Dagur - 23.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 23.03.1999, Blaðsíða 1
Sinkverksmið í a við Eyj afj ör ðiirn? Alvarlegar þreifmgar vid fiimskt stórfyrir- tæki lun risaverk- smiðju í grennd Akur- eyrar. Allt að 500 störf. Tugir milljóna í uppsetningarkostuað. Áform eru uppi um sinkverk- smiðju við Eyjafjörð með allt að 500 stöðugildum. Rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar, Svanbjörn Sigurðsson, hefur kynnt fyrir starfsmönnum sínum að finnska stórfyrirtækið, Outo Kunpu, sé áhugasamt um að reisa verk- smiðju á Islandi. Líklegt er að frumathugun fari fram innan skamms og ef aðilar ná saman er hugsanlegt að framleiðsla hefjist innan fjögurra ára. Sinkið yrði unnið úr aðfluttum jarðefnum frá Evrópulöndum. „Mér fannst ekki hægt að sitja bara heima og bíða eftir því að eitthvað kæmi upp í hendurnar á okkur. Ég þreifaði því fyrir mér hingað og þangað og komst á slóð í Finnlandi sem mér finnst mjög vænleg. Málið er komið á spennandi stig og þessi mögu- leiki er til alvarlegr- ar skoðunar," segir Svanbjörn. Raf- veitustjóri fór til Finnlands fyrir skemmstu og hitti þar yfirmenn Outo Kunpu. Árangur þess fundar verður væntanlega for- könnun á aðstæð- kostnaður við uppsetningu er mældur í tugum milljarða. „Þetta er spurning um stóra fjárfesta á al- þjóðamælikvarða," segir Svanbjörn. Nauðsynlegt mótvægi Leiða má Iíkum að því að tveir staðir komi einkum til greina á Eyjaíjarð- arsvæðinu, Dysnes ** r ^ - £ u um og í kjölfarið gætu formlegar viðræður hafist um verkefnið. Outo Kunpu er alheimsfyrir- tæki með bækistöðvar i 20-30 löndum. Samsteypan starfar við margvíslega málmframleiðslu s.s. króm, stál, kopar, sink og kvika- silfur. Um þijú ár tæki að byggja verksmiðjuna hér. Lágmarks árs- framleiðsla með tilliti til hag- kvæmni er um 200.000 tonn og Svanbjörn Sigurðsson: Þessi eða Arskógssandur. möguleiki er til alvarlegrar Þessi tvö svæði eru skoðunar. skilgreind sem svæði fyrir stóriðju samkvæmt skýrslu iðnaðarráðu- neytisins og Svanbjörn telur Eyja- fjörðinn heppilegt svæði fyrir stóriðju af þessu tagi. „Við þurf- um mótvægi við höfuðborgar- svæðið og þetta er mannflesta byggðin utan suðvesturhornsins. Þetta myndi kalla á mjög mörg störf og að því leyti meðal annars, tel ég Eyjafjörðinn hentugt svæði." Ljóst að er að til að þetta geti orðið þarf frekari virkjunarfram- kvæmdir á landinu. Sameiginlega hafa orkufyrirtæki á Akureyri og Húsavík kannað nýjar orkulindir að undanförnu en of snemmt er að segja til um niðurstöður þeirra vinnu. Hvorki fleiri né færri en 120 MW þarf til að stafrækja fyr- irtækið sem er til samanburðar tvöfalt meira en ársframleiðsla Kröfluvirkjunar. Ferdamálaráðherra jákvæður Áhrif stóriðju á landbúnað og ferðaþjónustu hafa oft verið rædd og eru menn ekki á eitt sáttir. Leiða má Iíkum að því að ef ráð- herra ferðamála, Halldór Blöndal, situr áfram, muni hann ekld setja sig gegn verksmiðjunni. Svan- björn segir að Halldór fylgist vel með framvindu þessa máls og einnig hefur bæjarstjóranum á Akureyri verið sagt frá hugmynd- inni. Svanbjörn segist hins vegar hafa unnið einn að verkefninu og án samstarfs við opinbera aðila líkt og iðnaðarráðuneytið. — BÞ Vilja sjukra- flugvél til Akureyrar Nýstofnað Félag íslenskra lands- byggðarlækna skorar á yfirvöld heilbrigðismála að koma sem fyrst á úrbótum í sjúkraflutning- um með flugvélum. Félagið telur að fá verði öfluga flugvél með jafnþrýstibúnaði sem yrði sér- staklega útbúin til sjúkraflutn- inga. Félagið telur að þessi flug- vél yrði best staðsett á Akureyri. Félagið segir að núverandi fyr- irkomulag sjúkraflugs á Islandi hafi gengið sér til húðar og þörf sé á stórátaki til þess að bæta þennan nauðsynlega þátt heil- brigðisþjónustunnar og tryggja að hann sé til staðar þegar á þarf að halda. Jafnframt að staðsetn- ing sjúkraflugvélar á Akureyri hafi marga kosti, m.a. styttri vegalengdir á helstu sjúkraflug- velli og styttri viðbragðstíma. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri myndi eflast sem bráðasjúkrahús með auknum verkefnum. Feðginin voru broshýr sem renndu sér niður svonefnda Jólasveinabrekku á Akureyri þegar Ijósmyndara Dags bar að garði. Nægur snjór er norðan heiða þótt örlítil hláka í gær hafi aðeins slegið á snjómagnið. - mynd: brink Stjórnendur nýja verslunarrisans komu saman í gær í tilefni tíma- mótanna. - mynd: teitur Risa samnini verslana Stjórnir Kaupfélags Árnesinga, Nóatúns og 11-11 hafa sam- þykkt að sameinast og mynda keðju 33 verslana á höfuðborgar- svæðinu og Suðurlandi frá byrj- un maí. Félagið mun einnig reka kjötvinnslu og skipaverslun og verður nýja keðjan hin næst- stærsta í verslun á landinu með áætlaða 9 milljarða króna veltu. Eftir sem áður munu búðir hins nýja félags reknar undir nöfnum Nóatúns, KÁ og 11-11. Samsteypan nefnist Kaupás og verður undir stjórn Þorsteins Pálssonar. Hann segir skrefið opna ný sóknarfæri og mikilvægt sé að mæta vaxandi samkeppni í verslunarrekstri. Einar Orn Jóns- son, framkvæmdastjóri Nóatúns, verður stjórnarformaður Kaup- áss. Hann segir samrunann eðli- legt framhald á samstarfi Nóa- túns og KA. Starfsmöimum ekki fækkað Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna samruna fyrir- tækjanna en starfsmenn eru nú um 850 í 500 stöðugildum. Setja á félagið á almennan hlutabréfa- markað og verður það skráð á Verðbréfaþingi Islands. Islands- banki mun sjá um sölu hluta- bréfa. Velta Nóatúns varð 4,4 millj- arðar í fyrra. KÁ velti 2,7 millj- örðum og 11-11 einum milljarði. Þessar 33 búðir skiptast þannig að KÁ rekur 12 þeirra, Nóatún 9 en 12 búðir eru undir merkjum 11-11. Forystumenn hafa kynnt Sam- keppnisstofnun og Neytenda- samtökunum samrunann. „Þetta skapar jafnframt fleiri tækifæri við önnur félög í verslun,“ segir Einar Orn Jónsson, stjórnarfor- maður Kaupáss. — BÞ Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 wamowm exrmss EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.