Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 13 Merming Islenskrar leirlistar minnst á Kjarvalsstöðum Eitt verkanna á sýningunni. DV-mynd Brynjar Gauti. Sjaldheyrð kammerverk Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í íslensku óperunni sl. sunnu- dag. Á efnisskránni voru verk eftir Mahler, Chausson og Dohnányi. Fyrst léku þær Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir Píanókvartett í a-moll eftir Gustav Mahler. Þótt uppruni verksins sé sveipaður nokkurri dulúð og það hafi greinilega átt að vera í fleiri en einum þætti, er það þó hin ágæt- asta kammermúsík. Hér var verkið vel leikið, þótt Sigurlaug hefði á köfl- um mátt spila meir út og Sólveig halda aftur af sér í styrk. Tórúist Áskell Másson Tvö sönglög eftir Emest Chausson, Fiðrildi op. 2, nr. 3, og Kólibrífugl op. 2, nr. 7, voru næst á efnisskránni. Þær Ingibjörg Guðjónsdóttir og Sól- veig Anna fluttu þau mjög vel, af látleysi, en sterku listrænu innsæi. Síðasta verkið fyrir hlé var Chanson perpétuelle, eða Söngur án enda op. 37, einnig eftir Chausson, og fluttu það þær Ingibjörg Guöjónsdóttir, Gerður Gunnarsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, lnga Rós Ingólfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þetta einkar fallega og á tíðum sérkennilega verk var geysivel flutt og var öryggi listafólksins slíkt að ekkert komst að annað en góð túlkunin. Síðasta verk tónleikanna var Sextett í C-dúr, fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu, selló, klarínett og hom, eftir Ernö Dphnányi. Þetta er mikið verk að vöxt- um og glitrandi fln kammertónlist. í fyrsta þætti er stækkuð ferund (eða minnkuð fimmund) áberandi, svo og leiðitónar og í þeim þriðja er mótíf, sem minnir á upphaf 5. sinfóníu Beethovens. Flytjendur voru þau Peter Maté, Gerður Gunnarsdóttir, Helga Þórarins- dóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Ármann Helgason og Joseph Ognibene. Þessi fríði hópur listamanna flutti verkið á sérlega sannfærandi hátt og var hrein unun að hlýða á leikinn. Andrúmsloft fegurðar og góðrar listar ríkti á þessum tónleikum. Þótt leirlistin hafi fylgt mann- kyninu lengur en nokkur önnur listgrein, eða í u.þ.b. níu þúsund ár svo sannað sé, þá á hún sér ekki nema rúmlega sextíu ára sögu hér á landi. í skrá yfirlitssýningar Kjarvalsstaða um íslenska leirlist, er var opnuö á laugardag, rekur Eiríkur Þorláksson sögu leirlistar- innar hérlendis. Fróðlegt er að lesa þar um brautryðjandastarf Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal og tilvitnanir í umræður á Alþingi árið 1930 þar sem Bjarni Ásgeirs- son alþingismaöur sýndi nokkra gripi Guðmundar í ræðustól á þingi og fékk því framgengt að hann fengi 5000 króna styrk til stofnunar leirmunaverksmiðju á þeim for- sendum að þar væri verið að „skapa möguleikana fyrir fullkom- inni iöngrein á því sviðinu sem við áttum enga áður“. Rannsóknir á íslenskum jarðefnum Nú á tímum nýsköpunar í at- vinnulífi er umhugsunarefni að til grundvallar þeim nýsköpunar- styrk sem Guðmundur frá Miðdal fékk á sínum tíma lágu gagngerar rannsóknir á íslenskum jarðefnum til leirmunagerðar sem borið höföu góðan árangur er styrkurinn fékkst og að þær rannsóknir fóru fyrir lítið þegar opnað var fyrir innflutning á erlendum hráefnum til leirmunagerðar á sjöunda ára- tugnum. Þó svo að' stofnun keramikdeildar við Myndlista- og handíðaskólann áriö 1969 hafi kall- að á mikla leirnotkun skýtur nokk- uð skökku við að sú mikla gróska er þá hófst skuli hafa stuðlað að því að íslenskri leirframleiðslu var hætt. Alísienskir leirmunir Ragnar Kjartansson og Gestur og Rúna fylgdu í fótspor þeirra Guö- mundar og Lydiu Pálsdóttur, konu Guðmundar, við rannsóknir á inn- lendum jarðefnum og framleiðslu á alíslenskum leirmunum. Athygl- isveröasti hluti sýningarinnar á Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Kjarvalsstöðum er tvímælalaust sá fyrsti þar sem elstu gripi þessara frumkvöðla er að finna, þ. á m. frægar rjúpur Guðmundar frá Miðdal en fálkinn er hér fjarri góðu gamni. Af verkum lærisveina Guð- mundar þótti undirrituðum hvað mest koma til tesetts Ragnars Kjartanssonar frá miðjum fimmta áratugnum. Þau verk sem unnin voru á verkstæðum Ragnars, Funa (1947-1957) Og Gliti (1957-1967) mörkuðu um margt leiðir fyrir nýsköpun næstu áratugina á eftir. Keppni í frumlegheitum Fyrir utan afburðahönnun ofan- talinna listamanna vekur einna helst athygli á sýningunni hvílík býsn af annars flokks leirlist hafa verið framleidd hér á landi síðasta aldaríjórðunginn eða svo. Þar ægir saman öllum stilbrigðum og í of- análag er eins og efnistilfmningu skorti í mörgum tilvikum. Verkin gætu mörg hver allt eins verið mótuð úr tré, málmi eða öðrum efnum. Aukreitis fær gesturinn á tilfinninguna að hér sé um eins konar keppni í formrænum frum- legheitum að ræða í stað þess að verið sé að fylgja línum notagildis eða hefðar. Hér kemur að við- kvæmum þætti i viöhorfi til leir- munagerðar er snýst um það hvort skuli sett á oddinn; listgildið eöa notagildið. Er það mitt mat að nota- gildið hafi verið vanrækt síðustu áratugina. Það er helst að verk Sóleyjar Eiríksdóttur og Kristínar ísleifsdóttur vísi veginn í átt til endurreisnar leirmunagerðar hér á landi. Kristín nam í Tokyo þar sem leirlist stendur á mörg þúsund ára gömlum merg og ef til vill er það virðing fyrir slíkum hefðum sem vantar í leirlistina hér á landi. Framtak Kjarvalsstaða að kynna hérlenda leirlistarsögu var þarft, en eins og sakir standa bera verk frumkvöðlanna hin nýrri ofurhði - það þarf að breytast. 9-14. janúar 1995 Vikuna 9.-14. janúar verður sérstök heilsu- vika í DV. Daglega verður Jjallað um ýmislegt sem viðkemur hreyfingu og heilbrigðu lifemi. Lesendum verður m.a. kynnt hvað líkams- ræktarstöðvamar bjóða upp á, hollt matar- æði og auk þess verða viðtöl ogfrásagnir af uppákomum tengdum heilsuvikunni. Meðal skemmtilegs efnis má nefna umfjöllun um: * 65 ára gamlan mann sem hleypur daglega í vinnunajrá Reykjavík til Hqfnarjjarðar. ^Borgarstjórn Reykjavíkur í líkamsrækt. % Hvað er í ísskápunum hjáJyrirtækjum? %Hvaða líkamsrækt stunda bæði þekktir og minna þekktir einstaklingar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.