Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1984, Page 1
Flugiö lamaó F „Þetta varö ljóst fljótlega upp úr miðnætti. Þá kom inn mikið af veikindatilkynningum,” sagði Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, í morgun. „Snemma í morgun könnuðum við varaáhafnir. Þeir flugmenn sögðust líka allir veikir,” sagöi Sigfús. Allir flugmenn Flugleiða sem fljúga áttu í dag, að einum undan- teknum, höfðu í morgun tilkynnt veikindi. Allt flug Flugleiða, til og frá landinu og innanlands, lagöist niður af þeim sökum. Tvær þotur á leið frá Bandaríkjun- um í nótt voru látnar hætta við lend- ingu í Keflavík. Þær flugu til Glasgow til að taka eldsneyti. Þaðan eiga þær aö f ljúga til Lúxemborgar. „Við gátum ekki látið þær lenda hér. Um borð eru 360—370 farþegar. Allt hótelpláss í Reykjavík er fullt. Við hefðum hvergi komið þessum farþegum fyrir,” sagði Sigfús. Flugleiðir eru aö reyna að taka þotur á leigu til millilandaflugsins. Sigfús taldi möguleika á að einhverj- ar leiguþotur fengjust síðar í dag. Nokkrum farþegum verður hægt að koma með Amarflugi, sem fer tvær ferðir frá Islandi í dag. „Innanlandsflugiö er algjörlega lamaö og ekkert hægt að gera í þvi. Litlu flugfélögin gætu hugsanlega gert eitthvað en það er takmarkað,” sagðiSigfús. Flugleiðir fóru þess á leit við veiku flugmennina að þeir skiluðu læknis- vottorðumídag. „Það sem Alþingi samþykkti í fyrradag er að hluta til orðið lands- lög. Nú er komið að löggjafanum,” sagði Sigfús. I lögunum segir að verkföll eða aðrar aðgerðir, sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála, séu óheimil. Ætla má að flugmenn hafi „smit- ast” á félagsfundi sem þeir héldu í gærkvöldi til að ræða viðbrögð við lögunum sem bönnuðu verkfall þeirra. -KMU. Fjarskiptalögin myndubrjóta íbágavið stjómarskrána — sjá kjallaragrein á bls. 13 Gömulkona neitarað hætta ad skúra — sjábls. 3 Fjalak&ttwiim ekki rifinn -sjábls.3 • Oxtor Svartholið — sjá leikdóm ábls.34 Fariðfram áþaöaðRLR rannsaki gjöfinatil Nordals -sjábls.3 Hópur kvenna afhenti Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra árla i morgun undirskriftir 11.059 manns sem mótmæla þvi að Sakadómur hafnaði gæsluvarðhaldi manns sem um síðustu helgi játaði tvö nauðgunarafbrot. Hæstiréttur hnekkti raunar þeim úrskurði i gær. DV-mynd: Björn Gunnar Pálsson og Jóhanna Maria Sveinsdóttir ásamt börnunum sínum, Lisu Rut, 2 ára, og Erik Heiga, 7 mánaða. Björn og Jóhanna eru bæði fædd og uppaiin á Siglufirði.,, Okkur langar við þetta tæki- færiað skila kveðju tilstarfsfólks vökudeildar Landspitalans. " DV-myndKristján Möller. Systkini fædd 14 vikum fyrir tímann —vógu aðeins þr jár merkur við fæðingu „Þeim heilsast báðum vel. Og Lísa Rut er farin að ganga um allt og er orðin svo til talandi. Þarf mikið að segja, elskan,” sagði Björn Gunnar Pálsson í samtali við DV í gær. Björn Gunnar og eiginkona hans, Jóhanna María Sveinsdóttir, eiga tvö börn, Lísu Rut, 2 ára, og Erik Helga, 7 mánaða. Það óvenjulega er að bæði bömin eru fædd 3 1/2 mánuöi fyrir tímann. Þau voru um þrjár merkur að þyngd er þau fæddust, hún 710 grömm, hann 760 grömm. „Lísa er enn aðeins minni en jafnaldrar henn- ar og öll nettari. Erik er nú orðinn 14 merkur og því enn í vöggu.” „Við töldum það aðeins slys er Lísa fæddist svo fyrir tímann en þegar Jóhanna gekk með Erik urö- um við hrædd þegar fór að nálgast þennan tíma. Enda kom það á dag- inn að það var ekki að ástæðulausu.’ ’ Bæði bömin fæddust í Reykjavík. Lisa var 4 mánuði í súrefniskassa á eftir en Erik 2 mánuði. „Þeim virðist ekkert hafa orðiö meint af þessu og við erum lánsöm að þau em ósköp venjulegbörn.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.