegar líða tók á fyrri hálfleik. — Og knattspyrnan? Áreiðanlega það bezta, sem 1. deildin hefur sýnt okkur í sumar. Það var ekki vafi á að hér voru toppliðin á ferð. 0 Valur fór með sigurinn, 2:0 sigur, sem var fyllilega sanngjam eftir tæki- fæmm og leik liðanna. Valsmenn voru ákveðnari og þeir höfðu það sem dýr- mætt er í úrslitaleik, leikreynsluna, sem Framarar, nýskriðnir upp úr 2. deild, hafa ekki. Þaö létti mörgum Valssinnuðum á Laugardalsvelli i gær, þegar aö- eins 2 mín. voru eftir af spennandi leik Vals og Fram. Ekki aöeins að Hermann innsiglaði sigur Vals, sem hér varði íslandsmeistaratitilinn, sem fclagiö vann í fyrra eftir að hafa verið án íslandsbikars í 10 ár, heldur og firrti þetta öllum leiðind- um, sem kynnu að hafa skapazt vegna vítaspyrnu, sem Valur skor- aði Ur í fyrri hálfleik. Sú vítaspyrna var af mörgum talin óréttlát, en menn eru orönir því talsvert vanir hér að dómarar leyfi sér að „færa brot út fyrir teig“, sem er algjör- lega óréttmætt, eins tala menn um að einhver sé ekki I marktækifæri og því beri ekki að dæma víta- spyrnu. Hér er ruglað við hand- knattleik, en fknattspyrnu er það vítateigslínan ein sem ræður. Mark Hermanns lauk raunar bar- áttunni í ár. Hermann, markhæsti leikmaður 1. deildar, hafði svo sann arlega átt sinn stóra þátt i þetta sinn. I fyrri hálfleik höfðu vamar- menn Fram hvað eftir annað lent í miklum vandræðum vegna Her- manns, en boltinn var sem límdur við fætur hans. 1 einni sókninni lagði Baldur Scheving hendur á Her mann að sögn Magnúsar Pétursson- ar og hrinti honum illa, og voru línuverðir sammála í þessu. Brotiö var rétt innan við vítateigslínu úti í hominu, og réttilega dæmt víti, sem Reynir Jónsson skoraði örugg- lega úr. Þetta gerðist á 31. mínútu. Fyrir þetta og eftir höfðu mörg tækifæri komið upp við bæði mörk- in. Fyrst ógnaði Hermann tvívegis, á sömu nn'nútu, en Grétar Sigurðs- son er dæmdur rangstæður, þegar hann fær boltann frá Ágústi, — falleg sending. Á 34. mín. er Her- mann í opnu tækifæri en Jóhannes 1 Atlason bjargar á furðulegan hátt, : — þarna voru víst flestir búnir að i bóka mark frá Val. Tveim mín. síð- ! ar bjargar Hallkell vel, þegar Ing- Guðmundur Sveinbjömsson, varaformaður KSÍ, afhendir Valsmönnum verðlaunapeninga. fyrst á 10. min. en í bæði skiptin skaut hann yfir markið. Á 15. mín. átti Helgi Númason mjög gott skot eftir að Ólafur Ólafson sótti fram og gaf fyrir, en Sigurður Dagsson bjargaði meistaralega í horn. Fyrsta verulega hættan skapáðist á 25. mín., þegar Hermann leikur á Anton miðvörö Fram, en Hallkell bjargar í hom mjög góðu skotu Hermanns. Eftir markiö úr víta- spyrnunni skorar Fram strax mark Hermann (sést ekki á myndinni) skorar síðara markið, en Hailkell nær ekki til boltans þrátt fyrir tilraunina, Reynir fylgir aö markinu. var sækir vel, en Hallkell varpaði sér flötum fyrir. Á 37. mín. óö Helgi Númason inn að marki og átti þrumuskot á markið, en enn ver Sigurður Dagsson stórvel. Hermann ógnar á 39. mín., en Framarar eru heppnir, þrátt fyrir lélegt úthlaup Hallkc'Á 40. mfn. bjargar Sigurð- ur Dagsson enn meistaralega. Grét- ar Sigurösson rétt kemur tánni í skot frá Helga Númasyni og boltinn viröist greinilega breyta um stefnu út í öfugt horn miðaö við það, sem Sigurður gerði ráö fyrir. Það var eins og Sigurður snérist viö f loft- inu til aö koma fingrunum í bolt- ann, sem hrckk upp í þverslá og út, en þar bjargaöi Valsvörnin. Loks á 43. mín. lenti markskot Hermanns í stöng fjær. Boltinn skoppaði til Ingvars, sem var aðeins 2 metra frá markinu opnu, — en seinn var hann aö koma boltanum fyrir sig. Hall- kell var hins vegar fljótur að láta sig falla yfir boltann og stóð upp með hann í fanginu, en ef einhver hefur einhvern tíma átt að skora mark, þá var það Ingvar þarna. í seinni hálfleik hélt sami darr- aðardansinn áfram. Sigurður Dags- son byrjaði strax að verja vel, þeg- ar Helgi Númason komst einn inn fyrir. Aðeins mínútu síðar ver Sig- urður geysifallegt skot Helga, hreinlega ótrúleg markvarzla, en á 8. mín. ógnar Grétar Sigurðsson með einleik, en þá mistókst Ágústi nýliða illa, hitti boltann ekki í góöu færi. Á 12. mínútu á Ingvar gott skot varið og á 15. mín. veður hann upp og skýtur af miklu afli í stöng-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.